Leita í fréttum mbl.is

Ótrúlegur dagur í ensku bikarkeppninni

Það má segja að dagurinn í dag hafi verið hreint ótrúlegur í ensku bikarkeppninni. Bæði Manchester United og Chelsea eru úr leik eftir að hafa lotið í gras gegn Portsmouth og Barnsley. Ég sá því miður ekki leik Manchester United og Portsmouth en ég sá hins vegar megnið af leik Barnsley og Chelsea. Það var alveg magnað. Það eru svona leikir, þar sem „litla“ liðið berst um hvern einasta bolta, fer í hverja einustu tæklingu og heldur 100% einbeitingu allan leikinn, sem fá mig til að halda áfram að fylgjast með þessari frábæru íþrótt.

Barnsley-liðið getur verið okkur Íslendingum fyrirmynd. „Hvernig stendur á því?“ gæti einhver spurt. Það er vegna þess að hugarfarið sem Barnsley hefur sýnt í leikjunum gegn Liverpool og Chelsea sannar að ÞAÐ ER ALLT HÆGT í fótboltanum.

Í nokkur ár hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fylgjast með unglingalandsliðum Íslands í knattspyrnu kvenna. Ég reyni að skipta mér sem minnst af í eldri liðunum en í því yngsta, 17-ára liðinu, þar hef ég reynt að telja stelpunum trú um það að hugarfarið geti komið þeim hálfa leið ... í það minnsta. Stundum hafa þessar ræður mínar virkað, stundum ekki. Ég trúi því þó enn að fái leikmenn liðsins nægilega jákvæða hvatningu og stuðning þá er okkar liði allir vegir færir, rétt eins og liði Barnsley sem er komið í undanúrslit á Wembley - leikvellinum. Draumavelli allra knattspyrnumanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Bara að kvitta f. innlitið. Var að horfa á allt annað í dag og kvöld.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.3.2008 kl. 00:06

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

 hehe, allt í fínu með það. Ég hugsa að það séu ekki beint margar konur sem hafi brennandi áhuga á ljóðum, myndlist, íþróttum, stjörnufræði og stjórnmálum auk ýmiss annars! En það þarf einhver að vera svo skrítinn og ég tek það fúslega að mér.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 9.3.2008 kl. 18:56

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ójú, ég skil þig, ég hef líka brennandi áhuga á öllu því, sem þú telur upp hér fyrir ofan, og fleiru að auki, svo ég verð að velja á milli.  En það var dálítið skondið að á meðan ég og Ingunn dóttir mín vorum að skoða niðjatalið, þá varst þú að uppfæra það, svo auðvitað þurftum við að skoða það aftur.  Guðni Liljar er fæddur 2005 (ekki '08).  og móður afi og amma hans voru gift, hef það frá fyrstu hendi.  En, degðu mér,  ert það þú sem hefur unnið þetta afrek, þetta er alveg frábært.  Og ert það þú og þitt fólk sem hefur verið í góðu sambandi við hann Bróa? Býr bróðir þinn  (eða bjó) á Nýbýlaveginum?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.3.2008 kl. 02:05

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Halló, halló. Ég ætla ekki alveg að eigna mér verkið. En ég tók það að mér fyrir nokkrum árum og færði í tölvutækt form. Þær frænkur mínar Sigrún Jóna Lárusdóttir og Stefanía Stefánsdóttir (ættmóðir á Akureyri) tóku upphaflega ritið saman. Ég hef síðan bætt við það eftir föngum en viðurkenni þó að ég hef ekki alveg staðið mig í stykkinu. Það er þó aðeins birt á vefsíðunni minni svo ég viti til og má því segja að ábyrgðin sé mín.

Gott að fá upplýsingar frá fyrstu hendi um hjónabönd og sannast nú að Íslendingabók Kára Stefánssonar á netinu er alls ekki óbrigðul, þar segir að amma Guðna sé barnsmóðir afa hans en ekkert talað um hjónaband! Ég kippi þessu í liðinn í kvöld, fæðingarár Guðna Liljars er innsláttarvilla hjá mér ég æstist öll upp í gærkvöldi og kepptist við að laga Henriksen fólkið - fyrir ykkur mæðgur!

Jú jú, við höfum verið í góðu sambandi við Bróa í Eyjum, en þessi á Nýbýlaveginum, það eru örugglega foreldrar mínir sem bjuggu þar um hríð sem þú talar um, þau búa nú í Lækjarsmára. Það var mjög gott samband milli þeirra og okkar allra við Bróa og Mary en eftir því sem foreldrar mínir eldast þá hefur hægst aðeins á.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.3.2008 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 129511

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband