10.3.2009
Hver er Eva Joly
Þegar ég sá Evu Joly í Silfri Egils á laugardag hugsaði ég með mér að hún minnti mig á einhverja konu sem ég hafði séð áður.
Þessi hugsun lét mig í friði um helgina en í dag þegar fréttir bárust af því að hún hefði verið ráðin sem sérlegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar þá fór ég aftur að hugsa um það á hvern konan minnti mig. Nú undir kvöld kom svarið!
9.3.2009
Eins og smákrakkar í drullupolli
Mér varð það á nú um það leyti sem ég ætlaði í háttinn að athuga hvort þingmenn okkar væru ekki örugglega hættir að þrasa. Margir þeirra eru með ung börn á sínu framfæri sem þarf að koma í skóla í fyrramálið og sumir eiga jafnvel maka sem bíða þeirra heima og hafa ekkert séð þá í allan dag, nema í gegnum sjónvarpið. Ekki má heldur gleyma því að þingmennirnir okkar eiga erfiðan dag fyrir höndum á morgun því það eru nefndafundir í fyrramálið og sjálfsagt þurfa þessar elskur að undirbúa sig eitthvað fyrir það.
En viti menn þegar ég stillti á sjónvarp Alþingi þá tíndist upp hver sjálfstæðismaðurinn á fætur öðrum, já og Jón Magnússon hvar í flokki sem hann nú er, og ræddu ... ekki frumvarp um breytingu á lögum um lífeyrissparnað, ekki frumvarp um stjórnskipunarlög, ekki frumvarp um atvinnuleysistryggingar, ekki frumvarp til laga um embætti sérstaks saksóknara, ekki frumvarp um heimild til samninga um Helguvík, ekki ... já, svona mætti lengi telja. Nei sjálfstæðismenn ræddu um fundarstjórn forseta. Og af hverju voru þeir að ræða um fundarstjórn forseta, vegna þess að þeir vildu fara að komast heim!
Ef sjálfstæðismenn hefðu ekki hagað sér eins og smákrakkar í drullupolli á þinginu í allan dag þá væru þeir sjálfsagt komnir heim. Þess í stað hafa þeir haldið uppi málþófi í umræðu um frumvarp til laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Það er gott og þarft mál og þarfnast sannarlega ítarlegrar umræðu, en þó ekki svo ítarlegrar að allir þingmenn sjálfstæðisflokks þurfi að koma upp og nýta ræðutíma sinn til hins ýtrasta og að þeir þurfi allir að veita andsvar við ræðu hvers annars. Þetta háttalag, sem hefur staðið frá því klukkan fjögur í dag, kölluðu sjálfstæðismenn ekki málþóf nú undir miðnættið, þetta vildu þeir meina að væri sérkennileg fundarstjórn forseta.
Mikið óskaplega held ég að Sjálfstæðismönnum líði illa á þinginu nú þegar þeir eru loksins komnir í stjórnarandstöðu og eru nú í hlutverki þeirra fávísu, ómerkilegu stjórnarandstæðinga sem þeir hafa talað niður til á 18 ára samfelldri setu sinni í ríkisstjórn. Ég veit og vona að forseti Alþingis, skólastjórinn Guðbjartur Hannesson, muni ekki láta þessi spilltu krakkarassgöt villa um fyrir sér. Fundurinn mun sjálfsagt standa fram á nótt og ég veit að Guðbjartur mun með þolinmæði sinni og þrautsegju landa þingmönnum sjálfstæðisflokks eins og smáfiski sem hann veiddi sem polli við pollann á Akranesi í den.
Þingmönnum og þjóðinni býð ég góða nótt og vona að hinum kjörnu fulltrúum okkar muni farnast betur í þingstörfum á morgun en þeir gerðu í dag. Landi og þjóð til heilla!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í dag bárust af því fréttir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefði tekið ákvörðun um að draga sig í hlé frá stjórnmálum. Ég verð að segja að mér finnst þessi ákvörðun ákaflega skynsamleg. Persónulega þekki ég Ingibjörgu Sólrúnu ekki neitt, en ég veit hvernig það er að vera veikur og ég veit það líka hvernig það er að liggja inná spítala og leggja líf sitt í hendur þess fólks sem þar starfar. Mér fannst það því vægast sagt undarleg ákvörðun hjá henni að draga sig ekki í hlé þegar hún greindist með sitt mein í byrjun október.
Ég hef frá því að bankahrunið dundi á okkur ítrekað sagt mína skoðun á ástandinu hér á blogginu. Ég hef alls ekki alltaf verið ánægð með stöðuna og þær ákvarðanir sem hafa verið teknar, en ég hef þá trú að þetta skref Ingibjargar Sólrúnar verði til þess að flokkurinn fái endurnýjað traust landsmanna. Framundan eru vægast sagt spennandi tímar í prófkjörum, bæði hér í Suðvesturkjördæmi og ekki síður í Reykjavík. Það er von mín að flokknum og flokksmönnum beri gæfa til að velja sér kröftugan og aflmikinn formann sem mun leiða Ísland í átt að nýjum tímum þar sem hugsjónir jafnaðarmanna verði hafðar í forgrunni.
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur færi ég bestu óskir um góðan bata og ég veit að hún hefur ekki sagt sitt síðasta orð þó hún dragi sig nú í hlé um stundarsakir.
Undanfarnar vikur (ok, mánuði) hef ég haft uppi skoðanakönnun um besta íslenska lagatextann.
Nú hafa 303 svarað spurningunni og niðurstaðan er að þrjú lög skera sig nokkuð úr. Gústi guðsmaður eftir Gylfa Ægisson fór með sigur af hólmi með 20,5% atkvæða, Tvær stjörnur eftir Megas höfnuðu í 2. sæti með 16,8% atkvæða og í þriðja sæti var lagið Jesú Kristur og ég eftir Vilhjálm frá Skálholti. Niðurstaðan er nokkuð í takti við það sem ég hafði ímyndað mér, kannski fyrir utan það að ég hefði talið að Vetrarsól Ólafs Hauks Símonarsonar myndi njóta meiri vinsælda.
Þeim sem kusu þakka ég fyrir þátttökuna og hvet þig um leið til þess að taka þátt í næstu könnun sem kemur á netið á eftir.
Niðurstaðan er skoðanakönnunarinnar er eftirfarandi:
- Gústi Guðsmaður (Gylfi Ægisson) 20,5%
- Tvær stjörnur (Megas) 16,8%
- Jesú Kristur og ég (Vilhjálmur frá Skáholti) 13,5%
- Pípan (Ragnar Ingi Aðalsteinsson) 9,9%
- Syndir feðranna (Bubbi Morthens) 9,9%
- Söknuður (Vilhjálmur Vilhjálmsson) 9,6%
- Líf (Stefán Hilmarsson) 6,6%
- Skýið (Vilhjálmur Vilhjálmsson) 6,6%
- Róninn (Magnús Eiríksson) 3,3%
- Vetrarsól (Ólafur Haukur Símonarson) 3,3%
Tónlist | Breytt 10.3.2009 kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2009
Frábær bókamarkaður í Perlunni
Í dag lét ég loks verða af því að fara í bókamarkaðinn í Perlunni. Var svo sem ekki með það í huga að fjárfesta í mörgum bókum, en hver veit hvað maður getur dottið ofan í þegar á staðin er komið. Ég keypti 24 bækur, flestar á innan við 1000 krónur og langflestar fyrir lesendur yngri en 10 ára.
Hér er bókalistinn (verðið í sviga fyrir aftan)
- Dalavísur, Ragnar Ingi Aðalsteinsson (190)
- Bestu vinir, Hulton Getty (490)
- Orð dagsins úr Biblíunni, Ólafur Skúlason valdi (490)
- Einfætti tindátinn, ævintýri (190)
- Aladdín og töfralampinn, ævintýri (190)
- Þrír grísir, ævintýri (190)
- Emil í Kattholti - stórbók, Astrid Lindgren (1.490)
- Elsku Míó minn, Astrid Lindgren (990)
- Lína Langsokkur - stórbók, Astrid Lindgren (1.490)
- Oliver Twist, Charles Dickens (790)
- Nú heitir hann bara Pétur, Guðrún Helgadóttir (390)
- Jón Oddur og Jón Bjarni, Guðrún Helgadóttir (990)
- Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna (990)
- Nýju fötin keisarans, H.C. Andersen (590)
- Litla stúlkan með eldspýturnar, H.C. Andersen (590)
- Töfraskórnir, Enid Blyton (390)
- Fríða, Disney (290)
- Veldissproti Ottókars konungs, Hergé (490)
- Skurðgoðið með skarð í eyra, Hergé (490)
- Vandræði ungfrú Valíu Veinólínó, Hergé (490)
- Krabbinn með gylltu klærnar, Hergé (490)
- Kolafarmurinn, Hergé (490)
- Leynivopnið, Hergé (490)
- Tinni í Tíbet, Hergé (490)
Hafir þú ekki þegar farið í bókamarkaðinn, þá hvet ég þig eindregið til að fara, sennilega getur þú þannig upplifað ódýrasta ferðalag sem þú hefur farið í.
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson