Leita í fréttum mbl.is

Bullið í sumum

Í morgun lá leið mín suður í Reykjanesbæ. Eins og gengur og gerist hafði ég kveikt á útvarpinu í bílnum og hlustaði á það sem átti sennilega að kallast rökræður Páls Magnússonar útvarpsstjóra og Jóns Magnússonar fv. þingmanns. Þeir voru staddir á Bylgjunni í boði Sigurjóns M. Egilssonar, en hann er oftast nær með mjög góðan þátt á sunnudagsmorgnum. Ég þraukaði að hlusta á þá tvo Pál og Jón en oft langaði mig þó til að slökkva.

Þeir þráttuðu um tilveru RUV á opnum og frjálsum markaði og ítrekað hafði Jón í frammi rangar fullyrðingar og þvælu sem Páll reyndi hvað hann gat að hrekja. M.a. hélt Jón því fram að minnihluti þjóðarinnar horfði á Sjónvarpið, ef fréttir væru undanskildar. Ég er ekki Gallúpp, en ég veit það þó að meirihluti þjóðarinnar horfir á þætti eins og Spaugstofuna og Útsvar, að halda öðru fram er einfaldlega rangt. Svo hélt Jón því líka fram að RÚV gerði ekkert umfram það sem því bæri skylda til að gera og hefði ekkert forystuhlutverk á fjölmiðlamarkaði. Þvílíkt bull! Þetta hrakti Páll líka einfaldlega með því að benda á sérstöðu Rásar 1, sem fer ekki framhjá neinum, hann benti á að Sjónvarpið hefur keypt fjöldann allan af íslenskum heimildarmyndum, sem enginn annar kaupir og Rás 2 sinnir grasrótar íslenskrar tónlistar. þar eru lög Sigurrósar og Bjarkar spiluð og þar komast margar ungar og efnilegar hljómsveitir á markað erlendis, t.d. í gegnum Airways hátíðina.

Best fannst mér þó þegar Páll benti Jóni á að ef ekki væri fyrir fréttatíma á RÚV, bæði í hljóðvarpi og sjónvarpi, þá væru einu alvörufréttatímarnir í boði Jóns Ásgeirs, og þeir sem eru það ekki eru í boði Davíðs Oddssonar. Það er kannski raunveruleikinn sem Jón Magnússon vill hafa hér uppi á Íslandi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður pistill.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.11.2009 kl. 21:38

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Fín lesning - Heyrði þetta nú ekki en heyri þetta svona í huganum, Jón Magnússon kominn í stríð til að verja soninn sem ekki stóð sig í vinnunni.

Gísli Foster Hjartarson, 2.11.2009 kl. 08:54

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Heyrði þetta ekki heldur, ekki fremur en sá mikli meirihluti þjóðarinnar sem einkum hlustar og horfir á RÚV.

Sigurður Hreiðar, 2.11.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband