Leita í fréttum mbl.is

Löglegt en siðlaust og ósmekklegt

Á laugardag starfaði ég sem umboðsmaður Samfylkingarinnar á kjördag. Í því starfi fólst m.a. að fara milli kjörstaða og athuga hvort kosningarnar hafi ekki farið fram svo sómi væri að. Við sem vorum í þessu starfi, þ.e. ég og Geir Þórólfsson úr Hafnarfirði, fórum saman á alla kjörstaði, nema í Kjósarhreppinn. Allsstaðar var framkvæmd kosninganna til mikillar fyrirmyndar, vel var tekið á móti okkur af kjörstjórnum og almennt voru starfsmenn þeirra glaðir að við sinntum þessari skyldu okkar. Reyndar var það þannig að við vorum ávallt fyrst á vettvang ef undan er skilin einn kjörstaður þar sem fulltrúar V-lista voru á staðnum þegar við komum.

Eins og ég sagði áður þá fór framkvæmd kosninganna almennt vel fram. Eina undantekningin þar á var í Mosfellsbæ þar sem ég fylltist vanþóknun á því siðleysi sem birtist mér er ég fór inní fjórðu og síðustu kjördeildina í Lágafellsskóla. Áður en ég held áfram þá vil ég taka það fram að formaður kjörstjórnar sem tók á móti okkur þar ber, að ég tel, enga ábyrgð á þeirri athugasemd sem ég ætla að færa fram og bar undir yfirkjörstjórn þegar yfirreið okkar var lokið. Athæfið sem ég vil segja frá var fullkomlega löglegt en svo siðlaust að það hríslaðist kalt vatn milli skinns og hörunds á mér.

Í fjórðu kjördeild í Mosfellsbæ sátu fjórir starfsmenn, eins og lög gera ráð fyrir, það sem er siðlaust er að einn þessara fjögurra starfsmanna var dóttir bæjarstjórans í Mosfellsbæ, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, sem jafnframt var í baráttusæti Sjálfstæðisflokksins í Alþingiskosningunum. Það getur ekki með nokkru móti talist eðlilegt að dóttir bæjarstjóra í einu sveitarfélagi, þar sem bæjarstjórinn er sjálfur í framboði, sitji og taki á móti kjósendum. Léttilega hefði ég getað sagt að þarna hafi farið fram áróður á kjörstað og það eina sem ég gæti hugsað mér að væri verra en þetta er ef Ragnheiður hefði sjálf setið og tekið á móti kjósendum.

Ragnheiður ber skömmina af þessu, hún samþykkti þá starfsmenn sem valdir voru til starfa í kjördeildum og það er siðblinda hennar sem varð til þess að dóttir hennar fékk að sitja inni í kjördeild og taka á móti kjósendum.

Lítið álit hafði ég á sjálfbirtingshætti sjálfstæðismanna áður en eftir þetta atvik er fyrirlitning mín algjör. Jakkkk, þetta er toppurinn á ósmekklegheitunum og siðleysinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband