Leita í fréttum mbl.is

Einmitt

Hellisheiðarvirkjun. Hveralyktin sem skynugir höfuðborgarbúar telja sig hafa fundið í haust og í vetur er engin ímyndun heldur er um að ræða alvöru hveralykt frá borholum Hellisheiðarvirkjunar. 
 

Ég hef einmitt fundið fyrir brennisteinslyktinn öðru hvoru og þá sérstaklega á morgnana þegar veður er stillt. Í gamla daga var manni sagt að brennisteinslyktin væri fyrir náttúruhamförum en í dag fær maður engar slíkar vísbendingar enda lyktin allt að því daglegt brauð.

Annars hef ég gaman að þessari lykt og þá sérstaklega þegar erlendir gestir koma í heimsókn. Þetta er sívinsælt umræðuefni í formlegum kvöldverðarboðum, næst á eftir spurningunni hvort viðkomandi hafi komið áður til Íslands. Ef þetta er fyrsta ferð þá kemur alltaf spurningin, hefur þú fundið lyktina af vatninu? Alltaf er svarið játandi og þá upphefst fyrirlestur um það hvað Íslendingar eru sniðugir að bora eftir heitu vatni og nota það til húshitunar og þrifa.

Þetta leggst samt misvel í gesti okkar. Sumir þora varla að baða sig þar sem lyktin er svona vond af heita vatninu og baða sig úr köldu vatni í staðinn.  Mjög gott, eða þannig, að vera kannski á Íslandi í 4-5 daga og þora ekki að fara í heitt bað!

Annars erum við Íslendingar engu skárri þegar við bregðum okkur bæjarleið. Kannast menn kannski ekki við það að leggja ekki einu sinni í að tannbursta sig uppúr vatninu í krananum? Ég reyni nú alltaf að prufa vatnið þegar ég er erlendis, ef mér finnst óbragð af því þá sleppi ég að drekka það en ég reyni nú yfirleitt alltaf að tannbursta mig uppúr vatninu þó það bragðist illa.

 


mbl.is Lyktina af virkjuninni leggur niður í byggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband