Leita í fréttum mbl.is

Þóra er verðugur forseti lýðveldisins

Sú sýn sem Þóra lýsti í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun var í fullum samhljómi við skoðanir mínar um það hvernig forsetaembættið eigi að vera. Í embætti forseta Íslands á að sitja einstaklingur sem talar kjark í þjóðina, sem sameinar, einstaklingur sem er maður sátta og samlyndis. Því miður hefur núverandi forseti brugðist í því hlutverki. Þess vegna þarf breytingu.

Mér finnst erfitt að trúa því að íslensk þjóð sé ekki sammála þessari fullyrðingu, sérstaklega nú um stundir:

Forsetinn, sem er kjörinn beint af þjóðinni, er tákn um einingu ríkisins. Sá sem er kjörinn verður fyrst og fremst að vinna að því að sameina fólk og því tel ég að hann eigi að láta stjórnmálaflokkana um hina pólitísku umræðu. 

Ef þú ert sammála þessu þá er Þóra rétti kosturinn.

Mikið hefur verið rætt um málskotsréttinn og notkun á honum. Það sem Þóra segir er svo rétt, „það ber ekki að tala um málskotsréttinn af léttúð“.

Málsskotsréttinum var ekki ætlað að vera nýttur eins og borðtuska eftir máltíðir.  Þóra sagði að ef sú staða kæmi upp að þingið ætlaði sér að keyra í gegn mál, eins og t.d. aðildarsamning að ESB án þess að spyrja þjóðina, þá væri rétt að taka málsskotsréttinn upp og beita honum. Þessu er ég hjartanlega sammála.

Forsetinn á ekki að beita sér í pólitísku dægurþrasi, hann á að vera yfir slíkt hafinn og ...

 Hann getur ekki farið út í heim og talað gegn utanríkisstefnu sem stjórnvöld hafa mótað.

Langflest af því sem Þóra talaði um í viðtalinu voru í fullkomnum samhljómi við mínar skoðanir og lokaorð hennar um arfleið sína á stóli forseta falla í frjóan jarðveg hjá mér.

Ég vona að hún (arfleifðin) verði eitthvað á þá leið að eftir mína forsetatíð þá hefðum við stigið nokkur góð skref, kannski stór, í átt að því að ná betri samhljómi

 Ég kýs Þóru Arnórsdóttur í forsetakosningunum 30. júní nk.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sæl; Ingibjörg !

Þú ert trú; flokka skriflunum. Hafa Íslendingar svo góða reynslu, af amlóðum og liðleskjum alþingis, gegnum tíðina, að öngvu megi breyta, þar um ?

Þó svo; fáránleika fortíð Ó. R. Grímssonar, sé okkur öllum kunn, megum við alveg muna einurð hans, gagnvart spilagosum : Breta - Hollendinga og innlendra Landsbanka svindlara, á árunum 2010 og 2011, þegar hann gaf landsmönnum kost á, að stinga upp í kokið á alþingis ruslinu, með eftirminnilegum hætti.

En; það lið, kemur aldrei til með, að kunna að skammast sín - ALLIR FLOKKAR, vel að merkja, Ingibjörg.

Tek fram; að Ólaf Ragnar, mun ég ekki kjósa - fremur en aðra, þar sem ég hefi aldrei tekið þátt í Forseta kosningum, síðan ég öðlaðist kosningarétt minn, árið 1980, embættið er einfaldlega of dýrt í rekstri, fyrir innan við Þrjúhundraða þúsunda manna samfélag.

Kysi fremur; 75 prósenta ódýrari Landshöfðingja - eða Ríkis stjóra, en það er önnur saga, svo sem.

Löngu tímabært; að alþingi verði afmáð - og þorri landsmanna hætti, að tigna það lið, sem þar situr / eða hefir setið, innan veggja, síðuhafi góður.   

Með ágætum kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 12:51

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll Óskar Helgi,

þakka þér fyrir athugasemdina, ég met afstöðu þína þó svo ég hefði óskað þess að orðbragðið væri öllu kurteislegra.

Með kveðjum úr Kjalarnesþingi.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 6.6.2012 kl. 14:54

3 identicon

Sæl á ný; Ingibjörg !

Ég hygg; orðbragð mitt vera, til samræmis við hið óhugnanlega ástand, sem nú ríkir í samfélaginu, Ingibjörg.

Lítt; varð það Íslendingum til gæfu, að gangast : NATÓ - EFTA, sem og EES gjörningum á höndur - sem; og á daginn er komið.

Einkagróðavæðing; hins áður kyrrláta þjóðlífs, hefir valdið okkur óbætanlegu tjóni, síðuhafi góður - og getur tekið áratugi, sem árhundruð, að koma því til betri vegu, að nýju, sýnist mér, að minnsta kosti.

Með; ekki síðri kveðjum - en þeim fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 129460

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband