Leita í fréttum mbl.is

Fullkomlega óeðlilegt

Nú þegar SjálfstæðisFLokkurinn hefur birt lista yfir þau fyrirtæki, sem styrktu flokkinn um eina milljón króna eða meira, verð ég að segja að sumir þessara styrkja eru að mínu viti fullkomlega óeðlilegir. Á það sérstaklega við um þau fyrirtæki sem eru á markaði og í eigu almennings.

Listinn frá SjálfstæðisFLokknum er eftirfarandi:

Exista hf. 3 milljónir
FL-Group hf. 30 milljónir 
Glitnir banki hf. 5 milljónir
KB-banki hf. 4 milljónir
Landsbanki Íslands hf. 5 milljónir
Landsbanki Íslands hf. 25 milljónir
MP-Fjárfestingarbanki 2 milljónir
Straumur-Burðarás hf. 2,5 milljónir
Tryggingamiðstöðin 2 milljónir
Þorbjörn hf. 2,4 milljónir

Það sem kemur helst á óvart í þessu öllu er að bankarnir hafa greinilega verið að launa SjálfstæðisFLokknum það traust sem hann sýndi eigendum þeirra með því að selja þeim ríkisbankana á sínum tíma. Ég hef sagt það hér á spjallsíðum að ég bíði spennt eftir uppgjöri Framsóknarflokksins, þess hlýtur að verða krafist að þeir opni sitt bókhald, það eiga Samfylkingin, Vinstri grænir og Frjálslyndir líka að gera. Það er útilokað annað en að Framsóknarflokkurinn hafi hlotið háa og mikla styrki frá mörgum þessara félaga sem að ofan greinir, þeirra flokkssjóður getur ekki hafa verið svo íturvaxinn af félagsgjöldum einum saman.

Persónulega átti ég lítið hlutafé í Exista og KB banka, hlutafé sem ég tapaði að fullu í hruninu, og ég verð að segja að mér finnst stuðningur félagsins við SjálfstæðisFLokkinn óeðlilegur. Það á reyndar við um öll þessi félög, því síðast þegar ég vissi voru þau öll skráð í Kauphöllina, ja nema kannski MP-fjárfestingarbanki og Þorbjörn hf, a.m.k. voru þessi félög ekki sérstaklega áberandi í markaðsfréttum.

Komi í ljós að félögin hafi styrkt alla flokkana af háum fjárhæðum þá er ljóst að þau eru að bera fé á opinbera aðila, og það sem verra er, flokkarnir tóku við fjármununum. Ég efast ekki um að hinir flokkarnir hafa fengið einhverja fjármuni frá þessum félögum og nú verður sjálfsagt farið í reiptog um það hvað teljist "eðlilegt" og "innan marka" í fjárhagslegum stuðningi félaga við flokkana. Nú óska ég þess bara að þessi umræða drukkni ekki í þeirri umræðu sem við verðum að fara í gegnum nú í aðdraganda kosninga, það er hvernig við ætlum að komast uppúr þeim öldudal sem þjóðin er í, þetta má ekki skyggja á málefnalega umræðu um framtíð lands og þjóðar.

ps. á ég að trúa því að sjálfstæðismenn séu í meirihluta þeirra sem skoða síðuna mína? Endilega takið þátt í skoðanakönnuninni hér til hægri á síðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.vg.is/frettir/eldri-frettir/nr/4079

GuSig (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 13:28

2 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Sæl Ingó. Bókhald VG hefur verið opið í mörg ár, og fram að lagasetningu voru allir styrkir yfir 500 þús gerðir opinberir. Á vg.is má sjá þetta allt saman, sem og hagsmunatengsl allra efstu  frambjóðenda flokksins. Hafðu það gott um hátíðirnar.

Ólafur Þór Gunnarsson, 10.4.2009 kl. 13:41

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll Óli og GuSig (sem mér datt í hug að væri Gunnsteinn Sigurðsson, en var fljót að útiloka það).

Takk fyrir ábendingarnar, mig grunaði ekki VG um neina græsku. Bíð ennþá spennt eftir Framsókn, sem segist þó ekki ætla að opna og fyrst mínir menn eru búnir að segja frá þremur styrkjum frá bönkunum fyrir 13 milljónir, þá finnst mér eðlilegt að allt verði opnað þar.

Gleðilega páska og í tilefni þeirra ætla ég að færa þér málshátt:
Sjaldan er ein báran stök!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.4.2009 kl. 13:44

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Á vefsíðu Samfylkingarinnar birtist þessi frétt nú um helgina:

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði á fundi með blaðamönnum þar sem efnahagsstefna flokksins var kynnt, að hún muni beita sér fyrir því að í þeim tilfellum þar sem trúnaður hafi ríkt um fjárstyrki til flokksins þá verði honum aflétt svo flokkurinn geti birt lista yfir styrktaraðila. Hún tók fram að fréttir síðustu daga af ristastyrkjum til eins stjórnmálaflokks sýni hve áratuga baráttan hennar fyrir opnu og gegnsæju bókhaldi stjórnmálaflokka hafi verið.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.4.2009 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 129516

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband