Leita í fréttum mbl.is

Af hverju aðildarviðræður um ESB?

Undanfarnar vikur hef ég öðru hvoru átt í orðaskiptum við fólk um það hvort það eigi að sækja um aðild að ESB eða ekki. Iðulega hefur svar mitt verið þetta: "Ég er ekkert viss um að við eigum að ganga í Evrópusambandið. En við getum ekki litið framhjá því lengur að sækja um aðild."

Í þessum orðum er falin ákveðin mótsögn.

Af hverju þarf að sækja um aðild? Jú til þess að það komi í ljós hvað er í boði og hvað það muni kosta okkur. Án aðildarviðræðna getum við ekki vegið það og metið með vitrænum hætti hvort aðild henti okkur eða ekki.

Eini flokkurinn sem hefur lýst því yfir að það eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið er Samfylkingin.

Þegar aðildarviðræður hafa farið fram verður samningur borinn undir þjóðaratkvæði. Í samningnum mun skýrt koma fram hverjir eru kostir og gallar aðildar. þar mun koma fram hvað aðild mun kosta okkur og þar mun koma fram hvað við fáum í staðinn. Án viðræðna munum við aldrei fá svör við þessu.

Þras og þvaður um Evrópusambandið er einskis virði án aðildarviðræðna, þær eru að mínu viti forsenda þess að Ísland geti aftur orðið þjóð meðal þjóða. Guð forði okkur frá því að aftur verði forsenda fyrir útgáfu bókar undir titlinum: Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi.

Það er fullreynt og er ekki það sem við þurfum.

Muna að kjósa í skoðanakönnuninni hér til hægri >>>>>


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skal segja þér hvað kemur út úr aðildarviðræðum hvað varðar sjávarútveginn. Íslendingar fá ekki frekar undanþágu frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins. Við fáum regluna um hlutfallslegan stöðugleika heldur ekki bundna í aðildarsamninga frekar en Norðmenn á sínum tíma þótt þeir hafi tjaldað öllu til við að reyna að ná því fram.

Það eru hinsvegar verulegar líkur á að við fengjum ótímabundnar (en ekki varanlegar) undanþágur frá sameignlegri sjávarútvegsstefnu ESB með reglugerð. Fjölmiðlaveldi fjármálamanna og harðir ESB-sinnar munu svo þvæla umræðuna fram og til baka og reyna að telja fólki trú um að þar sé komin fullnægjandi öryggisnagli. "Evrópusérfræðingar" þjóðarinnar munu taka undir (Baldur Þórhallsson hefur þegar talað á þessum nótum í fjölmiðlum og ekki þykir mér nú  þessi líklegur til þess að skýra muninn).

Það hefur þegar tekist að telja fjölda greinds fólks trú um að Ísland fái allar þær sérlausnir sem það þarf og að undanþágur frá stofnsáttmálum (!!) sambandsins séu minnsta mál í heimi.

Hvað heldur þú að verði skýrt við langan og flókinn aðildarsamning eftir að þetta lið verður búið að bulla sig í hundrað hringi um hvert orð?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 01:04

2 Smámynd: Eygló

Þetta er svipað hérna megin. Hef árum saman (alltaf) verið á móti inngöngu í ESB. Núna er ég orðin svo leið á öllum þessum pælingum og ráðleggingum sem snúa gjörsamlega í austur og vestur. Hef auðvitað ekki hundsvit (þeir eru reyndar margir klárir) á þessu og treysti engum til að ráða heilt.

Nú er ég komin á það að kanna eigi hvernig samningur okkar liti út. Þó ekki væri nema til að sópa þessu útaf borðinu.

Og þá aftur finnst mér ég hafa haldið framhjá!

Eygló, 20.4.2009 kl. 01:29

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll Hans, þetta eru fínar pælingar hjá þér en mér finnst þú hafa mikla spádómsgáfu fyrst þú getur sett fram allar þessar fullyrðingar án þess að viðræður hafi átt sér stað. En það er greinilegt að þú hefur kynnt þér málið ágætlega og ert vel inní málum. Það ætti því ekki að vera vandamál fyrir þig að lesa í gegnum samninginn þegar hann liggur á borðinu og þarft örugglega ekki aðstoð frá Baldri eða Kristjáni.

Íslendingar eru ákaflega vel menntaðir og ég treysti þjóðinni til þess að velja og hafna þegar samningur liggur á borðinu. Ég sagði í pistli mínum hér að ofan að ég væri ekki búin að gera upp hug minn varðandi aðild. Ég vil taka upplýsta ákvörðun, hún verður ekki tekin án aðildarviðræðna.

Maíja, sammála þér (nema með framhjáhaldið ).

Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.4.2009 kl. 08:04

4 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Ástæðan er first og fremmst vegna þess að við höfum ekki menn sem kunna að stjórna landinu,Svo er alltaf verið að kjósa sama lið þannig að allt endurtekursig ár eftir ár,alltaf sama vilteysan.Það er ástaðan fyrir þvi  við verðum að ganga i ESB og það strax.Höfum bara bjána til að stjórna í þessum flokkum.

Árni Björn Guðjónsson, 20.4.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband