Leita í fréttum mbl.is

Jóhanna flott í hádegisviðtalinu

Einn al besti og markvissasti stjórnmálamaður okkar tíma er Jóhanna Sigurðardóttir. Hún var í hádegisviðtalinu á Stöð 2 á mánudag, annan í hvítasunnu, og stóð fullkomlega undir væntingum mínum.

Hún er komin á réttan stað í stjórnarráðinu, í félagsmálaráðuneytið, þar sem ég fullyrði að enginn ráðherra hefur staðið sig jafn vel og Jóhanna gerði á sínum tíma. Ég sagði hér á blogginu þann 13. maí sl. að Samfylkingin ætti erindi í ríkisstjórn og þar ætti hennar hlutverk að vera það að leiða umbætur í velferðarmálum. Þar fer Jóhanna fremst meðal jafningja.

Hádegisviðtalið á Stöð 2 styrkti þá skoðun mína að hún er besti málsvari þeirra sem minna mega sín og ekki aðeins ber ég miklar væntingar í brjósti til Jóhönnu heldur er ég þess fullviss að velferðarmálunum er vel borgið í hennar umsjón.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband