4.2.2010
Hinn vafningalausi
Eitt smáatriði í málflutningi Bjarna Benediktssonar í Kastljósi gærkvöldsins vakti athygli mína öðrum fremur.
Nei, það var ekki þetta með umboðin, tryggingarnar, vafningana og turnana.
Ég hef ekki greind til að skilja það allt, en Björgvin Valur Guðmundsson á Stöðvarfirði hefur orðað það svona:
Hitti Bjarna Ben á förnum vegi og spurði hann hvað tímanum liði. Ég veit það ekki, sagði hann; ég er bara að fara með þetta úr til veðlánarans fyrir frænda minn."
--
Nei - það var allt annað sem ég hjó eftir.
Undir lok viðtalsins spurði Helgi Seljan mjög einfaldrar spurningar:
Segjum sem svo, að þú yrðir forsætisráðherra á morgun. Hvað er það fyrsta sem þú mundir gera?"
Svar Bjarna: Ég mundi, Helgi, leita meira samráðs við hagsmunaðila og inni á þinginu."
Þetta er nú aldeilis landsföðurlegt, hugsaði ég, en svo kom þetta í beinu framhaldi (og líklega er ráðlegt að lesa þetta hægt):
Ég tel að þingið sé í ákveðnu uppnámi og því er haldið stöðugt í spennitreyju með því að það eru sett á dagskrá mál sem engin sátt getur tekizt um. Við sjáum það núna til dæmis í sjávarútvegsmálum, að það er hótað fyrningarleiðinni og útvegsmenn eru allir á háa c-inu yfir því, að við erum annars vegar með einhverja sáttanefnd og hins vegar erum við með mál í þinginu sem gera allt brjálað, eins og skötuselsmálið er dæmi um."
Ja, nú skyldi ég hlæja hefði ég húmor.
Það fyrsta sem formanni Sjálfstæðisflokksins kemur í hug, þegar hann er spurður um veigamestu viðfangsefni samtímans, er að það sé allt brjálað út af þingmáli um skötusel.
En ég vil ekki náttúrlega vera dónalegur.
Nefni þess vegna ekki hér að LÍÚ neitar að mæta á fundi sáttanefndar ríkisstjórnarinnar og hótar að sigla flotanum í land; ég nefni ekki upphaflega tilganginn með kvótakerfinu, að auka vöxt og viðgang fiskistofnanna (já, einmitt), að tryggja hagkvæmar veiðar (hvort skuldar útgerðin 500 eða 600 milljarða?) og treysta framtíð sjávarbyggða í landinu (já, það líka).
Ég nefni heldur ekki strandveiðarnar nýlegu, sem eru ekki gallalausar, en eru eina alvörutilraunin sem gerð hefur verið til að brjóta upp harðlæstan einokunaraðgang LÍÚ að miðunum og reyndust sumum smærri sjávarbyggðum eins og súrefnis- og vítamínsprauta á liðnu sumri.
Þetta nefni ég vitaskuld ekki - en ég er óendanlega þakklátur formanni Sjálfstæðisflokksins fyrir að minna okkur á hvað honum og flokknum er efst í huga og hvaða raddir hann heyrir sem eru helzt á háa c-inu. Og hvað það er, sem gerir í raun og veru allt brjálað" í samfélaginu.
Hann kom því frá sér alveg vafningalaust.
Grein þessa skrifaði Karl Th. Birgisson
Sjá http://www.herdubreid.is/?p=1426
Það er aumt ástandið hjá Sjálfstæðisflokknum sem getur ekki skilað ársreikningum fyrir árið 2008 til Ríkisendurskoðunar eins og stjórnmálaflokknum ber. Að sögn framkvæmdstjóraflokksins þá tefst verkið vegna þess hve umfangsmikið það er. Þetta er kunnugleg afsökun hjá honum því hann notaði hana líka þegar hann var spurður afhverju ekkert af þeim fyrirtækjum sem styrktu Valhöll um 330 milljónir árin
2002-2006 hefðu verið nafngreind og afhverju var ekki gert grein fyrir styrkjum til allra aðildarfélaga flokksins á tímabilinu.
Minna má í því sambandi að nú starfa 15 manns í Valhöll en ekki tekst þeim að ganga frá reikningum sínum. Ætli fjármálin þoli ekki dagsljósið?
Samfylkingin býr sig nú af krafti undir sveitarstjórnarkosningarnar laugardaginn 29. maí næstkomandi. Sveitarstjórnarmálin verðskulda miklu meiri athygli í fjölmiðlum en þau hafa verulega pólitíska þýðingu, bæði fyrir landið og flokkinn. Sveitarfélögin stjórna þeim málaflokkum sem skipta fjölskyldurnar hvað mestu máli og í ráði er að fela þeim enn stærri verkefni. Fjárhagur þeirra og afkoma skiptir einnig miklu máli fyrir heildarhag þjóðarbúsins. Ríkisstjórn mín hefur lagt kapp á að efna til meira og betra samstarfs við sveitarfélögin í landinu en áður hefur tíðkast og vinna í samvinnu við þau sóknaráætlun fyrir landið um leið og leitast verður við að finna þeim styrkari fjárhagsgrundvöll og styrkja skipulag þeirra og svæðasamvinnu. Ríki og sveitarfélög verða að vinna saman ef við ætlum að ná tökum á rekstri þjóðarbúsins og sækja fram til aukinnar velsældar og velferðar á ný.
Kosið á sex stöðum
Um helgina verður valið á lista Samfylkingarinnar í sex sveitarfélögum, Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Akureyri,Mosfellsbæ og Hafnarfirði. Samtals er um að ræða 78 frambjóðendur, 43 karlar og 35 konur. Samfylkingin hefur verið í fararbroddi í jafnræði milli kynja á framboðslistum og ég treysti því að enda þótt færri konur séu framboði en karlar þá halli ekki á konurnar þegar upp er staðið. Ríkisstjórnin hefur gert sitt í þessum efnum með því að efna til sérstaks átaks þar sem konur eru hvattar til þess að gefa kost á sér á lista í sveitarstjórnarkosningum og stefna hátt. Í þeirri endurreisn og uppgjöri sem nú stendur þurfum við á konum að halda í forystunni.
Nýjungar í boði
Á hverjum stað ræður flokksfélagið aðferðinni við að velja á lista og ég fagna því að farnar eru nýjar leiðir sums staðar. Það er engin ein aðferð sú eina rétta og því er fjölbreytni sem gefur nýja reynslu af hinu góða. Þannig er til að mynda í fyrsta sinn forvalsfundur hjá Samfylkingunni í Kópavogi og kosið um hvert og eitt hinna sex efstu sæta. Í fyrsta sinn verður nú boðinn fram hreinn Samfylkingarlisti á Seltjarnarnesi og þar verður viðhaft forval við val í efstu sætin. Sem fyrr er Samfylkingin eini flokkurinn sem heldur netprófkjör eins og gert var í í öllum kjördæmum fyrir síðustu alþingiskosningar. Í tveimur af bæjarfélögunum sex verður netprófkjör og framkvæmd þess gefur okkur dýrmæta reynslu inn í framtíðina.
Traust jarðsamband
Ég fagna því einnig að allstaðar þar sem Samfylkingin býður fram er myndarlega staðið að málum, gefin út kynningarblöð og haldnir sameiginlegir kynningarfundir frambjóðenda. Það er enginn viðvaningsbragur á undirbúningi og það sýnir að flokksstarfið er í traustum og öruggum höndum. Framboð til sveitarstjórnarkosninga eru Samfylkinginni sérstaklega mikilvæg og þaðan hefur flokkurinn sótt marga öfluga forystumenn. Það er m.a. skýringin á því að á vettvangi Samfylkingarinnar er öflug forystusveit sem hefur hlotið þjálfun og eldskírn í félags- og stjórnmálastarfi með fólkinu í landinu. Þetta er okkar trausta jarðsamband sem hefur gefið Samfylkingunni sjálfsöryggi og festu til þess að láta að sér kveða svo um munar í íslenskum stjórnmálum.
Góðir félagar, tökum þátt í vali á frambjóðendum okkar um helgina og sækjum fram til sigurs undir merkjum Samfylkingarinnar í vor.
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar
28.1.2010
Almennt minnisleysi og doði
Almennt minnisleysi og doði alltof margra okkar Íslendinga gerir það að verkum að við verðum að spyrja í sífellu þessara spurninga:
- Hvaða flokkur sat aftur við völd yfir íslenskri stjórnsýslu samfleytt í 18 ár, allt til 2009?
- Hvaða tveir flokkar hafa setið saman við völd á Íslandi lengst af lýðveldistímanum og "áttu" sér tvö viðskiptaveldi, stundum kennd við Kolkrabba og Smokkfisk, þar sem pólitísk og viðskiptaleg völd tvinnuðust saman?
- Hvaða tveir flokkar stýrðu einkavæðingu bankanna á grundvelli sömu helmingaskiptareglu og áður hafði gilt um embætti og viðskiptavöld?
- Hvaða flokkur skildi framkvæmdastjórann sinn og nánasta trúnaðarvin formanns síns eftir sem varaformann í bankaráði einkavædds Landsbanka sem hægri hönd Björgólfs Guðmundssonar allt að hruni bankans?
- Hvaða flokkur hefur rekið dýrustu prófkjör Íslandssögunnar og um leið fengið hærri einstaka styrki frá fyrirtækjum en nokkur annar (25 og 30 milljónir frá Landsbanka og FL Group fyrir EINAR kosningar)?
- Hvaða flokkur hefur ekki birt nein nöfn á fyrirtækjunum sem styrktu höfuðstöðvar flokksins og ENGAR UPPLÝSINGAR um alla styrkina til kjördæmisráða og aðildarfélaga eins og þó er orðið skylt?
Er svarið við 330 milljóna spurningunni að finna í viðhenginu?
28.1.2010
Hvað segja krakkarnir aftur
Bwah ... er það ekki?
En svona tala aðeins alvöru Sjálfstæðismenn
Vonandi verður Gunnar Birgisson leiðtogi í bæjarmálum enn um sinn, hann hefur mikla yfirsýn, bæði félagslega og fjárhagslega, manna líklegastur til að finna sparnaðarleiðir án þess að skerða grunngildi í velferð bæjarbúa og hafa samfélagsleg gildi umfram allt að leiðarljósi.
Svo mörg voru þau orð!
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson