Leita í fréttum mbl.is

Ég - nei ég. Ég - nei ég!!

Það væri fyndið að lesa fréttir af Alþingi í dag, og það verður sjálfsagt fyndið í framtíðinni, en í dag er ástandið þannig að maður er algjörlega forviða á því að kjörnir þingmenn skuli eyða dýrmætum tíma sínum og þjóðarinnar í marklaust þrátt um það hver samdi hvaða frumvarp og hver ekki!

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra lagði í dag fram frumvarp til laga um greiðsluaðlögun, frumvarp sem lengi hefur verið beðið eftir. Nú bregður svo við að íhaldsflokkurinn og bændaflokkurinn fyrrverandi leggja fram frumvarp um sama efni á þingi í dag. Ef eitthvað er að marka íhaldsmenn þá er frumvarp þeirra og frumvarp dómsmálaráðherra nánast eins. Ef svo er, af hverju þurftu þeir að leggja fram annað frumvarp? Af hverju studdu íhaldsmenn ekki bara frumvarp Rögnu ef það var "nánast" eins og þeirra frumvarp? Af hverju þarf að eyða tíma Alþingis í það að þrátta um hver gerði hvað hvenær, hvers vegna og hvernig?

Reyndar verð ég að segja það bændaflokknum til hróss að þeirra þingmaður sem lagði frumvarpið fram hitti sennilega naglann á höfuðið þegar hann sagði að  "ræður sjálfstæðismanna um frumvarpið virtust vera keppni um það hver pissaði lengst og hver hefði ljósritað hraðast. Hins vegar væri ljóst, að í þeirri keppni hefðu framsóknarmenn vinninginn því þeirra frumvarp hafi komið fram fyrst á Alþingi." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með fyrstu afleiðingar grjótkastsins: þær að ekki mátti lækka vexti síðastliðinn föstudag, þar með fara fleiri fyrirtæki og einstaklingar í þrot.

Og vegna þess að AGS þarf að sjá hverju fram vindur fram yfir kosningar verður ekki almennilega slakað á vöxtum hér fyrr en í fyrsta lagi í maí, og þar með fara nánast öll fyrirtæki í þrot og fleiri þúsund í viðbót af þeim einstaklingum sem með mestar skuldir eru: fyrirtæki altso og einstaklingar sem hefðu lifað af ef mátt hefði lækka vexti strax síðastliðinn föstudag, og AGF þyrfti ekki að bíða fram yfir kosningar með frekari vaxtalækkanir og aðrar aðgerðir.

Eða eins og Finnarnir segja: að þurfa að standa í stjórnarskiptum og kosningum framlengdi kreppuna hjá þeim um tvö ár með tilheyrandi auknum hörmungum fyrir þjóðina.

En á Íslandi eru sem betur fer nógu mörg alvörulaus fífl, sem halda, að þótt bókstaflega ekkert megi fara úrskeiðis svo hér verði ekki TÓTAL KOLLAPS, þá sé kreppan fyrst og fremst tækifæri til að æfa eitthvert últra dásamlegt grjótakastaralýðræði.

Ég á börn og veit að staðan er að heita má jafn alvarleg og ef þau lægju helsjúk á gjörgæslu, þess vegna er ég ekki með hugann við það dekurvandamál hvort hér sé últra dásamlegt grjótkastaralýðræði, hvort læknateimið sem annast börnin mín hafi 113% skínandi búsáhaldabyltingarumboð til að reyna að bjarga lífi barna minna; ég veit að það er 113% vinna fyrir læknateimið að annast börnin mín og ég heimta því ekki að læknateimið standi á sama tíma í kosningabaráttu (með þeirri miklu freistingu sem henni fylgdi að beita á börnin, kosningabaráttunnar vegna, vel útlítandi sýndarlækningu sem gerði þeim óleik).

Hvaða stjórn sem hér ræður verður að fara eftir stefnu AGS: jafnvel heilagur Þorvaldur segir (sagði meðan Þingvallastjórnin lifði) að ekki megi víkja hársbreidd frá þeirri stefnu.

Fyrir utan ofangreindar hörmungarafleiðingar sem stjórnarskipti/kosningar hafa í för með sér hafa þær altso sama praktíska gildi og fegurðarsamkeppni: fá sætara fólk (eða sama fólk í sætari fötum) til að framfylgja þeirri stefnu sem allir vita að verður að fylgja. Myndi slíkt vera mér mál málanna með börnin mín liggjandi fyrir dauðanum: að beita öllum tiltækum ráðum til að koma læknateiminu í læknafegurðarsamkeppni? Já. Já. Það vær mál málanna fyrir mig. Ég myndi framkalla þann hávaða sem ég gæti til að læknateimið sem væri upp fyrir haus að reyna að bjarga börnum mínum myndi á sama tíma þurfa að standa í margra vikna stífri fegurðarsamkeppni. Já. það væri mér sannarlega meira kappsmál en allt annað. Ef ég væri sama fífl og búsáhaldarbyltingarelskurnar.


Þvílík skinhelgi að halda því fram að íslenska þjóðin sé saklaus fórnarlömb hrunsins. Hér var árum saman einhver mesti kaupmáttur í heimi, við altso hefðum öðrum fremur átt að eiga fyrir því sem við kaupum, en það gerðum við adeilis ekki. Gott og vel bankarnir voru í bullandi áhættu (sem er dauðadómur þegar brestur á megakreppa), en almenningur og nánast hver einasti aðili á Íslandi var ekki hótinu skárri: nánast allir hér, stórir sem smáir, voru í þeirri stöðu með sín fjármál að ekkert mátti koma uppá í heiminum svo ekki myndi allt hér hrynja.

Í grunninn er málið svona: bankar eru einkafyrirtæki. Enginn var neyddur til að eiga viðskipti við bankana okkar þrjá (hér var jú öðrum lánastofnunum til að dreifa), enginn skyldugur að vinna hjá þeim, enginn skyldugur að eiga krónu í hlutabréfum/skuldabréfum þeirra.

Allir þykjast núna hafa vitað allan tímann að bankarnir væru meira og minna rotnir, rétt eins og allir koma nú fram hálfsnöktandi og segja: "ég vildi þetta aldrei, snökt snökt. Þetta var ekki það þjóðfélag sem ég vildi, snökt snökt".

Hvað vildu menn ekki? Hafa svona mikinn kaupmátt og taka svona mikið af lánum til að kaupa allt sem hugurinn girntist? "Já, ég vildi þetta aldrei, snökt snökt, ég bara fylgdi straumnum, af því ég hafði jú frelsi til þess, snökt snökt, ég vildi aldrei þetta frelsi, snökt snökt, til að eyða og sóa eins og hinir vitleysingarnir. Og ég vildi ekki að hinir vitleysingarnir eyddu og sóuðu eins og hin-hinir vitleysingarnir, vildi ekki að þeir væru að kaupa sér jeppa og skjái útí bláinn, snökt snökt. Og ég vildi ekki að eigendur hinna og þessara einkafyrirtækja ákveddu að borga sumum af starfsmönnum sínum mjög há laun, snökt snökt".   

Gott og vel, það vildi enginn gera neitt af því sem hann og maðurinn í næsta húsi og þar næsta húsi gerðu.

Það var hverjum manni í sjálfsvald sett að sleppa því alfarið að eiga nokkuð saman við bankana þrjá að sælda, rétt eins og margir td vildu ekki koma nálægt fyrirtækjum sem Hannes Smára átti í. Ef hver og einn hefði tekið ábyrgð á sér, og ekki ákveðið, af fúsum og frjálsum vilja, að binda trúss sitt, að einhverju leyti, við þessi þrjú fyrirtæki, þá hefðu gjaldþrot þeirra snert okkur álíka mikið og ef einhverjar illa reknar "óreiðu"mannabúllur hefðu oltið um (Icesave-skuldin er dálítið sérstakt mál, í raun er verið að troða þeirri skuld uppá á okkur án þess að fyrir því sé lagabókstafur). 

ásdís (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 13:53

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl Ásdís, takk fyrir ágæta athugasemd, sem jafnframt er sú lengsta sem skrifuð hefur verið á bloggið mitt!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 6.2.2009 kl. 18:52

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir mig.  Ég hafði gaman að útsendingunni, meðan ég auðvitað furðaði mig á því að það væri verið að eyða þessum dómadagstíma í pissukeppni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 129527

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband