Leita í fréttum mbl.is

Sýn, Breiðablik, FH og beinar útsendingar

Ég hef áður fjallað um uppáhaldslið Sýnarmanna þegar kemur að beinum útsendingum frá Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Þar hefur berlega komið í ljós að FH er þeirra uppáhaldslið og hefur liðið mitt, Breiðablik, hlotið heldur litla náð fyrir augum þeirra hjá Sýn í sumar.

Það varð þó breyting á í gærkvöld, þegar Breiðablik fór í Hafnarfjörð og lék gegn FH. Þá voru Sýnarmenn á staðnum með útsendingarbílinn og loksins, loksins sá ég fram á að það væri toppleikur í sjónvarpinu ... þar sem aðallið dagsins, Breiðablik, færi á kostum. Vitaskuld varð það þannig að mínir menn fóru á kostum, léku Íslandsmeistarana sundur og saman í fyrri hálfleik og skoruðu síðan stórglæsilegt mark skömmu fyrir miðjan seinni hálfleik. En urðu áskrifendur Sýnar vitni að því?

Nei, svo varð ekki. Sýnarbíllinn bilaði þegar Blikarnir skoruðu markið og reyndar var bíllinn enn bilaður þegar FH-ingar jöfnuðu leikinn. Ég var náttúrulega í Krikanum í gærkvöldi og þegar ég kom heim þá hugði ég mér gott til glóðarinnar að sjá magnaðasta mark Íslandsmótsins sem Nenad Petrovic skoraði fyrir Breiðablik.  En nei ... ekki aldeilis. RÚV ohf. treysti á útsendingu Sýnar og þegar bíllinn og útsendingin bilaði þá virðist ekkert hafa komið á teipið, diskinn eða hvað það nú er sem þeir taka uppá þessir herramenn á Sýn. Ég fékk því bara að sjá markið sem Arnar skoraði og tryggði FH öll stigin í leiknum. Niðurstaða sem var ósanngjörn svo ekki sé meira sagt.

En það er víst ekki spurt um sanngirni í fótbolta og að því er virðist ekki heldur þegar kemur að útsendingum á sjónvarpsstöðinni Sýn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband