29.5.2007
Bloggvinir
Þeir sem til mín þekkja vita að ég hef ekki verið sérlega hrifin af hinu svokallað "bloggi", þ.e. vefsíðum eins og þeirri sem ég held hér úti. Hinsvegar er þessi aðferð til að tjá sig um menn og málefni ágæt að mörgu leyti. Helsti kostur þess að halda úti bloggsíðu tel ég vera þá að þar geta menn átt skoðanaskipti um ýmis málefni. Þess vegna finnast mér bloggsíður þar sem lokað er fyrir athugasemdir heldur klénar, nefni ég þar sem dæmi bloggsíðu Björns Inga Hrafnssonar borgarfulltrúa og Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Báðir ausa þeir úr skálum visku sinnar og stundum reiði á síðurnar sínar en gefa ekki neinum færi á að svara þeim. Þetta þykir mér aumt.
Undanfarin ár hef ég haldið úti vefsíðu á slóðinni www.ingibjorg.net. Þar hef ég birt hugðarefni mín af ýmsum toga, s.s. ljóðagerð, stjórnmálum og íþróttaumfjöllun. Ég hef ekki haft löngun til að leyfa athugasemdir á vefsíðuna mína en stundum hefur mér þó legið eitthvað á hjarta sem ég vil deilda með öðrum og jafnvel fá "feedback" á. Þessvegna opnaði ég þetta blogg.
Mér finnst ekkert sérstakt að blogga um fréttir. Geri það afar sjaldan. Stundum kemur það þó fyrir en það er hending ef ég tengi skoðun mína við fréttina, það kemur þó stundum fyrir. Það hefur enda komið í ljós að bloggið mitt er það sem minnst er lesið af öllum bloggum landsins, og er ég nokkuð sátt við það.
Ég ákvað í fyrstu að eignast ekki neina bloggvini. Fannst það óþarfi, ég á fullt af alvöru vinum. En í dag brá svo við að ég sá að það hafði maður bankað á dyrnar hjá mér og óskaði eftir því að verða bloggvinur minn. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að samþykkja það, enda er sá hinn sami góður kunningi minn, þó við deilum svo sem ekki sömu skoðunum í pólitík (eða íþróttum). En við störfum að hluta til á sama vinnustað, hann sem stjórnarmaður og ég sem starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fyrsti bloggvinur minn (og sá eini, enn sem komið er) er Árni Þór Sigurðsson, nýkjörinn alþingismaður fyrir flokk VG. Býð ég hann velkominn í vinahópinn!
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.