Leita í fréttum mbl.is

150 ungir atvinnuleitendur til starfa hjá ÍSÍ

Vinnumálastofnun hefur samið við Íþróttasamband Íslands um að skipuleggja og stjórna sjálfboðaliðastarfi fyrir um 150 unga atvinnuleitendur á á þessu ári. Samningurinn er hluti af átaki félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Vinnumálastofnunar, Ungt fólk til athafna, sem miðar að því að koma á fót um 2.200 menntunar- og starfstengdum vinnumarkaðsúrræðum fyrir unga atvinnuleitendur á þessu ári. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar og Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ undirrituðu samninginn í dag.

Samningurinn við Íþróttasamband Íslands tekur til ungmenna á aldrinum 18-24 ára sem eru tryggð innan atvinnuleysistryggingakerfisins. Miðað er við að hver sjálfboðaliði sinni verkefnum að lágmarki 15 stundir á viku. Ráðnir verða allt að fjórir verkefnisstjórar til að annast fræðslu fyrir sjálfboðaliðana, aðstoða við val á verkefnum og hafa eftirlit með þátttöku og ástundun. Vinnumálastofnun greiðir fyrir störf verkefnisstjóranna. Íþróttasambandið sér til þess að sjálfboðaliðarnir séu tryggðir við störf sín en Vinnumálastofnun stendur straum af kostnaði vegna þess.

Áratuga reynsla er af sjálfboðaliðastörfum innan íþróttahreyfinganna í landinu og hefur verið áætlað að framlag sjálfboðaliða í starfi hreyfinganna jafngildi nærri 1.000 ársverkum.

Það samstarf sem efnt hefur verið til milli stjórnvalda og félagasamtaka hér á landi til þess að takast á við atvinnuleysi ungs fólk með fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum er einstakt og ég veit til þess að aðrar Evrópuþjóðir eru farnar að horfa til Íslands sem fyrirmyndar í þessum efnum" sagði Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra við undirritun samningsins í dag.

Um 2.000 ungmenni hafa þegar verið virkjuð í fjölbreyttum úrræðum á þessu ári

Á þessu ári hefur Vinnumálastofnun tryggt um 2.000 ungmennum fjölbreytt náms- og starfstengd vinnumarkaðsúrræði hjá símenntunar- og fræðslumiðstöðvum, í framhaldsskólum í sjálfboðaliðastörfum hjá Rauða krossi Íslands og Íþróttasambandi Íslands og nú hjá Íþróttasambandi Íslands. Alls er ráðgert að koma á fót 2.200 úrræðum af þessu tagi á árinu.

Nýlega var opnuð miðstöð átaksins Ungt fólk til athafna við Suðurlandsbraut þar sem ráðgjafar Vinnumálastofnunar taka á móti ungum atvinnuleitendum og kynna þeim þau fjölmörgu vinnumarkaðsúrræði sem nú standa til boða. Þegar hefur verið tekið á móti fjölda ungmenna sem ýmist eru að hefja þátttöku í fjölbreyttum náms- og virkniúrræðum þessa dagana eða eru þegar byrjuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband