Leita í fréttum mbl.is

Blettir á hvítþvotti Framsóknar

„Mikilvægt er fyrir Kópavogsbúa að átta sig á því að gamli, spillti Framsóknarflokkurinn stendur traustum fótum í bænum. Flokkurinn hefur verið taglhnýtingur Sjálfstæðisflokksins í 20 ár og ekki gengið hnífurinn þar á milli, hversu mikið sem reynir á samstarfið.“ Svona skrifar Skafti Þ. Halldórsson, bókmenntafræðingur, kennari og Kópavogsbúi í Morgunblaðinu í dag. Ég vona að Skafti fyrirgefi mér að birta greinina hans hér en þar sem fáir kaupa blaðið og greinin er gagnleg lét ég slag standa. Endilega sökktu þér í lestur, þetta er ekki langt!

Blettir á hvítþvotti Framsóknar 

Nú fara menn mikinn, berja sér á brjóst og segjast hafa kastað syndum sínum aftur fyrir sig. En orð án athafna eru ekki mikils virði. Formaður Framsóknarflokksins talaði um það í viðtali Kastljóss miðvikudaginn 14. apríl að Framsóknarflokkurinn hefði endurnýjað sig frá grunni í janúar 2009. Það telur formaðurinn vera svar grasrótarinnar við þeim áfellisdómi sem bankahrunið reyndist vera flokknum. Á máli formannsins var að heyra að nú væru nýir tímar runnir upp hjá Framsókn og spilling og valdagræðgi kjörinna fulltrúa heyrðu sögunni til.

En orðum verða að fylgja gjörðir. Það má vera að eitthvað hafi verið tekið til í ranni Framsóknarflokksins - en engan vegin alls staðar. Mikilvægt er fyrir Kópavogsbúa að átta sig á því að gamli, spillti Framsóknarflokkurinn stendur traustum fótum í bænum. Flokkurinn hefur verið taglhnýtingur Sjálfstæðisflokksins í 20 ár og ekki gengið hnífurinn þar á milli, hversu mikið sem reynir á samstarfið. Í fyrrasumar átti sér stað einhvers konar uppgjör í kjölfar þess að fyrrverandi bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins Gunnar I. Birgisson lá undir ámæli fyrir að hygla fyrirtæki í eigu dóttur sinnar og vék í kjölfarið sæti sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúi.  Oddviti Framsóknarflokksins lýsti því þá yfir að tæki Gunnar aftur sæti í bæjarstjórn yrði samstarf flokkanna endurskoðað. Sem kunnugt er kom Gunnar aftur og „endurskoðun" samstarfs Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks fól í sér að Framsóknarflokkurinn fékk enn eina nefndarformennskuna í sinn hlut. Staðan í bænum er þá þannig: Framsóknarflokkurinn hefur einn mann af ellefu í bæjarstjórn en formennsku í sex af átta stærstu nefndunum. Framsóknarmönnum kann að finnast slíkir stjórnarhættir eðlilegir en í mínum huga eru þeir misnotkun á þeirri stöðu sem flokkurinn hefur. Er það ekki þetta sem við lökkum valdagræðgi og spillingu?

Formaður Framsóknarflokksins getur firrt sig ábyrgð og talað um hvítþvott. Hið sanna er að ekkert hefur breyst í Kópavogi. Í Kópavogi starfa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur þétt saman. Í 20 ár hafa þeir gengið bundnir til kosninga og handsalað áframhaldandi samstarf strax á kosninganótt. Undir þeirra forystu hafa skuldir bæjarins aukist óhóflega og bærinn er kominn á lista eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga. Undir þeirra stjórn hafa flokksgæðingar, vinir og ættingjar setið við kjötkatlana og fyrirtæki í þeirra eigu hafa notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu í bænum. Framsóknarflokkurinn virðist því miður ávallt reiðubúinn að selja sá sína fyrir völd og traustur kaupandi er  nú sem fyrr Sjálfstæðisflokkurinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband