Leita í fréttum mbl.is

Engu er að kvíða

UEFA European Women's Under-17 Championship holders Germany are through to the second qualifying round but only after their perfect record since this competition began was ended by Iceland.

Setningin hér að ofan er upphafið að frétt á vefsíðunni www.uefa.com þar sem fjallað var um undanriðil Evrópumóts U17 ára liða sem fram fór hér á landi síðustu vikuna. Íslensku stúlkurnar hófu leik gegn Evrópumeisturum Þjóðverja og skildu liðin jöfn 0-0. Niðurstaðan var einstaklega gleðileg fyrir okkur enda er þýska liðið með óflekkaðan feril í keppninni til þessa og fullt hús stiga.

Undanfarnar vikur hafa verið samfelld sigurganga fyrir konur í knattspyrnu á Íslandi. Þetta hófst allt með því að A-landsliðið tryggði sér farmiða á úrslitakeppni Evrópumótsins í Finnlandi í sumar, U19 ára landsliðið fylgdi því eftir með því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni 19 ára liða sem fram fór í Hvíta Rússlandi í júlí. Það verður hins vegar að segjast eins og er að ég átti alls ekki von á því að 17 ára liðið myndi verða sporgöngulið hinna liðanna tveggja en það gerðu ungu stúlkurnar engu að síður í þeim ógnarsterka riðli sem fram fór hér á Íslandi fyrstu dagana í september.

Eftir jafnteflið gegn Þjóðverjum var þungt yfir hópnum þeirra og gaf þjálfari liðsins sig á tal við mig og fussaði yfir því að vera í riðli með Frökkum, þeir væru með ógnarsterkt lið og svo gæti jafnvel farið að Þjóðverjar yrðu úr leik eftir fyrstu umferð mótsins. Ralf Peters, vini mínum og þjálfara Þýskalands, svaraði ég með þeim orðum að hann gæti lítið kvartað, hann gæti sett sig í spor okkar Íslendinga og Ísraela sem voru með okkur í riði. Hvernig heldur hann að okkur líði að vera í riðli með Frökkum OG Þjóðverjum!!!

Stelpurnar okkar í U17 ára liðinu komast ekki í milliriðil en ég er ótrúlega stolt af þessum stelpum, þær eiga framtíðina fyrir sér og með svona hóp hefur íslensk knattspyrnuhreyfing engu að kvíða!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 129408

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband