Leita í fréttum mbl.is

Hangikjötið tilbúið fyrir jóladag

Eftir að hafa pirrað mig ögn með Sigrúnu systur minni yfir formanni eða framkvæmdastjóra Húseigendafélagsins og skötuönugheitum hans, og eftir að hafa etið mig á hliðina með rétti dagsins þá kom ég heim og setti hangikjötið í pott. Ég, rétt eins og Sævar Karl, hef einfaldan smekk og vil væna flís af feitum sauð að bíta í á jólunum ... kertaljós (ok þið þekkið framhaldið) það er því mitt val að fá mér frekar frampart en læri þegar kemur að hangikjöti. Í ár fékk ég mér Fjallahangikjöt að norðan og ég fann það þegar suðan kom upp í pottinum að það er verkað á gamla góða mátann! Meiri reyklykt en salt og lyktin auk þess þéttari. Þetta er því pottþétt kjöt til að yfirgnæfa skötulyktina sem fer svona óskaplega mikið í taugarnar á húseigendafélagsformanninum (framkvæmdastjóranum).

Ef eigendum íbúða í fjölbýli verður bannað að sjóða skötu á þeirra eigin heimili þá krefst ég þess að þeim verði einnig meinað að reykja innandyra eða utan eða í næsta nágrenni við hýbýli sín ... sígarettufnykur er viðbjóður og það er læknisfræðilega sannað að hann er heilsuspillandi, ekki aðeins fyrir þá sem reykja, heldur einnig hina sem verða fyrir honum. Annars er ég komið í slíkt jólaskap að ég nenni alls ekki að pirra mig lengur á þessu og óska formanninum/framkvæmdastjóranum og öllum þeim sem eta skötu eða ekki gleðilegra jóla. Verið góð við hvert annað og umburðarlynd ... Knús!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Umburðarlyndi verður að ganga í báðar áttir. Það verður að umbera bæði þá sem elska skötu og þá sem hata hana!

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.12.2008 kl. 14:58

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hata þessa lykt en ég reyki úti.  Mikið skelfing er ég lyktvæn kona.

Og vertu til friðs á jólunum dúllan þín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.12.2008 kl. 20:13

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sigurður, það er ekkert mál að umbera skötulyktina einu sinni á ári. Í stigaganginum hjá mér er sígarettufnykur 300 daga á ári! Auðvitað þarf að sýna umburðarlyndi gagnvart þeim sem reykja og sjóða skötu, það geri ég enda þoli ég ekki ofbeldi af þeirri gerð sem nafni þinn, formaður húseigendafélagsins, heimtar.

Jenný ... ég er alltaf að reyna (þú veist hvað ég meina )

Ingibjörg Hinriksdóttir, 27.12.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband