Leita í fréttum mbl.is

R-lista mynstrið heldur hæpið

Í dag hefur verið mikið spáð og spekúlerað um hvaða ríkisstjórn verði mynduð. Ég hef þegar lýst þeirri skoðun minni að Samfylkingin eigi að fara með velferðarmál í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Það yrði fjölmenn og öflug ríkisstjórn þar sem málin verða stokkuð upp og menn taka nýja sýn á málin og málefnin.

Undanfarið hafa margir nefnt það að samstarf gömlu R-lista flokkanna, Samfylkingar, VG og Framsóknar, væri möguleiki til myndunar ríkisstjórnar. Það er sannarlega rétt og slíkt samstarf hefði góðan meirihluta en engu að síður ætla ég að leyfa mér að lýsa þeirri skoðun minni að slíkt samstarf yrði heldur hæpið.

Þar vegur þyngst sú staðreynd að í þingmannaliði VG er sá einstaklingur sem lagðist hvað þyngst á árarnar við það að rifta R-lista samstarfinu á sínum tíma. Í þingmannaliði VG er sá einstaklingur sem kom í veg fyrir að sátt næðist um nýjan formann Sambands íslenskra sveitarfélaga og í þingmannaliði VG er maður sem hefur verið að nudda sér utan í íhaldið leynt og ljóst undanfarin misseri.

Þarna er ég í öllum tilfellum að tala um borgarfulltrúann ÁÞS. Hans vegna er ekki á það treystandi að leggja í R-lista samstarf í ríkisstjórn og það treystir þá skoðun mína að það eigi að láta reyna á tveggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 129480

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband