Í dag eru liðin 10 ár frá stofnun Samfylkingarinnar, þess sögulega viðburðar þegar jafnaðarmenn á Íslandi sameinuðust á einn vettvang eins og bræður okkar og systur á Norðurlöndum höfðu borið gæfu til að gera um áratugi. Á þessum degi fyrir 10 árum dreymdi okkur öll um að nú tækju við breyttir tímar og sameinuð myndu félagshyggjuöflin sækja fram og hefja á loft merki jafnaðarmanna við stjórn samfélagsins.
Tíu árum síðar blasir við að draumar okkar eru að rætast. Samfylkingin er orðin burðarás í íslenskum stjórnmálum, stærsti flokkur þjóðarinnar, í forystu meirihlutaríkisstjórnar jafnaðarmanna og félagshyggjufólks - þeirri fyrstu í sögu lýðveldisins og framundan eru sveitarstjórnarkosningar þar sem Samfylkingin býður fram í fleiri sveitarfélögum en nokkru sinni fyrr. Við erum með öðrum orðum komin í þá lykilstöðu sem stofnun Samfylkingarinnar átti að tryggja jafnaðarmönnum á Íslandi. Endurmótun íslensks samfélags í anda gilda norrænna jafnaðarmanna er hafin. Vissulega hefðu efnahagslegar aðstæður geta verið betri á þessum merku tímamótum, en örlögin hafa hagað því svo, að okkar tími rann upp þegar áratuga óstjórn og sóun Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks undir gunnfána frjálshyggjunnar leið undir lok á Íslandi með skelfilegum afleiðingum fyrir efnahag þjóðarinnar og lífskjör almennings. Það kemur í hlut okkar jafnaðarmanna að endurreisa og endurhæfa íslenskt atvinnu- og efnahagslíf og sækja fram.
Þetta verkefni er Samfylkingunni ekki ofviða og í áraunum undanfarinna vikna og mánaða hefur Samfylkingin sýnt að hún hefur burði og þroska til að takast á við þetta krefjandi verkefni. Samstaða, stefnufesta og réttsýni hefur einkennt verklag og vinnubrögð okkar í ríkisstjórn og sveitarfélögum allt frá hruni, og sá árangur sem náðst hefur á liðnum mánuðum er langt umfram það sem búist var við. Í stað samfélagslegrar upplausnar og efnahagsöngþveitis eftir hið fordæmalausa hrun bankakerfis og gjaldmiðils sem yfir okkur gekk, blasir nú við að öllum frekari áföllum vegna hrunsins hefur verið afstýrt, innviðir efnahagskerfisins hafa verið byggðir upp á ný og þegar líða tekur á árið verður hagvöxtur vonandi farin að glæðast á Íslandi á ný. Allt hefur þetta gerst á undraskömmum tíma svo skömmum að erlendir samstarfsaðilar okkar tala um þrekvirki í því sambandi.
En verkefnið er rétt að hefjast. Á rústum frjálshyggjutilraunarinnar er uppbygging nýs og betra samfélags hafin á Íslandi. Norræns velferðarsamfélags þar sem velferð fjölskyldunnar, ekki síst barna, aldraðra og þeirra sem eiga undir högg að sækja, er sett í öndvegi. Gildi jöfnuðar, réttlætis og samhjálpar verði í öndvegi hvar sem Samfylkingin heldur um stjórnartauma, hvort sem er í ríkisstjórn eða sveitarstjórnum og sú uppstokkun sem nú stendur yfir í stjórnkerfinu, atvinnulífinu og samfélagsgerðinni allri mun þannig skila okkur betra samfélagi.
Við höfum því gengið til góðs í þau 10 ár sem Samfylkingin hefur starfað. Við getum stolt horft um öxl og sagt með sanni að draumur okkar hafi ræst. Við getum með sama hætti horft bjartsýn til framtíðarinnar, fullviss um að gildi jafnaðarmennskunnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag hafi sjaldan átt meira erindi við Ísland, en núna. Nú er það í okkar höndum að sýna og sanna að þau séu annað og meira en orðin tóm - þau séu grunnur að betra samfélagi fyrir Ísland og íslendinga.
Til hamingju með daginn !
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson