Leita í fréttum mbl.is

Stolt af MK!

Mikið var ég stolt af gamla skólanum mínum í kvöld. Strákarnir í MK-liðinu voru óheppnir að fara ekki með sigur af hólmi, ekki aðeins vegna þess að þeir sögðu Sauðárkrókur í staðinn fyrir Sauðá, heldur líka vegna þess að þeir voru með Hillary og Herðubreið og þríþrautina í restina á hreinu. Ég held að taugarnar hafi farið illa með mína menn og þær hafi umfram allt annað verið þess valdandi að svo fór sem fór.

Mér fannst líka í upphafi að það hafi hallað örlítið á þá í hraðaspurningunum því Zygmar, spyrillinn síkáti, átti í einhverjum erfiðleikum með að koma spurningunum út úr sér í byrjun og var í raun ekki orðinn almennilega heitur fyrr en hann fór að spyrja MR inga sem fengu líka einar þrjár spurningar til viðbótar til að svara. 

En það á ekki að kenna dómaranum um eða spyrlinum í þessu tilfelli, ég er stolt af skólanum mínum MK og strákunum, þeir voru skólanum og Kópavogi til sóma og ég óska þeim innilega til hamingju með árangurinn hann var þrátt fyrir allt stórglæsilegur.

 


mbl.is MR-ingar höfðu betur í Gettu betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband