Leita í fréttum mbl.is

Góđ helgi - stórkostlegt veđur

Mikiđ óskaplega var helgin góđ. Fyrst unnu íslensku stelpurnar ţćr slóvensku 5-0 og fćrđu ţar međ móđur minni góđa afmćlisgjöf. Pabbi hefur haldiđ um fjarstýringuna á sjónvarpinu frá ţví ţćr voru fundnar upp og tekst einhvernvegin alltaf ađ finna fótbolta (enda međ áskrift ađ yfir 100 stöđvum). Ég held ađ mamma hafi í upphafi ekki haft neinn sérstakan áhuga á fótbolta en hún kann reglurnar vel og ţekkir stöku leikmenn. Hún hafđi gaman ađ leiknum hjá stelpunum á laugardaginn og vill endilega koma međ mér á völlinn á fimmtudag, ég held ég láti ţađ eftir henni!

Sunnudagurinn var ekki verri, mín var risin úr rekkju uppúr kl. 9 og viđ tók ţramm međ systur minni í Versalalaug, 30 mínútna hressandi ganga og svo bara dekur og leti í lauginni ţegar ţangađ var komiđ. Ţar sem veđriđ lék viđ okkur ákváđum viđ systur (ein til viđbótar hafđi bćst viđ í lauginni) ađ fjölmenna í Guđmundarlund og grilla okkur eitthvađ létt í hádeginu. Ţetta létta lét ekki á sér standa og endađi í ţrumugóđum kolagrilluđum hamborgara ... mmmmmmm!

Enn hélt veđriđ áfram ađ hafa áhrif á ákvarđanir dagsins og viđ ţrammsystur skunduđum (ókum) á Valbjarnarvöll og sáum seinni hálfleik á leik Ţróttar og ÍR. Ég er ekki frá ţví ađ ég hafi séđ Ćgi bloggvini mínum bregđa fyrir í Laugardalnum! Eftir ađ hafa setiđ smá stund í kulda og trekki viđ stúkuna fćrđum viđ okkur um set og settumst í hallann viđ norđurenda vallarins og létum ţar sólina baka okkur til leiksloka og ögn lengur.

Ţegar heim var komiđ var síđan hitađ upp fyrir leik Spánverja og Ítala, ţar sem mínir menn unnu í vítaspyrnukeppni og öllum á óvörum reyndist Iker Cassias vera meiri vítabani en Buffon hinn hárprúđi ítalski markvörđur. Ég fagnađi ţví vitaskuld enda er ţađ mín spá ađ Spánverjar nái loks ađ landa stórum titli.

Ps. verđ eiginlega ađ bćta viđ ađ á landsleiknum á laugardag hitti ég einn af „10 bestu“ knattspyrnumönnum Íslands í leikhléi, viđ spáđum í leiki helgarinnar á EM og ég spáđi Rússum og Spánverjum sigri ... knattspyrnumađurinn var algjörlega á öndverđum meiđi en ţegar ég lét mig ekki sagđi hann. „Ţú hefur nú ekkert vit á fótbolta.“ - Ţá vitum viđ ţađ! Wink


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband