Leita í fréttum mbl.is

... útvegaði lán hjá Landsbankanum!

Á síðasta ári stöðvuðust framkvæmdir við hið nýja íþróttahús þar sem laust fé akademíunnar var uppurið. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri dó ekki ráðalaus og útvegaði Knattspyrnuakademíunni lán hjá Landsbankanum til að ljúka við byggingu hússins.

Ofanrituð setning kemur fyrir í frétt á visir.is þar sem fjallað er um deilur Knattspyrnuakademíu Íslands og Kópavogsbæjar um afnot af íþróttahúsi sem fyrrnefndi aðilinn byggði í Kórahverfi í Kópavogi. Reyndar byggði bærinn knattspyrnuhöll fyrir Akademíuna líka og akademían átti að byggja íþróttahús, sundlaug og líkamsræktarstöð.

Ég ætla svo sem ekki að blanda mér í deilurnar um knatthúsið og íþróttahúsið (ég er viss um að einn ákveðinn aðili setur inn athugasemd hér á bloggið hjá mér og fjallar um það í löngu máli) en það sem vakti athygli mína er setningin hér að ofan. „Gunnar ... útvegaði Knattspyrnuakademíunni lán hjá Landsbankanum ...“ - já mikill er máttur doktorsins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já er nú verið að bíða eftir athugasemd frá Sigurði?

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.11.2009 kl. 19:51

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Ingibjörg mín, þú ert kjörinn varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Sem slíkur hefur þú þagað af skömm þegar samningurinn um Kórinn ber á góma. Þú skuldar Kópavogsbúum skýringar. Hvað tapaði Kópavogsbær á bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar?

Sigurður Þorsteinsson, 6.11.2009 kl. 19:52

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sko! Maggi, Siggi mættur!

Siggi, ég er margbúin að segja þér að ég ætla ekki að eiga í deilum við þig vegna þessa. Ég skal lofa þér því að komast til botns í því hversu miklu bærinn hefur tapað á samningnum við Knattspyrnuakademíuna ... þegar upp er staðið! Í dag er að ég held algjörlega ómögulegt að meta hversu mikið tapið er, en ég held að það sé kristaltært að það er umtalsvert og verður sjálfsagt enn meira.

Svo getum við togast á um það hverjum tapið er um að kenna!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 6.11.2009 kl. 19:59

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ingibjörg við eigum ekkert að þurfa að deila um þessa byggingu. Hins vegar ætla ég að biðja þig að taka þetta tap saman .... áður en upp er staðið. Því mig grunar að aðilar sem að þessu máli koma vilji draga uppgjör þar til eftir kosningar. Þú skorðir á Ingibjörgu Sólrúnu að segja af sér, þá var hún fárveik, en átti að sjálfsögðu að segja af sér. Nú er komið að áskoruninni í Kópavoginum.

Sigurður Þorsteinsson, 6.11.2009 kl. 22:52

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Siggi, þetta verður allt gert upp!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 6.11.2009 kl. 22:56

6 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ef þetta er ekki dæmi um gjaldþrot frjálshyggjunnar og einkaframtaksins í lögbundnum verkefnum sveitarfélaga þá veit ég ekki hvað. Að bærinn hafi látið einkafyrirtæki sjá um byggingu og rekstur á skólahúsnæði fyrir grunnskólanemendur er í besta falli heimskulegt og í versta falli glæpsamlegt. Skattpeningar okkar Kópavogsbúa eiga m.a. að fara í menntun barna okkar og algjör óþarfi að hafa einkaaðila sem milliliði til að hirða ímyndaðan hagnað.

Sigurður Haukur Gíslason, 7.11.2009 kl. 00:09

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ingibjörg, ég hafði ekki sé frétt Baugsmiðlanna um þessa frétt. Það sem ég undrast er að þú sem varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leiðréttir ekki að þetta Knattspyrnuakademíumál er alfarið að frumkvæði Jóns Júlíussonar bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Kópavogi. Þetta mátti lesa í kosningablaði Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir síðustu kosningar. Hann ,,seldi" síðan öðrum bæjarfulltrúum hugmyndina. Úthýsing verkefna er alþekkt í Evrópu og studd af jafnaðarmönnum, hins vegar hafa þeir sem eru lengst til vinstri verið alfarið á móti slíkum aðgerðum, þrátt fyrir að slíkt hafi sýnt sig vera mjög hagkvæm fyrir opinbera aðila.

Á fréttinni má skilja að Gunnar Birgisson hafi útvegað lán til verkefnisins og þá væntanlega í gegnum bæinn. Var slík lántaka samþykkt og ef svo af hvaða bæjarfulltrúum?

Sigurður Haukur þú segir framgöngu þeirra sem stóðu að þessu máli vera heimskulega og í versta falli glæpsamlega, þú ert þá væntanlega að gagnrýna bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Ætlar þú að fylgja málinu eftir.

Sigurður Þorsteinsson, 8.11.2009 kl. 14:34

8 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Sigurður Þorsteinsson!

Af hverju á ég að fylgja málinu eftir?

Sigurður Haukur Gíslason, 8.11.2009 kl. 15:09

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Opinberlega hefur nokkuð verið fjallað um þetta mál, sem átti að vera ein helsta rós Samfylkingarinnar í Kópavogi. Einn bæjarfulltrúi flokksins hefur fengið verðskuldað mjög harða gagnrýni fyrir aðkomu sína að málinu og hefur opinberlega sagt sig eiga allan ,,heiðurinn" af því. Fyrir utan að samningurinn við Knattspyrnuakademíuna orkaði mjög tvímælis, þá var önnur aðkoma bæjarfulltrúans siðferðilega mjög gagnrýnisverð. Þú segir þessa aðgerð í besta falli heimskuleg og í versta falli glæpsamlega. Svo harkalega hef ég ekki gagnrýnt þetta mál. Þar sem þeir sem mestu ábyrgðina bera í þessu máli  eru samstarfsaðilar þínir í Samfylkingunni í Kópavogi eru hæg heimatökin. Hins vegar sem Kópavogsbúar þá eigum við að veita bæjarfulltrúunum aðhald hvar sem þeir eru í flokki. Það er skylda okkar í virkara lýðræði.   

Sigurður Þorsteinsson, 8.11.2009 kl. 15:43

10 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Samstarfsaðilar mínir? Ég er ekki í Samfylkingunni. Sagði mig úr henni fyrir tæpu ári. Sjá hér.

Mér er alveg sama hvaða flokkur kom þessu á koppinn. Ég er í hjarta mínu á móti einkarekstri sem tekur umboðslaun fyrir lögbundna þjónustu sveitarfélaga. Kópavogsbær á að byggja og reka sín skólahúsnæði sjálfur. Einkafyrirtæki eiga ekki að hagnast á því. Annað gengur ekki upp eins og dæmin sanna af þessu með Akademíuna og Áslandsskóla í Hafnarfirði.

Sigurður Haukur Gíslason, 8.11.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband