Leita í fréttum mbl.is

Ótrúlegar teikningar á borði bæjarskipulags!

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, hefur ritað ítarlega færslu á bloggi sínu um hreint ótrúlegar teikningar sem nú liggja á borði bæjarskipulags Kópavogsbæjar. Í þeim teikningum er allt að því ómanneskjuleg þétting byggðar í nágrenni Smáralindar sem gerir ráð fyrir áttfaldri Reykjanesbraut (fjórar akreinar í hvora átt) auk tveggja hliðarreina sitt hvoru megin við brautina, alls 12 akreinar.

bílaumferðKópavogsbúum og reyndar öllum þeim sem eiga erindi í Smáralind og næsta nágrenni er fullljóst að nú þegar er gatnakerfið þar um kring sprungið. Vegabætur eru vissulega í farvatninu en það á líka við um annað. Turninn við Smáratorg fer að komast í gagnið og þá mun umferð aukast til mikilla muna. Þeir sem hafa lagt leið sína í World Class í Laugum gera sér væntanlega fulla grein fyrir þeirri umferð sem fylgir þeirri starfsemi og þó World Class í Turninum sé ekki nærri því eins stór og í Laugum þá mun sú starfsemi hafa talsverð áhrif á umferð. Líkamsræktin er þó aðeins á einni hæð af 20 í Turninum.

En hér er ekki öll sagan sögð. Í byggingu er nú 15 hæða turn norðan Smáralindar, í Lindum IV er verið að byggja tvö stór verslunar- og skrifstofurými, þegar hefur verið samþykkt að byggja 13 hæða turn við Bæjarlind og atvinnuhúsnæði við Dalveg 32. Þessar byggingar eru samtals ríflega 90.000 fermetrar.

TurnasvæðiTil viðbótar þessu, sem þegar er samþykkt, er ljóst að á teikniborði bæjarstjórans eru skipulagsbreytingar á Glaðheimasvæðinu sem gera ráð fyrir tæplega 200.000 fermetra verslunar- og þjónustusvæði og sunnan Smáralindar er gert ráð fyrir 140.000 fermetra húsnæði í sama tilgangi. Samtals er því verið að tala um rúmlega 430.000 fermetra af verslunar- og þjónusturými á svæðinu. Grófa skilgreiningu af svæðinu má sjá á myndinni hér til hliðar, ef þú smellir á myndina þá stækkar hún.

Huston

Þetta mál varðar alla íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þetta getur ekki verið einkamál bæjarstjórans í Kópavogi og fylgisveina hans í meirihlutanum. Meirihlutinn ætlar sér að lauma þessu skipulagi í gegn í bútasaumi, setja einn turn inn í einu. Á bæjarskipulagi Kópavogs er búið að gera líkan sem ég hef heyrt að líti út eins og Huston í Texas sem mun vera einhver ómanneskjulegasta borg í heimi. Þar er ekki gert ráð fyrir því að gangandi vegfarandi fari nokkursstaðar um. Þetta er kannski framtíðarsýn Ómars Stefánssonar um borgina sem hann langar svo til að búa í. Ég veit það ekki en þetta er a.m.k. ekki sá Kópavogur sem ég vil byggja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 129498

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband