22.6.2007
Ekki er sopið kálið...
"Ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið" segir einhversstaðar. Sigur stelpnanna í gær var frábær, leikur þeirra góður og sigurinn sannarlega verðskuldaður. Það var mikið rætt um það eftir leikinn góða gegn Frökkum að nú þyrftu stelpurnar okkar að halda sig niðri á jörðinni og vera tilbúnar í leikinn gegn Serbum. Það gerðu þær með stæl og hafa uppskorið eins og til var sáð, fullt hús eftir þrjá leiki.
Möguleikarnir Íslands á að komast í lokakeppni Evrópumóts eru að sönnu betri nú en þeir hafa verið oft áður. Sást það hvað best á NM U21 í fyrra þegar íslenska liðið var nærri komið í úrslitaleikinn á mótinu. En ekki síður var hægt að greina það árið 2002 þegar íslenska U17 ára landsliðið hafnaði í 3. sæti á Norðurlandamóti sem haldið var hér heima að efniviðurinn væri fyrir hendi. Úr 17 ára liðinu frá 2002 hafa 10 leikmenn af 16 leikið A-landsleik fyrir Íslands hönd. Þær eru:
- Björg Ásta Þórðardóttir (8)
- Dóra María Lárusdóttir (27)
- Dóra Stefánsdóttir (26)
- Greta Mjöll Samúelsdóttir (15)
- Guðbjörg Gunnarsdóttir (5)
- Harpa Þorsteinsdóttir (6)
- Katrín Ómarsdóttir (8)
- Margrét Lára Viðarsdóttir (34)
- Nína Ósk Kristinsdóttir (6)
- Sandra Sigurðardóttir (2)
Eins og sjá má á listanum hér að ofan hafa margar af stelpunum tekið þátt í fjölda landsleikja þrátt fyrir ungan aldur. Þær eiga því framtíðina fyrir sér og má alveg hugsa sér að margar þeirra verði enn í takkaskónum árið 2017 og jafnvel lengur.
Undanfarin ár hefur KSÍ og stelpurnar sjálfar stuðlað að því leynt og ljóst að fjölga áhorfendum að landsleikjum. Glæsilegt áhorfendamet var slegið í gær er 5.976 lögðu leið sína í Laugardalinn. Áður höfðu tæplega 3.000 manns séð kvennalandsleik, en það var gegn Englendingum í umspilsleik í september 2002.
Í dag er málum þannig fyrir komið að allir sem að liðinu koma eiga sér það sameiginlega markmið, að stelpurnar komist í lokakeppni EM í Finnlandi 2009. Það markmið hefur verið á borði stjórnar KSÍ um nokkurt skeið og hefur verið unnið markvisst að því að markmiðið náist að þessu sinni. Öll umgjörð um leiki stelpnanna eru eins og best verður á kosið, þær fá alla þá þjónustu sem þær þurfa á að halda á hverjum tíma og þjálfarar A-liðsins undanfarin ár hafa verið óragir við að leita stuðnings hjá þjálfurum í Landsbankadeildinni og þjálfarar liðanna þar eiga ekki lítinn þátt í sigrinum í gær. Án þeirra stuðnings, eljusemi og dugnaðar væri liðið ekki statt þar sem það er í dag.
En það eru þó fyrst og síðast stelpurnar sem hafa unnið fyrir sigrunum í vor. Þær hafa lagt á sig ómælda vinnu til að ná árangrinum og einbeiting þeirra og vilji til að ná markmiðunum sem að er stefnt er aðdáunarverður. Þegar þessar stelpur stilla saman strengi sína eru þeim allir vegir færir.
Möguleikar þeirra á að komast í úrslitakeppnina eru nokkrir. Sigri þær í riðlinum þá fara þær beint í úrslitakeppnina. Lendi þær í 2. sæti eða verða eitt fjögurra liða í 3. sæti með bestan árangur þá leika þær umspilsleiki um sæti í úrslitakeppninni. Þar munu 12 lið etja kappi, gestgjafarnir Finnar, liðin 6 í efsta sæti síns riðils og liðin 5 sem vinna umspilsleikina.
Ísland er sem stendur í 21. sæti heimslistans (14. sæti Evrópulistans) svo samkvæmt því eigum við nokkuð í land að ná í 12. sætið sem gefur rétt á að leika í úrslitakeppninni. En stelpurnar hafa sýnt það og sannað að allt er hægt, Serbar eru t.a.m. í 30. sæti heimslistans en því 17. í Evrópu svo aðeins þrjú sæti skilja þær frá íslenska liðinu. Það var þó miklu meiri munur á liðunum í gær og með leik eins og þeim sem þær sýndu þá eru okkar stelpum allir vegir færir en þær, og við öll, verðum þó að muna að "ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið".
Úrslitin framar björtustu vonum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Sæl Ingó mín og takk fyrir allar upplýsingarnar og góðar kveðjur. Ég blogga nú bara um það sem mér dettur í hug og fær mig til að velta hlutnum fyrir mér og fá hugmyndir og það vill þannig til að núna er það fótboltinn sem vekur þessar kenndir hjá mér... vona innilega að svo verði áfram... kærar kveðjur Ása R
Ása Richardsdóttir, 23.6.2007 kl. 02:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.