Leita í fréttum mbl.is

Fótbolti, fótbolti, fótbolti, fótbolti

Undanfarnar vikur hefur tilveran snúist um fótbolta að miklu leyti. Svíþjóð með U19, A-landsleikur, Laugarvatn með U17 og svo Breiðablik í kvöld. Mér finnst alltaf gaman að fótbolta, sérstaklega þegar liðið mitt vinnur eins og hjá U19 og A-liðinu. Annað sem mér finnst ótrúlega skemmtilegt er að taka þátt í þeirri spennu sem verður til hjá tilvonandi landsliðskonum, ég upplifði slíka stund á Laugarvatni um helgina. Það var frábært enda 17 ára liðið í ár uppfullt af hæfileikaríkum ungum stelpum sem munu geta lagt heiminn að fótum sér, engin tár, bara bros og takkaskór.

En eins og mér finnst gaman þegar liðið mitt vinnur þá þykir mér það ótrúlega leiðinlegt þegar liðið mitt tapar. Ég upplifði slíka stund í kvöld á Kópavogsvelli. Stelpurnar mínar í Breiðabliki að leika gegn Val. Fyrirfram átti ég von á hörkuleik en óneitanlega eru þær rauðklæddu sterkari á pappírunum, en ég hef margoft upplifað það að pappírinn skiptir engu máli þegar á völlinn er komið. Það fór þó svo að stelpurnar mínar töpuðu leiknum en þær sýndu fádæma mikinn kjark og hugdirfsku þegar þær tókust á við "rauðu djöflana" og ekki síst eftir að þær voru orðnar tveimur leikmönnum færri um miðjan síðari hálfleikinn.

Reyndar á ég erfitt með að skilja dómgæsluna í kvöld. Ég efast ekki um að dómarinn hafi viljað gera vel en ég þoli það ekki þegar dómarar taka upp sérstaka takta þegar stelpur spila. Mörg þeirra spjalda sem hann veifaði í kvöld hefðu aldrei komið til ef þetta hefði verið karlaleikur sem hann var að dæma. Það má snerta mótherjann í fótbolta, það má berjast um boltann, það á að sýna tilfinningar þegar mönnum finnst á þeim brotið. En nei ... dómaranum í kvöld fannst það ekki tilhlýðilegt þegar stelpur eiga í hlut.

Ég er ekki vön því að setja út á dómara, enda er starf þeirra vanþakklátt og ég veit það fullvel hvernig það er að standa inni á fótboltavelli og þurfa að hafa stjórn á 22 misskynsömum leikmönnum.  En í kvöld átti dómarinn ekki góðan leik, því miður, tap minna stelpna var þó engan vegin honum að kenna, það þurfa stelpurnar sjálfar að taka á sig.

Svo leiðist mér líka annað. Af hverju þarf að vera með einhver bjánaleg fögn þegar lið er að vinna og er orðið tveimur leikmönnum fleiri. Er það til að niðurlægja mótherjann? Hver er tilgangurinn? Vinkonur mínar í Val setti niður í kvöld, ég er ennþá dálítið sár út í þær fyrir fagnaðarlætin en ég verð sjálfsagt búin að fyrirgefa þeim á morgun. Þær eru langflestar frábærir einstaklingar sem hafa unnið mikið til að ná langt í fótboltanum og reyndar er bara einn leikmaður sem ég er ekki alveg sátt við í liðinu, en hún hefur yfir að búa persónueinkennum sem mér þykja ekki sæma góðum leikmanni. En einn leikmaður af 18 manna hópi er ekki mikið svo ég kann bara ágætlega við Valsliðið sem heild, en mikið óskaplega hefði ég viljað að mínar ynnu þær í kvöld ... við tökum þær bara næst (í bikarnum!!!).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband