Leita í fréttum mbl.is

Hinn vafningalausi

Eitt smáatriði í málflutningi Bjarna Benediktssonar í Kastljósi gærkvöldsins vakti athygli mína öðrum fremur.

Nei, það var ekki þetta með umboðin, tryggingarnar, vafningana og turnana.

Ég hef ekki greind til að skilja það allt, en Björgvin Valur Guðmundsson á Stöðvarfirði hefur orðað það svona:

„Hitti Bjarna Ben á förnum vegi og spurði hann hvað tímanum liði. Ég veit það ekki, sagði hann; ég er bara að fara með þetta úr til veðlánarans fyrir frænda minn."

--

Nei - það var allt annað sem ég hjó eftir.

Undir lok viðtalsins spurði Helgi Seljan mjög einfaldrar spurningar:

„Segjum sem svo, að þú yrðir forsætisráðherra á morgun. Hvað er það fyrsta sem þú mundir gera?"

Svar Bjarna: „Ég mundi, Helgi, leita meira samráðs við hagsmunaðila og inni á þinginu."

Þetta er nú aldeilis landsföðurlegt, hugsaði ég, en svo kom þetta í beinu framhaldi (og líklega er ráðlegt að lesa þetta hægt):

„Ég tel að þingið sé í ákveðnu uppnámi og því er haldið stöðugt í spennitreyju með því að það eru sett á dagskrá mál sem engin sátt getur tekizt um. Við sjáum það núna til dæmis í sjávarútvegsmálum, að það er hótað fyrningarleiðinni og útvegsmenn eru allir á háa c-inu yfir því, að við erum annars vegar með einhverja sáttanefnd og hins vegar erum við með mál í þinginu sem gera allt brjálað, eins og skötuselsmálið er dæmi um."

Ja, nú skyldi ég hlæja hefði ég húmor.

Það fyrsta sem formanni Sjálfstæðisflokksins kemur í hug, þegar hann er spurður um veigamestu viðfangsefni samtímans, er að það sé allt brjálað út af þingmáli um skötusel.

En ég vil ekki náttúrlega vera dónalegur.

Nefni þess vegna ekki hér að LÍÚ neitar að mæta á fundi sáttanefndar ríkisstjórnarinnar og hótar að sigla flotanum í land; ég nefni ekki upphaflega tilganginn með kvótakerfinu, að auka vöxt og viðgang fiskistofnanna (já, einmitt), að tryggja hagkvæmar veiðar (hvort skuldar útgerðin 500 eða 600 milljarða?) og treysta framtíð sjávarbyggða í landinu (já, það líka).

Ég nefni heldur ekki strandveiðarnar nýlegu, sem eru ekki gallalausar, en eru eina alvörutilraunin sem gerð hefur verið til að brjóta upp harðlæstan einokunaraðgang LÍÚ að miðunum og reyndust sumum smærri sjávarbyggðum eins og súrefnis- og vítamínsprauta á liðnu sumri.

Þetta nefni ég vitaskuld ekki - en ég er óendanlega þakklátur formanni Sjálfstæðisflokksins fyrir að minna okkur á hvað honum og flokknum er efst í huga og hvaða raddir hann heyrir sem eru helzt á háa c-inu. Og hvað það er, sem gerir í raun og veru „allt brjálað" í samfélaginu.

Hann kom því frá sér alveg vafningalaust.

 

Grein þessa skrifaði Karl Th. Birgisson

Sjá http://www.herdubreid.is/?p=1426


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já.... Bjarni staðfestir bara það sem við vitum.  Ferlegt alveg.   

Anna Einarsdóttir, 4.2.2010 kl. 15:20

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Hvað er hægt að segja? Þetta er ekki Sjálfstæðisflokkurinn þetta er bara formaður hans. Svo það er enn von.

Guðlaugur Hermannsson, 4.2.2010 kl. 18:04

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi viðtalsþáttur er staðfesting á hve formaður Sjálfstæðisflokksins er margflæktur í vafasama fjármálaglæfra. Og Sjálfstæðisflokkurinn er samur við sig að birta lágmarksupplýsingar.

Hver skyldu markmiðin vera? Skyldi það vera að grafa sem fyrst undan ríkisstjórninni, komast aftur til valda og stoppa rannsóknina á fjárglæfrunum og bankahruninu? Þá skriðu væntanlega fjárglæframennirnir fram úr rottuholum sínum með hudruði milljarðana og greiddu himinháar fjárhæðir í kosningasjóði Sjálfstæðisflokksins.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 4.2.2010 kl. 18:16

4 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Menn geta svo velt því fyrir sér hvort maður sem veit ekki uppá hvað hann skrifar eða til hvers það er ætlað geti verið forsætisráðherra lýðveldisins. Hann hringir kannski bara í Váboðan Sigmund Davíð og biður hann um að spyrja pabba sinn hvað eigi að gera.

Tjörvi Dýrfjörð, 5.2.2010 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband