Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Hversu rétt var þetta hjá mér?

Í síðustu viku dundaði ég mér við að finna mátulega formenn nefnda. Ég gekk út frá því að flokkarnir fengju formennsku í þeim nefndum þar sem þeir áttu ekki ráðherra málaflokksins. Skemmst er frá því að segja að þetta var algjörlega rangt hjá mér!

Niðurstöður mínar hafa þar af leiðandi verið heldur hæpnar og hef ég ekki hitt á einn einasta formann réttan. Skáletruðu nöfnin í svigunum eru ágiskanir mínar en ég komst næst réttu svari þegar ég sagði að Ágúst Ólafur myndi verða formaður Allsherjarnefndar.

Formenn nefnda:
Allsherjarnefnd: Birgir Ármannsson (Ágúst Ólafur Ágústsson - (varaformaður))
Landbúnaðar- og sjávarútvegsnefnd: Arnbjörg Sveinsdóttir (Katrín Júlíusdóttir)
Efnahags- og skattanefndar: Pétur Blöndal (Bjarni Benediktsson)
Viðskiptanefnd: Ágúst Ólafur Ágústsson (gerði ekki ráð fyrir þessari nefnd)
Menntamálanefndar: Sigurður Kári Kristjánsson (Guðbjartur Hannesson)
Félags- og trygginganefndar: Guðbjartur Hannesson (Guðfinna Bjarnadóttir)
Samgöngunefndar: Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Kristján Þór Júlíusson)
Fjárlaganefndar: Gunnar Svavarsson (Árni Páll Árnason)
Heilbrigðisnefndar: Ásta Möller (Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir (Ágúst Ólafur varaformaður))
Umhverfisnefndar: Helgi Hjörvar (Illugi Gunnarsson)
Iðnaðarnefndar: Katrín Júlíusdóttir (Ármann Kr. Ólafsson)
Utanríkismálanefndar: Bjarni Benediktsson (Pétur H. Blöndal)

Fulltrúar Samfylkingarinnar í forsætisnefnd verða Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Einar Már Sigurðarson.

Formenn þingflokka:
Sjálfstæðisflokks: Arnbjörg Sveinsdóttir
Samfylkingar: Lúðvík Bergvinsson (Gunnar Svavarsson)

Forseti Alþingis:
Sturla Böðvarsson

 


Bloggvinir

Þeir sem til mín þekkja vita að ég hef ekki verið sérlega hrifin af hinu svokallað "bloggi", þ.e. vefsíðum eins og þeirri sem ég held hér úti. Hinsvegar er þessi aðferð til að tjá sig um menn og málefni ágæt að mörgu leyti. Helsti kostur þess að halda úti bloggsíðu tel ég vera þá að þar geta menn átt skoðanaskipti um ýmis málefni.  Þess vegna finnast mér bloggsíður þar sem lokað er fyrir athugasemdir heldur klénar, nefni ég þar sem dæmi bloggsíðu Björns Inga Hrafnssonar borgarfulltrúa og Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Báðir ausa þeir úr skálum visku sinnar og stundum reiði á síðurnar sínar en gefa ekki neinum færi á að svara þeim.  Þetta þykir mér aumt.

Undanfarin ár hef ég haldið úti vefsíðu á slóðinni www.ingibjorg.net. Þar hef ég birt hugðarefni mín af ýmsum toga, s.s. ljóðagerð, stjórnmálum og íþróttaumfjöllun. Ég hef ekki haft löngun til að leyfa athugasemdir á vefsíðuna mína en stundum hefur mér þó legið eitthvað á hjarta sem ég vil deilda með öðrum og jafnvel fá "feedback" á. Þessvegna opnaði ég þetta blogg.

Mér finnst ekkert sérstakt að blogga um fréttir. Geri það afar sjaldan. Stundum kemur það þó fyrir en það er hending ef ég tengi skoðun mína við fréttina, það kemur þó stundum fyrir. Það hefur enda komið í ljós að bloggið mitt er það sem minnst er lesið af öllum bloggum landsins, og er ég nokkuð sátt við það.

Ég ákvað í fyrstu að eignast ekki neina bloggvini. Fannst það óþarfi, ég á fullt af alvöru vinum. En í dag brá svo við að ég sá að það hafði maður bankað á dyrnar hjá mér og óskaði eftir því að verða bloggvinur minn. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að samþykkja það, enda er sá hinn sami góður kunningi minn, þó við deilum svo sem ekki sömu skoðunum í pólitík (eða íþróttum). En við störfum að hluta til á sama vinnustað, hann sem stjórnarmaður og ég sem starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fyrsti bloggvinur minn (og sá eini, enn sem komið er) er Árni Þór Sigurðsson, nýkjörinn alþingismaður fyrir flokk VG. Býð ég hann velkominn í vinahópinn!


Mínir þingmenn

Ég er ákaflega stolt af mínu fólki á Alþingi, þingmönnum Samfylkingarinnar. Mínir uppáhaldsþingmenn eru:

Ágúst Ólafur Ágústsson,  Árni Páll Árnason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Einar Már Sigurðarson, Ellert B. Schram, Guðbjartur Hannesson, Gunnar Svavarsson, Helgi Hjörvar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Karl V. Matthíasson, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lúðvík Bergvinsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson.

Að auki hef ég mikið álit á eftirtöldum þingmönnum úr öðrum flokkum en Samfylkingunni:

Björk Guðjónsdóttir, Geir H. Haarde, Guðfinna Bjarnadóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Þorgerður K. Gunnarsdóttir.

Glöggir lesendur sjá að hér eru aðeins taldir upp þingmenn Sjálfstæðisflokksins, það er ekki vegna einhverra fordóma gagnvart Framsóknarflokki, Frjálslynda flokknum eða Vinstri hreyfingunni grænu framboði, heldur eingöngu vegna þess að ég hef átt þess kost að kynnast flestum ofangreindum persónulega, eða séð til þeirra utan vettvangs stjórnmálanna. Allt er þetta fólk sem ég treysti til að setja hagsmuni þjóðarinnar fram yfir hagsmuni sjálfra sín og sinna ættingja og vina. Þannig eiga stjórnmálamenn að vera.

 


Jóhanna flott í hádegisviðtalinu

Einn al besti og markvissasti stjórnmálamaður okkar tíma er Jóhanna Sigurðardóttir. Hún var í hádegisviðtalinu á Stöð 2 á mánudag, annan í hvítasunnu, og stóð fullkomlega undir væntingum mínum.

Hún er komin á réttan stað í stjórnarráðinu, í félagsmálaráðuneytið, þar sem ég fullyrði að enginn ráðherra hefur staðið sig jafn vel og Jóhanna gerði á sínum tíma. Ég sagði hér á blogginu þann 13. maí sl. að Samfylkingin ætti erindi í ríkisstjórn og þar ætti hennar hlutverk að vera það að leiða umbætur í velferðarmálum. Þar fer Jóhanna fremst meðal jafningja.

Hádegisviðtalið á Stöð 2 styrkti þá skoðun mína að hún er besti málsvari þeirra sem minna mega sín og ekki aðeins ber ég miklar væntingar í brjósti til Jóhönnu heldur er ég þess fullviss að velferðarmálunum er vel borgið í hennar umsjón.


Hverjir fá formennsku í nefndum?

Nú er ljóst hverjir verða ráðherrar en ég hef líka dundað mér við að spá fyrir um formennsku í nefndum, sem eru ákaflega mikilvægar, þó svo að þær séu svo sem ekki ígildi ráðherrastóls. Hér fyrir neðan hef ég uppfært listann sem ég birti fyrst um daginn. 

Ég hef engar upplýsingar um það hvernig þetta verði, fyrir utan það að Arnbjörg verður formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks og Sturla verður forseti Alþingis. Annað eru hreinir og klárir spádómar. Nú er bara að bíða og sjá hversu spámannlega ég er vaxin.

Formenn nefnda:

Allsherjarnefndar: Ágúst Ólafur Ágústsson
Atvinnumálanefndar: Katrín Júlíusdóttir
Efnahags- og viðskiptanefndar: Bjarni Benediktsson
Menntamálanefndar: Guðbjartur Hannesson
Félagsmálanefndar: Guðfinna Bjarnadóttir
Samgöngunefndar: Kristján Þór Júlíusson
Fjárlaganefndar: Árni Páll Árnason
Heilbrigðisnefndar: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Umhverfisnefndar: Illugi Gunnarsson
Iðnaðarnefndar: Ármann Kr. Ólafsson
Utanríkismálanefndar: Pétur H. Blöndal

Formenn þingflokka:
Sjálfstæðisflokks: Arnbjörg Sveinsdóttir
Samfylkingar: Gunnar Svavarsson

Forseti Alþingis:
Sturla Böðvarsson


Þingvallastjórnin

Ég var nú svo sem ekki brjálæðislega langt frá þesu, og svo sem ekki nálægt því heldur. Gerði ekki ráð fyrir uppstokkun ráðuneyta en ég hafði rétt fyrir mér með Geir H. Haarde, Árna M. Mathiesen, Jóhönnu Sigurðardóttur og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Þá gat ég mér rétt til um að Guðlaugur Þór Þórðarson, Össur Skarphéðinsson og Björgvin G. Sigurðsson yrðu ráðherrar.

Niðurstaðan varð sem sagt sú að ráðherrar Sjálfstæðisflokks verða: Geir H. Haarde forsætisráðherra, Björn Bjarnason Dóms- og kirkjumálaráðherra, Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra, Einar K. Guðfinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður menntamálaráðherra.

Ráðherrar Samfylkingarinnar verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Össur Skarphéðinsson, iðnaðar- og byggðamálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og Kristján Möller verður ráðherra samgöngumála og reyndar sveitarstjórnarmála líka.

Ég ber miklar væntingar í brjósti til þessarar ríkisstjórnar og vona að hún muni verða farsæl í öllum sínum störfum. Íslenskri þjóð til heilla.

 


Þetta líst mér betur á!

Svona stjórn líst mér betur á!! Get reyndar hugsað mér að skipta á heilbrigðis- og tryggingarmálunum fyrir Iðnaðar og viðskiptamálin og þá myndu viðkomandi ráðherrar fylgja skiptunum.

  • Forsætisráðherra og ráðherra hagstofunnar: Geir H. Haarde (D)
  • Dóms- og kirkjumálaráðuneyti: Guðlaugur Þór Þórðarson (D)
  • Félagsmálaráðuneytið: Jóhanna Sigurðardóttir (S)
  • Fjármálaráðuneytið: Árni M. Mathiesen (D)
  • Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið: Kristján Þór Júlíusson (D)
  • Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið: Katrín Júlíusdóttir (S)
  • Landbúnaðarráðuneytið: Björgvin G. Sigurðsson (S)
  • Menntamálaráðuneytið: Guðbjartur Hannesson (S)
  • Samgönguráðuneytið: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (D)
  • Sjávarútvegsráðuneytið: Össur Skarphérðinsson (S)
  • Umhverfisráðuneytið: Bjarni Benediktsson (D)
  • Utanríkisráðuneytið: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (S)
  • Forseti alþingis: Þórunn Sveinbjarnardóttir (S)

D-listi teflir fram fimm körlum og einni konu. Tveir ráðherrar koma úr Suðvesturkjördæmi, einn úr hvoru Reykjavíkurkjördæminu, einn úr Suðurkjördæmi og einn úr Norðausturkjördæmi.

S-listi teflir fram þremur konum og þremur körlum. Tveir ráðherrar koma úr Reykjavíkurkjördæmi norður, einn úr Reykjavík suður, einn úr Suðvesturkjördæmi, einn úr Norðvesturkjördæmi og einn úr Suðurkjördæmi.

Samtals dreifast því ráðherrar þannig að þrír ráðherrar koma úr Suðvesturkjördæmi og úr Reykjavíkurkjördæmi norður, tveir ráðherrar úr reykjavíkurkjördæmi suður, tveir úr suðurkjördæmi, og einn úr hvoru norðurkjördæminu. Alls tólf ráðherrar, fjórar konur og átta karlar. Ég spái því að auki að Þórunn Sveinbjarnardóttir verði forseti alþingis.

Til að spá enn frekar get ég svo sem líka spáð því að formaður í: 

  • allsherjarnefnd verði Ágúst Ólafur Ágústsson
  • landbúnaðarnefnd verði Sturla Böðvarsson
  • efnahags- og viðskiptanefnd verði Gunnar Svavarsson
  • menntamálanefnd verði Guðfinna Bjarnadóttir
  • félagsmálanefnd verði Björn Bjarnason
  • samgöngunefnd verði Kristján Möller
  • fjárlaganefnd verði Árni Páll Árnason
  • sjávarútvegsnefnd verði Einar Oddur Kristjánsson
  • heilbrigðis- og trygginganefnd verði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
  • umhverfisnefnd verði Helgi Hjörvar
  • iðnaðarnefnd verði Einar Kristinn Guðfinnsson
  • utanríkismálanefnd verði Sturla Böðvarsson

 

 


Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn?

  • Forsætisráðherra og ráðherra hagstofunnar: Geir H. Haarde (D)
  • Dóms- og kirkjumálaráðuneyti: Guðlaugur Þór Þórðarson (D)
  • Félagsmálaráðuneytið: Siv Friðleifsdóttir (B)*
  • Fjármálaráðuneytið: Árni M. Mathiesen (D)
  • Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið: Kristján Þór Júlíusson (D)
  • Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið: Valgerður Sverrisdóttir (B)**
  • Landbúnaðarráðuneytið: Guðni Ágústsson (B)***
  • Menntamálaráðuneytið: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (D)
  • Samgönguráðuneytið: Sturla Böðvarsson (D)
  • Sjávarútvegsráðuneytið: Einar K. Guðfinnsson (D)
  • Umhverfisráðuneytið: Arnbjörg Sveinsdóttir (D)
  • Utanríkisráðuneytið: Jón Sigurðsson (B)****
  • Forseti alþingis: Björn Bjarnason (D)

Ekki beint spennandi þykir mér!

* Samúel Örn Erlingsson kallaður inná þing, Siv verður utan þings.
** Huld Aðalbjarnardóttir kölluð inná þing, Valgerður verður utan þings.
*** Helga Sigrún Harðardóttir kölluð inná þing, Guðni verður utan þings.
**** Jón Sigurðsson verður ráðherra án þingsætis.

Breytt aðfararnótt 16. maí.

 


R-lista mynstrið heldur hæpið

Í dag hefur verið mikið spáð og spekúlerað um hvaða ríkisstjórn verði mynduð. Ég hef þegar lýst þeirri skoðun minni að Samfylkingin eigi að fara með velferðarmál í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Það yrði fjölmenn og öflug ríkisstjórn þar sem málin verða stokkuð upp og menn taka nýja sýn á málin og málefnin.

Undanfarið hafa margir nefnt það að samstarf gömlu R-lista flokkanna, Samfylkingar, VG og Framsóknar, væri möguleiki til myndunar ríkisstjórnar. Það er sannarlega rétt og slíkt samstarf hefði góðan meirihluta en engu að síður ætla ég að leyfa mér að lýsa þeirri skoðun minni að slíkt samstarf yrði heldur hæpið.

Þar vegur þyngst sú staðreynd að í þingmannaliði VG er sá einstaklingur sem lagðist hvað þyngst á árarnar við það að rifta R-lista samstarfinu á sínum tíma. Í þingmannaliði VG er sá einstaklingur sem kom í veg fyrir að sátt næðist um nýjan formann Sambands íslenskra sveitarfélaga og í þingmannaliði VG er maður sem hefur verið að nudda sér utan í íhaldið leynt og ljóst undanfarin misseri.

Þarna er ég í öllum tilfellum að tala um borgarfulltrúann ÁÞS. Hans vegna er ekki á það treystandi að leggja í R-lista samstarf í ríkisstjórn og það treystir þá skoðun mína að það eigi að láta reyna á tveggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

 


Löglegt en siðlaust og ósmekklegt

Á laugardag starfaði ég sem umboðsmaður Samfylkingarinnar á kjördag. Í því starfi fólst m.a. að fara milli kjörstaða og athuga hvort kosningarnar hafi ekki farið fram svo sómi væri að. Við sem vorum í þessu starfi, þ.e. ég og Geir Þórólfsson úr Hafnarfirði, fórum saman á alla kjörstaði, nema í Kjósarhreppinn. Allsstaðar var framkvæmd kosninganna til mikillar fyrirmyndar, vel var tekið á móti okkur af kjörstjórnum og almennt voru starfsmenn þeirra glaðir að við sinntum þessari skyldu okkar. Reyndar var það þannig að við vorum ávallt fyrst á vettvang ef undan er skilin einn kjörstaður þar sem fulltrúar V-lista voru á staðnum þegar við komum.

Eins og ég sagði áður þá fór framkvæmd kosninganna almennt vel fram. Eina undantekningin þar á var í Mosfellsbæ þar sem ég fylltist vanþóknun á því siðleysi sem birtist mér er ég fór inní fjórðu og síðustu kjördeildina í Lágafellsskóla. Áður en ég held áfram þá vil ég taka það fram að formaður kjörstjórnar sem tók á móti okkur þar ber, að ég tel, enga ábyrgð á þeirri athugasemd sem ég ætla að færa fram og bar undir yfirkjörstjórn þegar yfirreið okkar var lokið. Athæfið sem ég vil segja frá var fullkomlega löglegt en svo siðlaust að það hríslaðist kalt vatn milli skinns og hörunds á mér.

Í fjórðu kjördeild í Mosfellsbæ sátu fjórir starfsmenn, eins og lög gera ráð fyrir, það sem er siðlaust er að einn þessara fjögurra starfsmanna var dóttir bæjarstjórans í Mosfellsbæ, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, sem jafnframt var í baráttusæti Sjálfstæðisflokksins í Alþingiskosningunum. Það getur ekki með nokkru móti talist eðlilegt að dóttir bæjarstjóra í einu sveitarfélagi, þar sem bæjarstjórinn er sjálfur í framboði, sitji og taki á móti kjósendum. Léttilega hefði ég getað sagt að þarna hafi farið fram áróður á kjörstað og það eina sem ég gæti hugsað mér að væri verra en þetta er ef Ragnheiður hefði sjálf setið og tekið á móti kjósendum.

Ragnheiður ber skömmina af þessu, hún samþykkti þá starfsmenn sem valdir voru til starfa í kjördeildum og það er siðblinda hennar sem varð til þess að dóttir hennar fékk að sitja inni í kjördeild og taka á móti kjósendum.

Lítið álit hafði ég á sjálfbirtingshætti sjálfstæðismanna áður en eftir þetta atvik er fyrirlitning mín algjör. Jakkkk, þetta er toppurinn á ósmekklegheitunum og siðleysinu.

 


Næsta síða »

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband