Leita í fréttum mbl.is

Blogg eða ekki blogg ... þar er efinn!

Þegar ég heyrði fréttir af frambjóðenda Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi í dag, datt svoleiðis af mér andlitið að ég mátti vart mæla. Mín fyrsta hugsun var að blogga eitthvað um málið, en sem betur fer var dagurinn annasamur þannig að þetta mál lagðist í dvala nú fram á kvöld. Það er gott, því það er í raun fátt eitt um þetta að segja annað en - Já sæll!!!

Kvöldfréttirnar hresstu mig auk þess nokkuð með tíðindum af því að Jóhanna Sigurðardóttir hafi loksins gefið vilyrði fyrir því að taka að sér formennsku í flokknum. Ég hef ekki kíkt á bloggið í kvöld en ég efast ekki um að margir hafi skoðanir á því. Væntanlega eru þær í tvær gjörólíkar áttir og það er barasta í lagi. Ég fagna ákvörðun Jóhönnu, hún er okkar virtasti og besti stjórnmálamaður og auðvitað á hún að leiða flokkinn í næstu kosningum. Til hamingju Jóhanna og þakka þér!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Var búin að sjá þessa færslu,en nú er ég orðin forvitin,hvað umframbjóðanda?Það er ekki oft sem dettur af þér andlitið,góða.

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2009 kl. 02:47

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl mín kæra, frambjóðandinn sem um ræðir er bæjarstjóri í Hafnarfirði og heitir Lúðvík Geirsson. Hann sóttist eftir 1. sæti á listanum, náði því 3. og vill núna setjast í það 5. !!! 

Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.3.2009 kl. 09:07

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

AHA! rannsóknarefni?!  


Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2009 kl. 10:11

4 Smámynd: TARA

Innilega sammála þessu...Jóhanna er mjög hæf og vel fallin til formennsku...styð hana af heilum hug.

TARA, 21.3.2009 kl. 17:16

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mér finnst nú bara mjög spennandi að fá Lúðvík í 5. sætið,  nú er um að gera að leggjast á árarnar,  og róa að því öllum árum að ná 5 mönnum inn í Suðvesturkjördæmi.

Afhverju ætti Samfylkingunni ekki að takast það nú, með Lúðvík í baráttusæti?>!?!?!   Þetta gátu Sjálfstæðismenn hér áður, nú er runnin upp annar tími.  

Það er allt hægt, ef viljinn er fyrir hendi.  Og unnið er að málunum, það veit ég að þú veist. Baráttukveðja til þín.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.3.2009 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 129405

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband