Leita í fréttum mbl.is

Að sjálfsögðu er Wenger ánægður

Þetta var náttúrulega bara snilld hjá mínum mönnum. Það ætti að vera náttúrulögmál að lið sem brennir af tveimur vítaspyrnum eigi að tapa leik... nema Arsenal (og Breiðablik)!Wink

Það var hrein unun að sjá fyrra markið hjá drengjunum, óborganlega fagurt samspil og svo snilldarskot hjá Adebayor, óverjandi fyrir Finnann fljúgandi í marki Bolton. Stóri Sam og lærisveinar hans á Reebok vellinum voru svo frekar lukkulegir með að jafna eftir venjulegan leiktíma en Svíinn sárfætti, Freddie Ljungberg, sló heimamenn út af laginu með laglegu marki. Svo var það Adebayor sem gulltryggði sigurinn á lokamínútum framlengingarinnar.

Þetta Arsenal lið er náttúrulega bara snilld. Það er best spilandi liðið í ensku deildinni og algjörlega stórundarlegt að það skuli ekki vera á toppnum. Það sem er hins vegar best við það er að í liðinu eru ungir og upprennandi leikmenn, menn sem bæði eru uppaldir hjá félaginu og menn sem Wenger hefur verið að finna hér og þar um heiminn.

Áfram Arsenal!


mbl.is Arsene Wenger: Frábær frammistaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband