25.2.2010
Klapp á bakið
Síðustu þrjátíu ár eða svo hef ég verið á kafi í allskyns félagsstörfum sem flest varða knattspyrnu eða annað íþróttatengt. Lánið hefur leikið við mig í flestum mínum störfum þar sem ég hef undantekningarlaust starfað með hæfu, hugmyndaríku og duglegu fólki sem hefur haft sömu ástríðuna fyrir starfinu og ég. Það er mitt lán.
En alltaf öðru hvoru hef ég fundið fyrir því að nú sé nóg komið. Það sé tími til að draga línu í sandinn og segja hingað og ekki lengra. Það fer þó iðulega svo að þegar maður snýr við og þakkar fyrir samstarfið þá máist línan og eftir ákveðinn tíma fer maður að fá löngun á ný til þess að láta til sín taka. Og tækifærin til þess leynast víða.
Á dögunum kvaddi ég stjórn KSÍ eftir 8 ára starf og af þeim tímamótum klappaði knattspyrnuforystan mér á bakið og heiðraði mig með því að færa mér gullmerki KSÍ. Ásta B. vinkona mín varð sama heiðurs aðnjótandi degi á undan mér en þegar sú athöfn átti sér stað sagði hún stundarhátt við einhvern sem spurði hvort hún væri ekki á gulllistanum að svona orðuveitingar væru bara fyrir gamalt fólk! Í því var nafnið hennar kallað upp.
Við Ásta erum oftast sammála en ekki í þessu. Mér finnst það mjög mikilvægt að það fólk sem enn er fullt af starfsorku fái klapp á bakið öðru hvoru. Það fái vitneskju um að það hafi unnið gott starf, jafnvel þó það hafi aðeins starfað í nokkur ár. Það eru nefnilega ekki margir sem sjá sér fært að standa í félagsstörfum í frítíma sínum um árabil eða þaðan af lengur. Fyrir allt gott sem fólk leggur af mörkum á það skilið klapp á balið.
Stundum er sagt að laun heimsins séu óréttlæti. Það má satt vera og ég er viss um að margir sem sinna störfum innan íþróttahreyfingarinnar hafa ekki hlotið það lof sem þeir eiga skilið. Ég vona að þetta hljómi ekki eins og ég sé með sjálfhverfuna en ég, prívat og persónulega, er ákaflega stolt af því að hafa fengið gullmerki KSÍ á dögunum og ég varð ekki minna stolt í kvöld þegar vinur minn Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, nældi í mig silfurmerki Íþrótta- og ólympíusambandsins.
Það er engin hætta á að ég sé að draga mig í hlé eða ætli að hætta afskiptum af fótboltanum eða íþróttum almennt. Ég hef alltof gaman af þessu til þess en ég vil hvetja þá sem eru í aðstöðu til þess að líta í kringum sig og kappa þeim á bakið sem eiga það skilið. Íþróttafélögin og þau félagasamtök sem viðkomandi starfar fyrir mun fá það margfalt til baka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.2.2010 kl. 07:59 | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Hjartanlega til hamingju,átt þetta innilega skilið. Þú lætur líka í þér heyra ef þér er misboðið,hef ekki heyrt um að aðrir hafi gert það,varðandi korta-notkun. Það er borðleggjandi rangt,sjálfsagt að taka á því. Blika-kveðja.
Helga Kristjánsdóttir, 26.2.2010 kl. 02:04
Hjartanlega til hamingju vinkona þú átt þetta svo sannarlega skilið!
Ég geri bara eina kröfu ... að hér eftir mætirðu í grænu á Blikaleiki ;)
Elfur Logadóttir, 26.2.2010 kl. 15:07
Kvennafótboltinn á Íslandi hefur farið ótrúlega fram á undanförnum árum. Það hefur gerst fyrst og fremst vegna þess að þar hefur farið saman frábært samstarf félagsforystufólks, þjálfara og leikmanna. Í því starfi hefur þú unnið frábært óeigingjarnt starf.
Sigurður Þorsteinsson, 26.2.2010 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.