Leita í fréttum mbl.is

Hann er alltaf svo málefnalegur

Tilvitnunin í Gunnar í fréttinni er stórskemmtileg og sýnir hvað hann er alltaf málefnalegur:

„Það segir Samfylkingin en við tökum ekki mark á því, þeir eru á móti öllum skipulagsmálum hér og hafa alltaf verið. Við kippum okkur ekkert upp við það og höldum okkar striki,"  

Hann sagði líka á umræddum bæjarstjórnarfundi að það væri ekki að marka Samfylkinguna af því að bæjarfulltrúar hennar hefðu ekki til þess neina menntun. Það er gott fyrir kjósendur Gunnars og stuðningsmenn að vita að hans mati skiptir menntun öllu máli þegar kemur að ákvarðanatöku.  Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi, rétt eins og Kópavogsbúar almennt, eru ákaflega vel menntaðir og skynsamt fólk með víðtæka reynslu. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar eru fullfærir um að taka skynsama ákvörðun í skipulagsmálum Kópavogsbæjar. Það eru ekki bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar sem hafa verið í endalausum deilum við íbúa bæjarins vegna skipulagsmála, um það hefur meirihluti bæjarstjórnar undir forystu Gunnars Birgissonar og Ómars Stefánssonar séð.

Það er ljóst, af deilum undanfarinna ára um skipulagsmál í Kópavogi, að það er ekki aðeins Samfylkingin sem Gunnar Birgisson tekur ekki mark á, hann tekur heldur ekki mark á íbúum bæjarins og skoðunum þeirra, enda hafa þeir sjálfsagt ekki til þess menntun að hans mati.


mbl.is Gunnar Birgisson: „Höldum okkar striki"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband