Leita í fréttum mbl.is

Áhugaverð vefsíða

Það kemur fyrir öðru hvoru að maður hnýtur um eina og eina vefsíðu sem er full af fróðleik, upplýsingum eða einhverju öðru misgáfulegu. Ég datt inná eina slíka síðu í kvöld. Sá þar m.a. eftirfarandi klausu:

Eftirfarandi greinarstúf mátti lesa í Samúel haustið 1983. Þar myndast Jafnréttisráð Kópavogs við að mótmæla birtingu saklausra nektarmynda í tímaritinu. Gaman að rifja bókun ráðsins upp núna aldarfjórðungi síðar með það í huga, að eina súlustað landsins skuli einmitt vera að finna þar í bæ:

  Á fundi Jafnréttisráðs Kópavogs, sem er sjö manna nefnd skipuð af bæjarstjórninni gerðist það á dögunum að Hauður Helga Stefánsdóttir, fulltrúi krata, vakti máls á síðasta tölublaði Samúels „þar sem birtist mynd af hálfnakinni stúlku“. Þótti henni myndbirtingin vægast sagt mjög ósmekkleg og að eitthvað þyrfti að gera til að bjarga heiðri stúlkunnar. Málið var rætt fram og til baka og voru flestir á móti svona myndum yfirhöfuð, auk þess „þótti ýmsum nefndarmannanna þetta óheppileg þróun að íslenskar stúlkur færu að stunda þessa iðju í gróðaskyni“(úr fundargerðinni).

  Samkvæmt venju var fundargerð Jafnréttisráðs send bæjarráði til yfirlesturs og samþykktar. Oftast skrifar bæjarráð undir svona fundargerðir athugasemdalaust, en í  þessari hnaut það um setningu sem því þóttir heimskuleg eða í besta falli byggð á misskilningi og sendi fundargerðina til Jafnréttisráðs og bað um að hún yrði endurskoðuð.  Setningin er svona: „Öðruvísi þykir horfa við að birta slíkar myndir af erlendum stúlkum.
    En nú brá svo við, að ritarinn á umræddum fundi, sem er eini karlmaðurinn í nefndinni, neitaði að breyta einum einasta stafkrók. Undir þessa fundargerð hefðu allir nefndarmenn skrifað, og svona skyldi hún standa. Hins vegar væri hægt að bæta við hana útskýringum að vild.
    Og á öðrum fundi Jafnréttisráðs um málið nokkrum dögum síðar var ákveðið að breyta punktinum aftan við setninguna í kommu og bæta við: „vegna smæðar þjóðfélags okkar er því veitt mun meiri athygli þegar íslenskt fólk kemur fram á þennan hátt.
    Þá vitum við það.
    Í fundargerðinni er einnig lýst yfir „vanþóknun á klámi í hvers konar mynd.“ Og mun sú vanþóknun einkum beinast að Veitingahúsinu Glæsibæ, sem býður upp á nektardansmeyjar sem skemmtiatriði.

Vefsíðan er www.samuel.is - bráðskemmtileg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta þarf ég að skoða.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2008 kl. 23:22

2 identicon

Svo er ágætis blogg hjá Snorra Óskars þessa stundina . Endilega að líta á það krakkar !

Júrí (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband