Leita í fréttum mbl.is

Jafntefli í góðum leik

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu gerði 1-1 jafntefli við Finna í vináttuleik í dag. Miðað við þær fréttir sem ég hef af leiknum þá var leikurinn jafn og spennandi og e.t.v. má segja að niðurstaðan hafi nokkuð í samræmi við væntingar. Það er þó alltaf jafnfúlt að missa sigur niður í jafntefli í uppbótartíma.

Í frétt á vefsíðu KSÍ er skemmtileg frásögn af leiknum en það vakti sérstaka athygli mína að kór Neskirkju hafði sig nokkuð í frammi á pöllunum en kórinn er í ferðalagi í Finnlandi. Gott hjá þeim að mæta á völlinn og styðja stelpurnar, frábært. Miðað við leikinn í dag má reikna með að stelpurnar hafi eignast nokkra nýja aðdáendur sem munu ekki láta sig vanta á landsleikina hér heima í sumar.

Frásögn af leiknum á vef KSÍ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

má ekki reikna með að leikurinn hafi verið nokkuð jafn úr því hann endaði með jafntefli?

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 23:50

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þó nokkuð jafn leikur a.m.k. ?  Er það ekki annars?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.5.2008 kl. 01:43

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ég man eftir tveimur leikjum sérstaklega þar sem Ísland lék og gerði jafntefli. Annars vegar A-liðið gegn Bandaríkjunum og hins vegar U17 ára liðið gegn Þjóðverjum. Í báðum þessum leikjum sóttu mótherjar okkar viðstöðulaust og áttu marga tugi skota að okkar marki en í báðum leikjunum komust íslensku stelpurnar í 1-2 skóknir og skoruðu eitt mark sem dugði þeim til jafnteflis.

Jafnteflisleikir þurfa því ekki endilega að vera jafnir rétt eins og leikir sem enda 4-0 eða eitthvað slíkt þurfa ekki að vera rótburst!  Allt er afstætt.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 5.5.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 129481

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband