Leita í fréttum mbl.is

Nú fór af mér handleggur

Sem liður í sparnaðaraðgerðum vegna efnahagsástandsins ákvað ég í síðasta mánuði að segja upp nokkrum föstum liðum á dagskránni hjá mér, var þar m.a. happdrætti SÍBS, happdrætti háskólans, áskrift að Stöð 2 Sport og uppsögn á vefsíðunni minni www.ingibjorg.net. Ég leit þangað inn um áðan og við mér blasti eymdin ein. Mér leið eins og það hafi verið sagaður af mér handleggurinn. Þó mörgum kunni að finnast þetta ómark þá var þessi aðgerð, lokun síðunnar minnar www.ingibjorg.net, fjáranum þungbærari! Mér líður eins og það hafi verið tekinn af mér handleggur!

Þessa síðu, bloggið mitt, hef ég notað á annan hátt heldur en heimasíðuna mína. Hér hef ég ritað hugrenningar og skoðanir á öllu og engu en á heimasíðunni minni hef ég meira einbeitt mér að greinaskrifum, frásögn af persónulegum högum, ljóðin mín voru vistuð þar, ættartalan og hvað eina. Ég veit að þetta er ennþá til og ég gæti sótt það aftur ef ég reiddi fram tæpar 6.000 krónur á mánuði, en ... arrrghhhh! Mikið andskoti er þetta vont!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    En það venst!!

Helga Kristjánsdóttir, 3.11.2008 kl. 00:27

2 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Ef þú ert til í að kljást við einfalt ókeypis vefumsjónarkerfi á ensku býður Google upp á 100 MB ókeypis pláss fyrir hvern sem er. Einnig er boðið upp á 10GB vefpláss fyrir ca. 6þús krónur á ári.

100 MB duga fínt fyrir texta en ef þú setur inn mikið af myndum gætirðu þurft að setja þær inn á aðra ókeypis þjónustu eins og Flickr t.d.

Þú átt að geta vísað ingibjorg.net léninu þínu á google vefinn sem gæti þá heitið http://sites.google.com/site/ingibjorg.

Sjálfsagt mætti finna marga aðra staði á netinu sem bjóða upp á svipaða þjónustu en ég prófaði þetta og bjó til prufuvef á nokkrum mínútum án vandræða.

Sjá nánar á http://sites.google.com

Finnur Hrafn Jónsson, 3.11.2008 kl. 11:16

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll Finnur, takk fyrir ábendinguna. Ætla nú þegar að útbúa síðu til að setja ljóðin mín á.

Ég gæti klukkað þig til að aðstoða með tilvísun af ingibjorg.net yfir á nýju síðuna.

kv. Ingibjörg

Ingibjörg Hinriksdóttir, 3.11.2008 kl. 12:07

4 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Þegar ég setti inn athugasemdina hélt ég að nóg væri fara í umsjónarsíðuna fyrir lénið og stilla "Domain Forwarding" á sites.google.com/site/ingi.... slóðina og málið væri dautt.

Við nánari skoðun kom í ljós að Google gera þetta aðeins öðruvísi en flestir. Þeirra lausn byggir á því að að stilla lén heitið sín megin og stilla CNAME færslu á ghs.google.com.

Kosturinn við Google lausnina er sá að lénheitið heldur sér í slóðum á allar síður vefjarins.

Ef þú ert með lénið skráð hjá www.godaddy.com sem eru stærstir í skráningu .NET léna þarftu að gera eftirfarandi:

- Velja "Domain Manager"

- Velja lénið þitt www.ingibjorg.net

- Smella á "Total DNS Control and MX Records"

- Í CNAMES rammanum velja línuna þar sem stendur "Host" gildið "www" og stilla "Points to" gildið á ghs.google.com (með því að smella á blýantinn)

- Vista breytinguna

Breytingin kemur ekki strax fram, en hjá GoDaddy er TTL gildið venjulega 1 klst sem þýðir að breytingin ætti í síðasta lagi að vera komin fram eftir klukkustund. Hjá sumum lénaskráningaraðilum getur þetta tekið 1-2 daga að gerast.

Ef þú ert hjá öðrum skráningaraðila getur þetta litið eitthvað öðruvísi út, en í grunninn þarf að gera það sama; stilla CNAME færsluna fyrir www til að vísa á ghs.google.com.

Til viðbótar við þetta þarftu líka að fara í vefumsjónina hjá Google og gera eftirfarandi:

- Velja "Site Settings" - "Other Stuff" og smella á "Web Address"

- Skrifa inn www.ingibjorg.netí "Web Address" reitinn og smella á "Add".

Ég hef aðeins verið að svipast um eftir einföldu og ódýru vefumsjónarkerfi fyrir ákveðin verkefni. Mér sýnist Google Sites vera bæði aðgengilegt og sveigjanlegt. Mun meira er hægt að ráða um uppsetningu á vef heldur en venjulega tíðkast fyrir bloggsíður. Hægt er að velja á milli nokkurra tuga af þemum auk þess að margar stillingar eru aðgengilegar fyrir notendur. Google áskilur sér rétt til að setja inn auglýsingar en ég hef ekki séð þá setja inn auglýsingar ennþá.

Finnur Hrafn Jónsson, 3.11.2008 kl. 16:53

5 Smámynd: H G

Ingibjörg!  Vonandi tekst þér að bjarga sem mestu af "handleggnum" með góðra manna hjálp!  Þetta verður þá dæmi um að ýmislegt má leysa þó kreppi að

H G, 3.11.2008 kl. 16:54

6 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sælir Finnur og HG!

Þakka þér Finnur fyrir aðstoðina. Ég skoða þetta klárlega.

HG, takk fyrir kveðjurnar, ég kreppi fingur í kross!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 3.11.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 129513

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband