Leita í fréttum mbl.is

Svona gerast kaupin í Kópavogi

Það hefur stundum verið rætt um að flokkarnir sem öðrum fremur komu Íslandi á hausinn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi stundað með sér svokallaða helmingaskiptareglu. Hefur þessi háttur þeirra jafnan orðið til þess að minni flokkurinn, Framsókn, hefur iðulega hagnast umtalsvert á þessu hlutskipti, að vera hækja Sjálfstæðisflokksins og trygging þeirra fyrir völdum.

Í Kópavogi hafa þessir flokkar unnið saman sem einn í næstum 20 ár. Um hríð var nokkuð jafnræði með flokkunum, t.a.m. á kjörtímabilinu 2002-2006 þegar Sjálfstæðisflokkur hafði 5 bæjarfulltrúa og Framsókn 3. Það hefur stundum gefið á bátinn í samskiptum flokkanna, en meðan fyrrverandi oddvita Framsóknar naut við var slíkur ágreiningur oftar en ekki leystur utan fjölmiðla. +

Í sveitarstjórnarkosningunum 2006 beið Framsóknarflokkurinn sögulegt afhroð, hinn nýji oddviti Ómar Stefánsson tapaði tveimur mönnum og situr nú einn Framsóknarmanna í bæjarstjórn og að molum þeim sem falla af borði Sjálfstæðisflokksins.

Ómar virðist vera sáttur við að þurfa ekki að burðast með samferðarmenn með sér. Hann er þó ekki sérlega nægjusamur maður en hann virðist kunna sína stærðfræði og hefur gengið hart fram í því að halda sínum „helmingi“ af kökunni. Það sést best á töflunni sem fylgir hér fyrir neðan þar sem talin er upp formennska í 19 nefndum á vegum Kópavosbæjar.

Nefnd  
Atvinnu- og upplýsinganefnd 

D

Bæjarráð

B

 
Bæjarstjórn 

D

Byggingarnefnd 

D

Ferlinefnd 

D

Félagsmálaráð

B

 

Forvarnarnefnd

B

 
Hafnarstjórn 

D

Húsnæðisnefnd

B

 
Íþrótta- og tómstundaráð 

D

Jafnréttisnefnd

B

 
Leikskólanefnd

B

 
Lista og menningarráð 

D

Skipulagsnefnd

B

 
Skólanefnd

B

 
Umferðarnefnd

B

 
Umhverfisráð 

D

Vinabæjarnefnd

B

 
Heilbrigðisnefnd 

D

Alls:

10

9

Fjöldi nefnda 

19

 

Það er margt áhugavert við þessa töflu, helst þó það að Framsóknarflokkurinn sem á 1 fulltrúa (EINN fulltrúa) í bæjarstjórn hefur formennsku í 10 nefndum á móti 9 nefndum Sjálfstæðisflokks og eiga þeir þó 5 bæjarfulltrúa!

Eftir miklar deilur milli oddvita flokkanna tveggja sl. haust gaf Ómar Stefánsson út þá yfirlýsingu að semja þyrfti um samstarf flokkanna uppá nýtt ætlaði Gunnar Birgisson sér að snúa aftur í bæjarstjórn. Gunnar er kominn aftur og á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 23. mars kom í ljós um hvað hafði verið samið. Framsóknarflokkurinn fékk formennsku í félagsmálaráði og orðrómur segir að samið hafi verið um að Ómar verði bæjarstjóri í Kópavogi eftir næstu kosningar, nái flokkarnir til þess styrk.

Nú er það staðfest að Gunnar ætlar að taka sæti á lista Sjálfstæðismanna. Það liggur því beinast við að álykta sem svo að þeir fóstbræður Ómar og Gunnar séu búnir að handsala áframhaldandi samstarf, Ómar verður bæjarstjóri og Gunnar stjórnar honum áfram eins og hann hefur gert á þessu kjörtímabilli. 

Ármann, ja, hann verður áfram ósýnilegi maðurinn. Já, svona gerast kaupin í Kópavogi!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband