Leita í fréttum mbl.is

Ekkert gerir mig eins stolta og þið!

Óley, óley, óley óley!

Ísland á EM, Ísland á EM, Ísland á EM og allir koma með!

Ísland á EM

 Svona leit heimasíða Evrópukeppninnar í Finnlandi 2009 út í kvöld. Liðin sem komust áfram úr umspilinu voru: Ítalía, Holland, Úkraína, Rússland og .... ÍSLAND!!!

Þúsund þakkir mín yndislega þjóð fyrir stuðninginn. Milljarða þakkir til stelpnanna fyrir ómetanlegar stundir á vellinum. Ekkert gerir mig eins stolta og þið!

Þann 18. nóvember nk. munu þær 12 þjóðir sem hafa tryggt sér farseðilinn vera skipt upp í 3 riðla. Í potti 1 verða gestgjafar Finna ásamt ríkjandi Evrópumeisturum Þjóðverja og liðinu sem lék til úrslita á síðasta móti, Svíum. Í potti 2 verða Danmörk, England, Frakkland og Noregur og í potti 3 verða Ítalir, Rússar, Ísland, Úkraína og Holland. Ef þetta er ekki nógu skýrt þá lítur þetta svona út.

Úrslitakeppni EM í Finnlandi 2009
Gestgjafar: Finnland (verða í riðli A)
Pottur 1: Þýskaland (holders), Svíþjóð
Pottur 2: Denmörk, England, Frakkland, Noregur
Pottur 3: Ísland, Ítalía, Rússland, Úkraína, Holland

Úrslitakeppnin hefst í Finnlandi 23. ágúst 2009 og riðlakeppninni lýkur viku síðar, þann 31. ágúst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Gíslason

Til hamingju Ísland - og Ingibjörg! Ég horfi nánast aldrei á fótbolta, en náði að upplifa hluta af leiknum í sjónvarpinu - og grét af gleði í leikslok. Það er búið að vera ótrúlega uppörvandi að fylgjast með þessu liði síðustu 2-3 ár. Sú þjóð er rík sem á svona fulltrúa! 

Stefán Gíslason, 31.10.2008 kl. 08:07

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hæ!Segið svo að við eigum ekki gullmola. Það er svo auðvelt að segja eftir á:ÉG VISSI ÞAÐ".                     
                                           
                                           

Helga Kristjánsdóttir, 31.10.2008 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband