Leita í fréttum mbl.is

Málefnasamningur marklaust plagg?

Í málefnasamningi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem skipa meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs, segir m.a. „Endurbætur og endurskipulagning á eldri hverfum verði í sátt við íbúa“.

Eftir að hafa setið fundinn í Salnum í gærkvöldi þá læðist að manni sá grunur að það sé enginn vilji innan meirihlutans til að standa við sinn eigin málefnasamning. Á fundinum í gærkvöldi var ekki að sjá neina sátt milli íbúa og meirihluta bæjarstjórnar, heldur þvert á móti, og er ekki annað að sjá en að sá trúnaðarbrestur sem Arna Harðardóttir sagði að væri orðinn milli aðila sé sannarlega til staðar.

Það var engan sáttatón að finna í orðum skipulagsyfirvalda sem höfðu framsögu á fundinum og var greinilegt að þeir höfðu ekki lagt mikið í undirbúning fyrir fundinn. Var þess  enda ekki lengi að bíða að bæjarstjórinn ásakaði íbúana um að hagræða sannleikanum og hafa í frammi rangfærslur þegar það eina sem þeir gerðu var að vitna til þeirra skýrslna sem bærinn hefur sjálfur lagt fram í málinu.

Það er algjörlega ljóst að í þessu máli er ekki verið að vinna í sátt við íbúa Kársness, ekki frekar en við íbúa Smárahverfis, sem nú eiga von á því að fá 14 hæða turn í bakgarðinn hjá sér á Nónhæðinni.


mbl.is Kópavogshöfn verður ekki stækkuð gegn vilja íbúanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband