Það er ömurlegt hvernig íslenskt þjóðfélag virðist vera að þróast. Það er ekki nóg með að bankamenn og svokallaðir fjármálaspekingar hafi keyrt íslenskt efnahagslíf í þrot í þöglu samþykki og andvaraleysi stjórnmálamanna. Nú réttlæta nokkrir, sem betur fer örfáir, almennir borgarar aðför að heimili fólks með því að þeir hafi verið svona og svona í aðdraganda hrunsins.
Það er kristaltært í mínum huga að heimili fólks er og á að vera griðastaður fjölskyldunnar, hvort heldur sem er heimili Jóa Jóns, Banka Bankamanns eða Ölmu Alþingiskonu. Dóm á að kveða upp af þar til bærum aðilum og við verðum að forðast galdrabrennur að hætti miðalda.
Það er mikilvægt að þær reglur sem hingað til hafa gilt í íslensku samfélagi verði virtar hér eftir. Það á ekki síst við um þá reglu að heimilið sé griðastaður. Þar þarf að draga víglínuna, ef við gefum það eftir - hvert leiðir það okkur?
Mótmælt við heimili þingmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Það er varla hægt að segja að þetta séu mótmæli með einhverjum látum, heldur er þarna um að ræða fólk sem hefur komið sér saman um að afhenda kvörtun og óskað eftir því að hún Steinunn Valdís þarna segi af sér þingmennsku.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 00:27
Þá vil ég hérna segja þessum lögreglumönnum er benda aftur og aftur á börnin, að þeim beri einnig að virða friðhelgi heimilisins og einkalífs okkar skuldara algjörlega, og munið að öll mótmæli lögreglu fyrir ínnan og utan heimili fólks, svo og að fara inn á heilimili fólks til þess að henda fólki (skuldurum) út á götu eru bönnuð, þar sem slíkt varðar friðhelgi einkalífsins, auk þess og /eða eins og þið hafið réttilega bent á þá hræðir slíkt börn okkar.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 01:43
Rétt hjá þér og sama á við um glæpalýðinn sem ruddist inn á þingpalla Alþingis og stórslasaði þar þingverði, alsaklaust fólk.
Og öllum ber að virða Stjórnarskrána.
71. gr. Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu."
Þorsteinn Briem, 21.4.2010 kl. 06:26
Það þætti nú harla einkennilegt ef ég gæti búið mjög lengi í íbúð, þar sem ég greiddi ekki húsaleigu eða afborganir af íbúðinni. Það hefur ekkert með friðhelgi heimilisins að gera.
Á öllu Evrópska efnahagssvæðinu eru frjálsir fjármagnsflutningar, undir eðlilegum kringumstæðum.
Sparifjáreigendur, til dæmis unglingar og gamalt fólk, þurfa að fá hér raunvexti af sínum innlánum í bönkum og sparisjóðum. Annars fara þeir með allt sitt sparifé úr landi og íslensk bankastarfsemi legðist af.
Geti fólk ekki greitt afborganir af útlánum sínum í bönkum og sparisjóðum verður það að flytjast í leiguhúsnæði.
Og fólk þarf engan veginn að fara að heimili manna til að afhenda einhver mótmæli.
Þorsteinn Briem, 21.4.2010 kl. 09:03
Þetta fólk er kosið til að þjóna fólki, þegar það svarar engu á vinnustað ..... hvað gerum við þá..... kjósendur. ?????
Þetta glottlið sem situr við kjötkatlana núna er vægt til orða tekið.....ömurlegt.
Vonlaus stjórn.... sem kennir sig við félagshyggju.
Svei attan.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 21.4.2010 kl. 10:36
"Það er mikilvægt að þær reglur sem hingað til hafa gilt í íslensku samfélagi verði virtar hér eftir." Þær reglur sem hafa gilt í íslensku samfélagi hafa leitt okkur í ógöngur, það er ekki fyrr en þessir aðilar sem landinu stjórna setja lög sem banna að gengið verði að heimilum fólks með aðför og valdi að réttlætanlegt sé að fara fram á það að mótmælendur láti ekki í sér heyra þar sem þeir ná til þeirra þ.e. við heimili viðkomandi, friðhelgin skal gilda fyrir alla í öllum tilfellum ekki aðeins elítuna og stjórnmálamenn
Steinar Immanúel Sörensson, 21.4.2010 kl. 16:02
Mótmælendur við heimili Þorgerðar Katrínar en Ófriðarseggir við heimili Steinunnar Valdísar,s.b. fréttir á Visir.is
Ragnar Gunnlaugsson, 21.4.2010 kl. 17:14
Mótmælendur við heimili Þorgerðar Katrínar en Óeirðarseggir við heimili Steinunnar Valdísar s.b. fréttir Vísir.is
Ragnar Gunnlaugsson, 21.4.2010 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.