16.8.2007
Magnaður fundur í Salnum
Í gærkvöldi efndu samtökin Betri byggð á Kársnesi til opins fundar um skipulagsmál á Kársnesi. Á fundinum voru flutt nokkur erindi, m.a. frá Örnu Harðardóttur, formanni BBK, og Gunnari Birgissyni bæjarstjóra. Salurinn var þéttsetinn og var hljóði og mynd frá fundinum varpað fram í anddyri á meðan á honum stóð.
Skemmst er frá því að segja að stemmingin á fundinum var mögnuð. Gríðarlegur einhugur var meðal fundarmanna og í fyrirspurnum í lok fundarins kom glögglega í ljós að íbúum Vesturbæjar Kópavogs er ákaflega mikið niðri fyrir vegna þeirra skipulagshugmynda sem nú liggja frammi.
Fundurinn var að mestu málefnalegur og var framsaga forsvarsmanna BBK í upphafi fundarins ákaflega vel undirbúin en það sama verður þó ekki sagt um þá sem voru til svara fyrir hönd bæjarins, bæjarstjórann og skipulagsstjórann. Það má undrun sæta að þeir skuli ekki hafa komið betur undirbúnir til fundarins, efni hans lá fyrir og það getur hreinlega ekki velkst fyrir þeim hvaða málflutningur kæmi fram á fundinum af hálfu BBK.
Undir lok fundarins var borin upp áskorun á bæjaryfirvöld þess efnis að þau falli frá áformum sínum um skipulagsbreytingar á Kársnesi. Einnig er þess krafist að nýjar hugmyndir um landnýtingu á Kársnesi verði ekki lagðar fram nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Í áskoruninni er mestur þungi lagður á að fallið verði frá hafnsækinni starfsemi á nesinu og að horfið verði frá áformum um stórskipahöfn. Þetta er í fullkomnum takti við málflutning Samfylkingarinnar í bæjarstjórn sem hefur ítrekað og sífellt bent á að ekki sé ásættanlegt að ráðast í frekari framkvæmdir við uppskipunarhöfn, slíkt sé tímaskekkja og slíkri starfsemi væri betur borgið í höfnum sem þegar eru til og eiga greiðari leið með varning til og frá höfninni.
Auk þess sem fulltrúar Samfylkingarinnar hafa fjallað ítarlega um málið á bæjarstjórnarfundum hef ég ítrekað fjallað um höfnina hér á heimasíðunni og bendi á að neðst í grein um aukabæjarstjórnarfund sem haldinn var á dögunum hef ég tekið saman nokkrar greinar sem ég hef ritað hér á vefinn. Að auki má benda á bókanir sem fulltrúar Samfylkingarinnar hafa lagt fram hvenær sem málið hefur komið á borð skipulagsnefndar, bæjarráðs og bæjarstjórnar þar sem áformum þeim um breytt skipulag á Kársnesi sem meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur boðað er mótmælt.
Það er því ekki rétt sem fram kom undir lok fundarins að minnihlutinn stæði aðgerðarlaus hjá meðan meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kæmu óvinsælum skipulagshugmyndum í framkvæmd. Fulltrúar Samfylkingar í bæjarstjórn hafa staðið í fæturnar í þessu máli og beitt öllum þeim ráðum sem tiltæk eru til að mótmæla þeim gerræðislegu vinnubrögðum sem meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks beitir í þessu máli og það munum við gera áfram, það liggur algjörlega ljóst fyrir.
Ég óska samtökunum um betri byggð á Kársnesi farsældar í störfum sínum og ég er þess fullviss að sú órofa samstaða sem er um málið meðal íbúa mun færa þeim farsæla lausn á málinu.
Bókanir Samfylkingar vegna breytts skipulags á Kársnesi (aðeins lítið brot þeirra er komið inná síðuna, ég er að safna þeim saman)
Áskorunin í heild sinni.
Fundurinn skorar á bæjaryfirvöld í Kópavogi að falla frá áformum um:
- stækkun Kópavogshafnar og nýtingu hennar í atvinnuskyni
- gerð landfyllingar
- aukningu atvinnuhúsnæðis og hafnsækna starfsemi á hafnarsvæði
- frekari íbúafjölgun á Kársnesi
Nýjar hugmyndir varðandi landnýtingu á vestanverðu Kársnesi verði ekki lagðar fram nema:
- að fyrir liggi nákvæm útfærsla á lausnum í umferðarmálum
- að tryggt sé að hljóðvist og svifryksmengun sé í samræmi við ítrustu kröfur um heilsuvernd
- að gerðar verði mælingar á núverandi ástandi og vandað mat á umhverfisáhrifum
- að kannaður verði vilji íbúa varðandi framtíðarskipulag á Kársnesi
- að sett verði fram heildrænt skipulag með hagsmuni íbúa að leiðarljósi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.