Leita í fréttum mbl.is

Sundurlyndi stjórnarflokkanna

Sundurlyndi stjórnarflokkanna er að ná hámarki. Framsóknarmenn berjast um á hæl og hnakka til að bæta við sig einu eða hálfu prósenti, sem þó myndi væntanlega ekki duga þeim til að koma formanninum á þing. Það er í lagi.

En heilbrigðisráðherrann Siv Friðleifsdóttir, sem heldur er ekki inni á þingi skv. skoðanakönnunum, reynir þó að standa í lappirnar í auðlindamálinu og hótar stjórnarslitum. Formaður hennar virðist vera hálf heyrnarskertur eða skilningssljór a.m.k. skilur hann ekki orð hennar sem hótun um stjórnarslit. Síðan hörfar kappinn undan spurningum fréttamanna og virðist hafa áttað sig á því að fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Guðni Ágústsson sýnir þó þann manndóm að svara fréttamönnum og þó hann skilji ekki í Siv þá er hann þó maður að meiri fyrir það að hafa tekið þátt í umræðunni.

Innan Sjálfstæðisflokks er líka allt uppí loft. Ungliðsforinginn og framtíðarleiðtogi flokksins, Sigurður Kári, segir það skoðun sína að Siv eigi að segja af sér fyrir ummæli sín (sem þó voru engin að mati Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra). Þorgerður Katrín, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að henni beri ekki að segja af sér og setur ofan í við Sigurð Kára.

Þetta er hið merkilegasta mál og ljóst að það er engin eining á stjórnarheimilinu þessa dagana. Félagsmálaráðherra ákvað, að því er virðist uppá sitt eindæmi, að hækka húsnæðislán Íbúðarlánasjóðs uppí 90% og fjármálaráðherra segir aðspurður að hann hafi ekkert um þetta að segja, þetta sé mál félagsmálaráðherra. Maður skyldi nú ætla að ráðherrar í ríkisstjórninni ræddu eitthvað örlítið saman áður en ákvarðanir eins og þær að hækka útlán Íbúðalánasjóðs myndu vera ræddar inná fundi ríkisstjórnar sem og afleiðingar slíkrar ákvörðunartöku.

Í byrjun síðasta árs eða á fyrstu mánuðum þess var mikið rætt um 100% lán bankanna og 90% lán Íbúðalánasjóðs og aukin verðbólga rakin til þessara lánamöguleika. Í kjölfarið drógu bankarnir úr útlánum og lánasjóðurinn lækkaði lánshlutfallið niður í 80%. Var það gert til að reyna að halda í stöðugleikann í efnahagslífinu og draga úr verðbólgu. Núna tekur félagsmálaráðherrann það uppá sitt eindæmi, ef marka má orð fjármálaráðherra, að hækka lánin í 90% að nýju. Hvernig ber að skilja það? Vill Framsóknarflokkurinn og félagsmálaráðherrann ekki halda í stöðugleikann. Kemur fjármálaráðherra það ekki við hvernig lánshlutfall Íbúðarlánasjóðs, sem er ríkisstofnun nota bene, er? Kemur fjármálaráðherra ekki við hvernig þróun verðlags er á Íslandi, kemur ráðherranum ekki við stöðugleikinn í efnahagslífinu?

Er nema von að maður spyrji!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband