Leita í fréttum mbl.is

Allir saddir og sælir eftir kjöt- og súpuátið

Það komu 18 manns í mat til mín í kvöld, tveir boðuðu forföll og einn mætti ekki sökum slappleika. Það var í lagi og ég vona að heilsan batni fljótt. Þó ég segi sjálf frá þá heppnaðist matreiðslan og veislan betur en ég þorði að vona. Fólkið mitt er reyndar orðið sjóað í því að koma hingað í saltkjöt og baunir, og þeir sem eru fyrstir að borða vaska upp eftir sig og skila diskum og hnífapörum í staflann. Ég á nefnilega aðeins 12 diska og 12 hnífapör, það þarf því að sæta lagi þegar 18 mæta í matarboð.

Súpan heppnaðist eins vel og best verður á kosið, var mátulega þykk og kjötið, sem var frá SS var alveg afbragð. Ég sauð það við mjög vægan hita, varla að það bullaði í pottunum og það skilaði sér í einstaklega meyru og góðu kjöti. Súpan var líka alveg mögnuð, ekki of sölt og svo er ég ekki frá því að ég hafi fundið rétta magnið af beikoni til að setja í þetta mikinn skammt af súpu (6,5 lítrar).

Gestum mínum í kvöld þakka ég innlitið og hlakka til að sjá þau öll í baunasúpu að ári (og vonandi fyrr reyndar).  Gestir kvöldsins voru: Ingibjörg Vala, Ellert Sigþór Breiðfjörð og Halla Björg – Guðbjörg, Hinrik Ingi og Þorgrímur Gunnar – Bryndís, Konráð, Unnur Ýr, Haraldur Þór, Ingimar Örn, María og Sigurður Örn – Sigrún, Þórir, Ásdís Rut, Jóhanna Björg og Benni. Að auki fékk Madda í Smáranum sent saltkjöt og baunasúpu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 129545

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband