Leita í fréttum mbl.is

Nýr formaður

Þá hafa framsóknarmenn kosið sér nýjan formann. Sigmundi Davíð sendi ég hamingjuóskir og óska honum velfarnaðar í sínu starfi. Það er hins vegar ljóst að það eru engir sérstakir hveitibrauðsdagar framundan hjá nýjum formanni. Þó framsóknarmenn hafi látið í það skína að þeir séu flokkur breytinga og þar með valkostur fyrir hundóánægða íslenska þjóð þá er það hverjum manni ljóst að flokkur sem afneitar fortíð sinni getur ekki átt sér bjarta framtíð. Sagði ekki fyrrverandi formaður flokksins á flokksþinginu að flokkurinn ætti nokkra aðkomu að hruni bankakerfisins. Merkilegt að það skuli koma frá þeim ráðherra sem seldi bankana og bjó til regluverkið í kringum þá.

Það er hins vegar vonarglæta í myrkrinu. Flokksmenn harðneituðu og beinlínis afneituðu þeim sem hafa talið sig meðal flokkseigenda til þessa tíma þegar þeir settu Pál Magnússon í þriðja sæti í fyrstu kosningunum. Það kemur hins vegar á óvart að Sigmundur hafi unnið Höskuld, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að framsóknarmenn hafa áður kosið sér formann sem ekki er þingmaður og ekki fór það nú vel! Ég spái því að það verði eftirmálar af þessu flokksþingi, bæði vegna samþykktar þeirra um að ganga til aðildarviðræða við Evrópusambandið og vegna þess að "rangur" formaður var kosinn. Minni ég í þessu sambandi á uppákomuna í Reykjavík þegar ásakanir gengu um að smölun hefði átt sér stað en það jafnframt tekið fram að þar voru ekki stuðningsmenn Páls Magnússonar á ferð. Það skyldu þó aldrei hafa verið stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Kristjánssonar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Vil óska Sigmundi til hamingju.

Ég met það svo að það að hann skuli hafa haft vinninginn gerir Framsóknarflokknum bara gott.

Kolbrún Baldursdóttir, 18.1.2009 kl. 17:14

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sammála því, en ég held að klofningurinn sem hefur verið undirliggjandi í flokknum er ekki að fullu kominn í ljós. Það mun þó gerast á næstu vikum.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 18.1.2009 kl. 17:17

3 identicon

Framsóknarflokkurinn getur ekki haft neitt annað en gott af þessu kjöri.  Í pólitíkinn er alls staðar klofningur, sjáðu Sjálfstæðisflokki t.d. þar logar allt stafnanna á milli og ekki er nú einingin í Samfylkingunni neitt til eftirbreytni.  Vinstri grænir eru helst klofningslausir en þeir er bara alltaf á móti öllu og öllu og hafa ekki talist stjórntækir og eru ekki fyrr en gamlinginn og fleiri eldri kveðja pólitíkina.

ÞJ (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 20:56

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Bloggið er yfirfullt af færslum um Sigmund formann,lýst bara vel á hann,vantar svo sárlega nýtt blóð í flokkana(ao+). Mér varð á þessum tímamótum hugsað til Huldu Péturs,vinkonu minnar,tryggð hennar við framsóknarflokkinn!!   hætt þetta er ekki minningargrein,gangi þér vel og þínum að spúla út óhreinindum,           endurheimtum álit Íslands

Helga Kristjánsdóttir, 19.1.2009 kl. 03:25

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

        Eða orðspor Íslands

Helga Kristjánsdóttir, 19.1.2009 kl. 03:27

6 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Aldrei hef ég verið stuðningsmaður Frammaranna hvorki í pólitík né yfir höfuð en ég held að þetta hafi verið það besta sem gerst gat fyrir hinn fyrrum gerspillta flokk framsóknarflokkinn.  Enginn af þessum svokölluðu flokkseigendum né fyrrum ráðamönnum flokksins náðu neinum árangri og skipt var algjörlega um áhöfnina. Mér er nokk sama hvor þeirra drengja Höskuldur eða Sigmundur hafi náð kosningu. Ég mun allavega fylgjast með flokknum og mikið væri nú gaman ef einhver af hinum flokkunum myndu þora svona umskiptum. Aldrei að vita nema B-IÐ verð að x-B fyrir mig í næstu kosningum ef áherslur flokksins verða mér að skapi ??? kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 19.1.2009 kl. 13:08

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sigmundur er áreiðanlega góður maður, en Framsóknarflokknum er ekki viðbjargandi, eina sem hægt er að gera við hann er að leggja hann niður, ásamt öllum hinum flokkunum.

Og byrja upp á nýtt, með nýju fólki sem býður sig fram á eigin forsendum til að vinna að þeim málefnum sem það vill standa fyrir. Enga flokka, og engar klíkur, ti að skýla sér á bak við ef það þorir ekki að standa á því sem það var kosið til. -   Fólkið í forgrunn.   

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.1.2009 kl. 01:54

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Akkurat þannig vildi ég hafa það,þettar er ekki framkvæmanlegt,að mér skilst.    Ég er að taka undir tillögu Lilju.

Helga Kristjánsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:58

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég er stolt af framsóknarflokknum ad taka svona djarfa ákvördun ad kjósa Sigmund David sem formann.Mér fannst nú ekki veita af tví ad gera svolitlar breytingar og fá ungt fólk í fremstu sætin.Ég er ekki framsóknarkona en styd svona flottar gerdir .Tad væri skemmtilegt ad sjá tetta gerast í ödrum flokkum tó ég eigi alls ekki von á ad tad geridst tar sem  allir halda mitt sitt og sitt mitt og engu má breyta .Kannski ætti madur bara ad fylgjast betur med framsóknarflokknum .Tetta eru kannski breytingar til framtidar ..Hver veit.

Ég ætla alla vega ad fylgjast vel med teim.

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 21.1.2009 kl. 08:15

10 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Sigmundur er giftursamasti kosturinn fyrir Framsókn.

Pláss hefur skapast fyrir raunverulega hugsjónarmenn með hruni Sambandsins og nú síðast Giftar.  

Kristján Þór Gunnarsson, 21.1.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 129408

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband