Leita í fréttum mbl.is

Afslöppun, endurfundir og skoðunarferð

Ætli sumum bloggvinum mínum þyki það ekki aumt af mér að blogga bara um afslöppun og endurfundi þegar stjórnarheimilið í Reykjavík logar stafna á milli og meirihlutinn hleypur í var, slekkur á símanum, lætur ekki ná í sig, hverfa af yfirborði Reykjavíkur!  Þetta er bara svo mikið leikrit að ég treysti mér ekki til að taka þátt í því. Fagna hins vegar hverjum þeim sem nennir að hósta, ræskja sig og hnerra út af þessari makalausu uppákomu.

Í dag brá ég mér bæjarleið frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Það er svo sem ekki í frásögur færandi en þó að því leyti að með mér var maður sem hafði sérstaklega óskað eftir því að fá leiðsögn um Kópavog, svona í leiðinni. Ég brást vitaskuld vel við beiðni hans og byrjaði á því að sýna honum elsta hluta bæjarins og fór með honum út á nes. Þar dvöldum við nokkuð við að skoða Einingaverksmiðjuna Borg og uppfyllingar á norðan- og vestanverðu Kársnesinu. Það var bara skemmtilegt að taka að sér hlutverk fararstjóra í þessari ferð og útskýra hvað hefur verið í gangi þarna, hverju íbúar voru að mótmæla sl. sumar og haust. Ég held að ég hafi ekki virkað mjög neikvæð enda er það mín skoðun að uppbygging á svæðinu sé af hinu góða, en hún má ekki verða í slíku magni að hún eyðileggi þá stemmingu sem fyrir er á Kársnesi.

Við dvöldum nokkuð lengi á Kársnesi og þar sem við áttum stefnumót í Hafnarfirði ókum við þangað og tókum þátt í bráðskemmtilegum fundi þar við hlógum í um 30 mínútur stanslaust. Mjög skemmtilegt. Á leiðinni til baka fórum við Reykjanesbraut og ókum framhjá Vífilsstaðavatni og þaðan inní nýjustu hverfi Kópavogs við Vatnsenda og Elliðavatn. Þar er mögnuð uppbygging og er þessi nýjasta viðbót við Kópavog sannarlega bæjarprýði. Sumar framkvæmdir þarna eru mér þó ekki alveg að skapi, en það var svo sem ekki lagt uppí þessa vegferð til þess að þóknast mér eða gera mér til hæfis.

Frá Vatnsenda ókum við út á Breiðholtsbraut þar sem við fórum í fljótheitum eftir Nýbýlavegi og framhjá framkvæmdum þar við Lund. Þar er enn eitt dæmi um framkvæmdir sem ekki voru í takti við íbúa bæjarins og ég held að margir séu nú að reka upp stór augu þegar þeir sjá mikla umferðargötu eins og Nýbýlaveg vera allt að því inní stofu á 2. eða 3. hæð einnar íbúablokkarinnar í Lundi.

Hvað um það, ég ætlaði ekki að skrifa bara um skoðunarferðina, um helgina liggur leið mín til fyrrum höfuðborgar Íslands, minnar uppáhaldsborgar Kaupmannahafnar. Þar ætla ég að slappa af, kíkja í heimsókn til þeirra bræðra, Tuborg og Carlsberg og fylgjast með mannlífinu í 20 stiga hita og sólskini á Nýhöfn.

Um næstu helgi eru það síðan endurfundir með félögum mínum úr MK en við fögnum um þessar mundir 25 ára útskriftarafmæli. Við höfum sett upp bloggsíðu af því tilefni, http://mk1983.blogcentral.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góða ferð til Köben Ingibjörg, mikið held ég að þú eigir eftir að njóta þessarar ferðar. Kv. Lilja

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.5.2008 kl. 23:09

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Hehe, takk fyrir það. Ég ætla að njóta ferðarinnar í botn!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 9.5.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 129485

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband