Leita í fréttum mbl.is

Makalausar árásir bæjarstjórans

Það getur verið skemmtilegt á bæjarstjórnarfundum, stundum. Það er reyndar skemmtilegast að vera á bæjarstjórnarfundum þegar bæjarstjórinn mætir ekki. Þá er jafnvel hægt að eiga málefnalegar rökræður við aðra bæjarfulltrúa. Slíkt er ómögulegt þegar bæjarstjórinn er mættur. Hann svarar flestu með skætingi, útúrsnúningi og önugheitum. Í gær brá hann sér hins vegar í annan gír.

Fundurinn í gær snerist eingöngu um fundargerð skipulagsnefndar þar sem m.a. var samþykkt að hefja skipulagningu á nýju byggingarlandi í Vatnsendahlíð. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fagna því að framboð byggingarlóða sé aukið en höfum engu að síður varann á því skipulagsmál í Kópavogi hafa undanfarin misseri ekki beint farið vel í íbúana. Við lögðum því fram bókun þar sem við m.a. vörum við aukinni mengun í Elliðavatni og þrengslum við fyrirhuguð hesthús á svæðinu. Einnig hefðum við kosið að taka meira land en gert er ráð fyrir undir útivistarsvæði.

Undir lok fundarins var rætt um nýbyggingu sem fyrirhugað er að reisa á lóð við Breiðahvarf. Þar brá svo við að bæjarstjórinn fór í fluggírinn og aldrei hef ég orðið vitni að eins miklum dónaskap og fyrirlitningu í garð eins bæjarbúa og Gunnar sýndi á fundinum í gær. Er það með ólíkindum að forseti bæjarstjórnar, sem á fundinum í gær var Ármann Kr. Ólafsson, skuli ekki setja ofaní við ræðumenn þegar þeir ráðast að nafngreindum íbúum bæjarins með þeim hætti sem bæjarstjórinn gerði í gær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband