Leita í fréttum mbl.is

Gunnar hótar umhverfisráðherra og félögum sínum

Meirihlutamenn í bæjarstjórn Kópavogs og þá sérstaklega þeir sem eru í miklum meirihluta í meirihlutanum, eru afar pirraðir þessa dagana. Það hefur birst best í Morgunblaðinu síðustu daga en Umhverfisráðuneytið hefur neitað að staðfesta svæðisskipulag vegna Glaðheimasvæðisins í Kópavogi.

Gunnar á ótrúlega spretti í Mogganum í dag er hann lætur hafa eftir sér: „Ef svæðisskipulagsráðið samþykkir ekki þessa tillögu þá er það náttúrulega orðið ónýtt. Þá munum við beita okkur gegn hinum sveitarfélögunum í öllu sem þau gera varðandi breytingu á svæðisskipulagi. Með þessu er komið á stríðsástandi í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæðinu og gott innlegg í kosningabaráttuna fyrir umhverfisráðherrann.“

Ef skipulagið verður ekki samþykkt munum við beita okkur gegn hinum sveitarfélögunum í öllu sem þau gera... er hægt að orða hótun með skýrari hætti?

Gunnar ítrekar stöðugt uppbyggingu á verslunarsvæði IKEA við Kaupþing í Garðabæ og segir að Garðbæingar vilji einoka Reykjanesbrautina. Hann horfir vitaskuld ekki til þess að gríðarlegt magn verslunarhúsnæðis hefur verið að rísa og boðað er að muni rísa við Smáratorg, Smáralind, Glaðheima og Lindir IV. Eru þá ótaldar breytingar á svæðisskipulagi í Hnoðraholti, Smalaholti og Rjúpnahæð. Svæðisstjóri Vegagerðarinnar, Jónas Snæbjörnsson, segir enda að breytingar í Kópavogi hafi verið „ansi örar“ og að erfitt væri fyrir Vegagerðina að reikna út umferðarþunga þegar skipulagsmál breyttust líkt og þau hafa gert í Kópavogi. Nefnir hann sérstaklega Vatnsendahverfið í því sambandi en þar hafi verið þrengt að ofanbyggðavegi sem gert hafi verið ráð fyrir í skipulagi.

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra og samflokkskona Ómars Stefánssonar, sem ber uppi meirihlutann í Kópavogi, segir að skipulagsbreytingin á Glaðheimasvæðinu sé veruleg. Rökstyður hún þá niðurstöðu m.a. með sömu rökum og við Samfylkingarfólk í Kópavogi höfum haldið fram, þ.e. að það þurfi að vera heildarsýn yfir skipulagið. Markmiðið væri m.a. að tryggja að fólk kæmist leiðar sinnar en umferðarþunginn á Reykjanesbrautinni og öðrum stofnbrautum væri nú þegar mjög íþyngjandi.  

Við rökum sem þessum bregst Gunnar að sjálfsögðu við með hótunum, enda málstaðurinn veikur og illa ígrundaður.

Ómar virðist hins vegar standa með bæjarstjóranum í þessu máli, en hann hefur til þessa tjáð sig lítt eða ekki um mörg umdeild skipulagsmál í Kópavogi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband