Leita í fréttum mbl.is

Já, svo þú ert þessi Jónatan!

Um daginn var mér boðið í leikhús, eða öllu heldur um daginn leysti ég út jólagjöf sem ég fékk um síðustu jól og fór í leikhús. Það var ekki amaleg samfylgdin sem ég fékk, nöfnurnar Sigrún systir og Sigrún Birta, dóttur dóttir hennar fóru sem sagt með mér í Þjóðleikhúsið að sjá Kardimommubæinn. Við systur, ég og Sigrún, höfum oft rætt það hvað við vorum hræddar hér forðum þegar við fórum ásamt foreldrum okkar að sjá Kardimommubæinn, sennilega í uppfærslunni árið 1974. Þegar ræningjarnir ruddust inn í salinn inn um hliðardyr í stóra sal Þjóðleikhússins þá brá okkur ógurlega.

Við vorum því ósköp fegnar allar þrjár að fá sæti fyrir miðjum sal þar sem tryggt er að engir ræningjar myndu bregða okkur. Sú stutta, Sigrún Birta sem er 5 ára, var þó vör um sig framan af sýningunni. Hún átti alltaf von á þessum ræningjum í hús og þótti vissara að lauma sér í fangið á frænku sinni þar sem hún sat bísperrt en spennt fyrstu mínútur leikritsins. Þegar þeir Kasper, Jesper og Jónatan mættu loks á svæðið áttaði hún sig á því að það var engin átstæða til að vera hrædd við þessa gaura, þeir voru aðallega bara svangir greyin.

Um ljónið gilti hins vegar öðru máli. Það hljómaði ekki vel að sitja í salnum, tiltölulega framarlega og eiga von á ljóni upp á svið. Ljón sem allir íbúar í Kardimommubænum voru hræddir við og Bastían bæjarfógeti var ekkert sérlega ólmur að ná í. Það var því mikill léttir að sjá að ljónið var undir sömu sök selt og ræningjarnir, það var bara svangt og þegar það fékk uppáhaldsmatinn sinn, rjómasúkkulaði, þá var það ljúft eins og lamb.

Það voru sælar og glaðar stelpur sem töltu út í kvöldkulið eftir tveggja tíma skemmtun í Þjóðleikhúsinu. Allar vorum við kátar í hjartanu því það er gott að upplifa jafn fallega sögu og söguna af ræningjunum í Kardimommubænum, sem geta verið hið heiðarlegasta fólk. Takk fyrir okkur góða Þjóðleikhús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Fallegur pistill!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.5.2009 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband