Leita í fréttum mbl.is
Embla

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2008

Nú hverfur sól í haf

Herra Sigurbjörn Einarsson biskup er látinn. Ţađ kemur kannski einhverjum á óvart ađ ég skuli setjast niđur viđ tölvuna og rita hugleiđingar um mann sem ég átti engin persónuleg samskipti viđ. Engu ađ síđur vil ég minnast ţessa mćta mans í nokkrum orđum ţví ţó hann hafi ekki vitađ af ţví ţá hafđi hann nokkur áhrif á uppeldi mitt.

Ţannig er ađ ţegar ég var ung stúlka ađ alast upp í Kópavoginum ţá fór ég ćvinlega á gamlársdag međ föđurforeldrum mínum í messu í Hallgrímskirkju kl. 18. Ţar sat ég sperrt viđ hliđ Guđnýjar ömmu minnar og Lárusar afa míns og fylgdist međ predikunum sem oftast voru fluttar af sr. Ragnari Fjalari Lárussyni en einnig kom fyrir ađ hr. Sigurbjörn Einarsson biskup predikađi. Ef hr. Sigurbjörn var ekki ađ messa ţá sat hann alltaf nćrri okkur, mjög framarlega í kirkjunni. Alltaf hlutstađi ég af athygli á messuorđin og söng svo hástöfum međ, sérstaklega ţegar sálmurinn „Ég kveiki á kertum mínum" eftir sr. Hallgrím Pétursson var fluttur.

Ađ messu lokinni var presturinn kvaddur međ ţökk fyrir messugjörđina en ţá fóru amma mín og afi alltaf til hr. Sigurbjörns og frú Magneu og ţökkuđu ţeim líka fyrir og óskuđu ţeim gleđilegs nýs árs. Ţađ gerđi ég líka og ég man alltaf hvađ mér fannst vera mikil og djúp virđing yfir ţeim hjónum báđum og mikil blíđa sem umkringdi ţau.

Ţegar ég las um andlát hr. Sigurbjörns ţá vöknađi mér um augu, ég fékk kökk í hálsinn og ég gerđi mér grein fyrir ţví ađ án beinna afskipta af mér eđa mínum ţá hafđi hann áhrif á mitt uppeldi og mína kristilegu hugsun. Fyrir ţađ er ég honum ćvarandi ţakklát og er einhvernvegin sannfćrđ um ađ víđa í íslensku ţjóđfélagi megi finna fólk sem bera ţessar sömu tilfinningar í brjósti.

Ćttingjum og vinum hr. Sigurbjörns Einarssonar fćri ég samúđarkveđjur og ţökk fyrir samfylgd ţessa mikla manns.

Rás 1 flutti einstaklega vel viđeigandi lag á andlátsdegi hr. Sigurbjörns Einarssonar, ljóđiđ heitir Nú hverfur sól í haf og er eftir hann sjálfan en lagiđ eftir son hans Ţorkel Sigurbjörnsson tónskáld. Sjaldan eđa aldrei hefur lagaval veriđ jafnvel viđeigandi og ţarna og hitta ţeir ţó oft naglann á höfuđiđ á Rás 1.

Nú hverfur sól í haf
og húmiđ kemur skjótt.
Ég lofa góđan Guđ,
sem gefur dag og nótt,
minn vökudag
minn draum og nótt.

Ţú vakir, fađir vor,
og verndar börnin ţín,
svo víđ sem veröld er
og vonarstjarna skín,
ein stjarna hljóđ á himni skín.

Lát daga nú í nótt
af nýrri von og ttrú
í myrkri hels og harms
og hvar sem gleymist ţú
á jörđ, sem átt og elskar ţú.

Kom, nótt, međ náđ og friđ,
kom nćr, minn fađir hár,
og leggđu lyfstein ţinn
viđ lífsins mein og sár,
allt mannsins böl,
hvert brot og sár.

(Sigurbjörn Einarsson)


Orđa eđa ekki orđa, ţar er efinn

Í dag bárust af ţví fréttir ađ forseti vor hyggđist sćma leikmenn íslenska landsliđsins Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorđu fyrir framgöngu sína á handboltavellinum í Kína. Er ţađ vel og hugmyndin sjálfsagt vel meint. En ţađ berast einnig fréttir af ţví ađ forsetinn ćtli ađ sćma fyrirliđann, ţjálfarann og formann HSÍ stórriddarakrossi fyrir framgönguna. Gott og vel. Sem dugandi ţjóđfélagsţegn og liđsmađur innan íţróttahreyfingarinnar ţá set ég dálítiđ spurningamerki viđ ţessi ósköp öll.

Í fyrsta lagi minnir mig ađ forsetinn hafi ćtlađ ađ draga úr ţví prjáli sem fylgir orđuveitingum ţegar hann bauđ sig fyrst fram til forseta. Sjálfsagt eru allir búnir ađ gleyma ţví og kannski ég líka, en á annarri öxl minni situr púki sem hvíslar ţessu stöđugt í eyra mér.

Í öđru lagi velti ég ţví fyrir mér af hverju ţrír úr hópnum eigi ađ fá stórriddarakross á međan ađrir fá riddarakross. Jú fyrirliđinn er búinn ađ fá riddarakrossinn svo ţađ á sér skýringar. En hvađ međ ţjálfarann og formanninn. Af hverju stökkva ţeir beint í stórriddarann?

Í ţriđja lagi ţá spyr ég, af hverju fćr ekki allur hópurinn orđu? Var ekki um ţađ talađ á međan á leikunum stóđ ađ hópurinn ALLUR vćri ţéttur, samstilltur og óhugnanlega samstíga í öllu sínu! Í hópnum eru nefninlega líka nokkrir "fótgönguliđar" sem eru ekki ađ falla í kramiđ hjá forsetanum. Ţađ er ég viss um ađ ađstođarmenn ţjálfarans hafa ekki sofiđ mikiđ meira en hann á međan á leikunum eđa undirbúningi ţeirra stóđ. Ţađ sama á viđ um hjúkrunarliđiđ sem nuddađi, plástrađi og lćknađi drengina í gríđ og erg á međan á leikunum stóđ.

Á myndinni hér ađ neđan má sjá hópinn sem stóđ ađ baki ţessum ótrúlega glćsilega árangri. Ţarna er framkvćmdastjórinn, sjúkraţjálfarinn, nuddarinn, lćknirinn, ađstođarţjálfarinn og ađstođarmađurinn. Ţessir fimm verđa eftir ţegar forsetinn afhendir krossana. 

Hvađ sem verđur ţá óska ég ţeim sem hljóta vegtyllur forsetans innilega til hamingju.

Ísl landsliđiđ


Silfur í Beijing

Til hamingju Ísland međ ţetta frábćra handknattleikslandsliđ. Strákarnir hafa stađiđ sig eins og sannkallađar hetjur og ţeir hafa lyft íslensku ţjóđlífi uppá ćđri stall međ frammistöđu sinni. Umfjöllun um ţá er kćrkomin tilbreyting frá bullinu í borgarstjórn og víđar.

Ţađ var ekki laust viđ ađ tár trítluđu niđur vangann á mér í morgun ţegar ég sá strákana taka viđ silfrinu. Ţá rifjađist upp stundin fyrir átta árum ţegar Vala Flosadóttir steig á pall í Sidney og tók viđ bronsinu. Ég var á stađnum og var hreinlega ađ rifna úr stolti yfir stelpunni og hennar frábćra afreki. Svo fékk ég fréttir ađ heiman ađ menn hefđu flaggađ, flautađ og gert allt vitlaust ţegar Vala náđi ţessum frábćra árangri. Ég minnist ţess ekki ađ hafa brynnt músum í Sidney yfir afrekinu enda sleppti ég mér alveg á áhorfendapöllunum eins og sjá má á myndbrotinu hér til hliđar.


Stórasta land í heimi

Til hamingju strákar, Til hamingju Ísland, Til hamingju allir!!!

 Orđ dagsins á forsetafrúin: „Ísland er ekki litla landiđ, Ísland er stórasta land í heimi!"


Ekkert fundađ í leikskólanefnd

Í dag bárust fréttir af mikilli manneklu í leikskólum Kópavogsbćjar. Ţegar hefur veriđ fariđ fram á ţađ viđ formann og varaformann leikskólanefndar ađ nefndin verđi kölluđ saman hiđ fyrsta. Er enda kominn tíma til ţar sem liđnar eru 11 vikur frá ţví nefndin fundađi síđast. Ţví miđur eru ekki miklar líkur á ađ fundur verđi bođađur ţar sem formađur nefndarinnar er staddur í Kína og varaformađurinn hefur ekki látiđ svo lítiđ ađ svara ítrekuđum tölvupóstum ţar um.

Á leikskólaskrifstofu bćjarins er veriđ ađ vinna ađ ţví hörđum höndum ađ leysa vandann og ţađ ber ađ virđa. En á međan er leikskólanefnd föst í sumarfríi, börnin komast ekki í leikskólann sinn og foreldrar ţeirra ekki til vinnu. Finnst ţér ţetta bođlegt?


Viđurkenningar umhverfisráđs

Umhverfisráđ Kópavogs hefur veitt viđurkenningar fyrir fallega garđa, snyrtilegt umhverfi og endurbćtur á eldra húsnćđi. Tvennt í viđurkenningunum vekur athygli mína. Annars vegar viđurkenning sem íbúar Hólmaţings 10 hlutu vegna glćsilegs frágangs húss og lóđar á nýbygginarsvćđi en ţau hlaut gamall nágranni minn og vinur af Álfhólsveginum, Ólafur Sigtryggsson og hans kona. Undanfarin misseri hef ég fylgst vandlega međ uppbyggingu húss ţeirra í Hólmaţingi og verđ ađ segja ađ niđurstađan er hreint frábćr. Óska ég ţeim, sem og öđrum viđurkenningarhöfum innilega til hamingju međ heiđurinn.

Hitt sem vakti athygli mína er sú niđurstađa umhverfisráđs ađ veita viđurkenningu fyrir hönnun íţróttamannvirkis, sem er stúkan viđ Kópavogsvöll. Ég er svo sem ekki ađ setja út á ţađ ađ verđlauna ţetta glćsilega mannvirki, en ég minnist ţess ekki ađ umhverfisráđ hafi áđur veitt viđurkenningu fyrir hönnun íţróttamannvirkis. Auk ţess sé ég ţađ fyrir mér ţegar afhendingin fór fram ţar sem bćjarstjóri afhentir formanni bćjarráđs viđurkenninguna en auk ţess ađ vera formađur bćjarráđs er sá hinn sami vallarstjóri Kópavogsvallar og undirmađur Gunnars í stjórnkerfi bćjarins. Alveg sé ég ţá fyrir mér félagana fallast í fađma og knúsa hvorn annan međ formann umhverfisráđs á milli sín. Svo sćtt Kissing!!!

Viđurkenningar umhverfisráđs fyrir áriđ 2008 eru:

Gata ársins - Ísalind 1–8
Framlag til umhverfismála - JB Byggingafélag, opiđ svćđi viđ Grandahvarf
Frágangur húss og lóđar á nýbyggingarsvćđi - Hólmaţing 10
Hönnun fjölbýlishúss - Tröllakór 12–16
Hönnun íţróttamannvirkis - Stúkan viđ Kópavogsvöll
Endurgerđ húsnćđis - Fífuhvammur 39


... og ađeins betur ef ţađ er ţađ sem ţarf!!!

Frábćrt, stórkostlegt, magnađ, ótrúlegt, hrikalegt og öll hin lýsingarođin eiga viđ leikinn í morgun!

Áfram Ísland!

Arnór Atlason
Arnór Atlason

Björgvin Páll
Björgvin Páll Gústafsson

forsetinn og forsetinn
Forsetinn og forsetinn, Ólafur R og Ólafur R!

Guđjón Valur Sigurđsson
Guđjón Valur Sigurđsson

Ólafur Stefánsson
Ólafur Stefánsson


Danskir dagar

Um helgina skrapp ég vestur í Stykkishólm og tók ţátt í dönskum dögum. Talsverđar fréttir hafa veriđ frá hátíđinni og flestar ţeirra hafa veriđ neikvćđar. Er ţađ miđur, ţví mín upplifun af hátíđinni er sú ađ ţar hafi flest fariđ vel fram og skv. ţví sem ég átti von á.

Ţađ verđur ţó ekki framhjá ţví litiđ ađ nokkur unglingadrykkja var á svćđinu, heldur meiri en hún hefur veriđ ţau tvö skipti sem ég hef áđur sótt hátíđina. Ástćđan er bćđi sú sem framkvćmdastjóri hátíđarinnar benti á, ţ.e. ađ hátíđin vćri ekki um sömu helgi og menningarnótt, og hitt ađ skólar hefjast nú fyrr en ţeir gerđu ţegar ég sótti hátíđina síđast heim og e.t.v. voru unglingarnir ađ nota ţessa síđustu helgi fyrir vetrarannir til ađ skvetta úr klaufunum.

Mér ţótti ákaflega miđur ađ verđa vitni ađ ţessari unglingadrykkju, en ţó verđur ađ segjast eins og er ađ hinir fullorđnu voru ekki endilega betri en unglingarnir hvađ ţađ varđar. Ţađ breytti ţó ekki ţví ađ ég skemmti mér vel, bćđi á föstudag og laugardag og var stórglćsileg flugeldasýningin frá Súgandisey hátindur hátíđahaldanna.

Ţađ er virkilega skemmtilegt ađ fylgjast međ ţví hvađ sveitarfélög um land allt leggja mikinn metnađ í hátíđir sem ţessa. Reyndar vćri ţađ fróđlegt ađ taka ţađ saman hvađa sveitarfélög efna til bćjarhátíđa yfir sumartímann. Ţćr eru örugglega fleiri en mađur heldur.

Hólmurum ţakka ég fyrir helgina og hlýjar móttökur.


Frábćrir Íslendingar

Ţeir voru aldeilis frábćrir leikmenn íslenska landsliđsins í handbolta í dag. Leikurinn gegn Ţjóđverjum var stórkostleg skemmtun og kom mér algjörlega í opna skjöldu. Ţađ hefur ţví miđur oft veriđ ţannig ađ eftir góđan leik, eins og gegn Rússum á dögunum, ţá kemur slakur leikur. Sem betur fer var slíkt ekki uppi á teningnum í dag og sýndu strákarnir sannkallađa meistaratakta.

Til hamingju Ísland!


Ađ gefnu tilefni

vil ég taka fram ađ ég er ekki yfirlćknir á heyrnar- og talmeinastöđinni eins og Fréttablađiđ heldur fram í dag. Ţví starfi sinnir alnafna mín Ingibjörg Hinriksdóttir, háls-, nef- og eyrnalćknir.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband