Leita í fréttum mbl.is

Stóll eða ekki stóll ... þar er efinn!

Það er vandlifað í henni veröld. Umsókn íbúa Kópavogsbæjar um að reka einn hárgreiðslustól í bílskúrnum heima hjá sér var felld eftir að meirihluti bæjarstjórnar ákvað að gera málið að pólitísku bitbeini. Allt í einu ákveður meirihlutinn að örfárra nokkurra íbúa í næsta nágrenni dugi til að meina íbúanum að nýta eignarrétt sinn.

Málið er allt hið undarlegasta og í raun ein sorgarsaga, en umsókn hárgreiðslumeistarans hefur verið að velkjast í stjórnkerfi Kópavogsbæjar allt frá árinu 2003. Það er erfitt að ímynda sér að einn hárgreiðslustóll muni valda meira ónæði en t.d. daggæsla 4-5 barna, en það er starfsemi sem ekki þarfnast breytingar á deiliskipulagi.

Mörg góð fyrirtæki eru og hafa verið rekin í bílskúrum í Kópavogi. Ber þar fyrst að nefna hina víðfrægu búð föður míns, Hinnabúð, sem var rekin í bílskúrnum að Álfhólsvegi 80 á uppvaxtarárum mínum. Ég man líka eftir Siggubúð, þar sem maður keypti allar afmælisgjafir í den. Í næsta nágrenni var líka rekin lítið bílaverkstæði í bílskúr og reyndar var rekið bílaverkstæði í bílskúr í næsta húsi við Álfhólsveg 80 allt fram til ársins 2006. Það gat verið andsk. hvimleitt þegar verið var að berja með sleggju á einhverja óþæga bílvél eða öxul seint á miðvikudagskvöldi og þá hefði maður alveg getað ímyndað sér að betra væri að þarna væri rekin snyrtilegri starfsemi s.s. hárgreiðslustofa með einum stól.

Á sama tíma og á þessu gengur ákveður meirihlutinn að hundsa mótmæli fjölda íbúa í Vesturbæ vegna breytinga á skipulagi Kársness þar sem gert er ráð fyrir stórskipahöfn og umtalsverðri þéttingu byggðar. Þar hefur ekki verið hlustað á nema lítinn hluta íbúanna, þ.e. þá sem ekki gera athugasemdir. Meirihlutinn í Kópavogi er klókur, fyrstu tillögur gerðu ráð fyrir gríðarlega mikilli byggð, byggð sem var algjörlega ljóst þegar tillögur að henni voru kynntar að ekki yrðu að veruleika. Nú slær meirihlutinn sig til riddara með því að segjast hafa fækkað íbúðum um rúmlega 200 íbúðir en neita á sama tíma að skýra frá endanlegum hugmyndum fyrir svæðið í heild. Núna er meirihlutinn lagstur í bútasaum þar sem enginn veit hvað gerist næst.

Hvernig væri að meirihlutinn, í skjóli Ómars Stefánssonar framsóknarmanns, hlustaði jafnmikið og vel á íbúa Kársness og þeir hlusta á þá sem mótmæltu einum hárgreiðslustól við Lyngheiði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband