Leita í fréttum mbl.is

Áfram Ísland!

Jæja, nú er það ljóst að það á LOKSINS að ganga frá þessu eftirlaunafrumvarpi. Það er líka LOKSINS búið að ganga frá umtöluðu láni frá hinum og þessum og það er LOKSINS búið að leggja fram vantrausttillögu á ríkisstjórnina.

Nú bregður sjálfsagt einhverjum við þegar ég segi að loksins sé búið að leggja fram vantrausttillögu á ríkisstjórnina, en ég bara spyr, ef stjórnarandstaða á á einhverjum tíma að leggja fram tillögu um vantraust ... er það ekki einmitt núna? Ég er svo sem ekki alveg 100% sammála tillögunni og vil alls ekki kjósa um áramót, en ég vil að það verði kosið í vor. Traust til íslensku þjóðarinnar er ekki beysið í útlöndum. Ég meina, segjum sem svo að þjófur læðist inn til þín og steli frá þér öllu steini léttara. Þú veist hver þjófurinn er og formælir honum sem mest þú getur og þú fylgist með þegar fjármál þjófsins og fjölskyldu hans eru að komast í þrot. Myndi þér ekki bregða ef þjófurinn kæmi til þín og bæði þig um lán en ekki einhver annar fjölskyldumeðlimur?

Traust á suma þá sem stjórna landinu og bönkunum er nákvæmlega ekkert. Annars vil ég benda á frábæra grein Helga Hjörvar í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fjallar um síendurtekin mistök bankastjóra Seðlabankans. Ég vil sérstaklega benda á niðurlag greinarinnar þar sem Helgi segir:

Öll gerum við mistök og sætum stundum ósanngirni. ... Það er þess vegna ekki verið að persónugera vandann þegar kallað er eftir breytingum í Seðlabankanum. Það er einfaldlega verið að segja hið sjálfljósa að þegar við nú stöndum á hyldýpisins brún er mikilvægt að hafa faglega yfirstjórn Seðlabankans.

Að lokum vil ég benda bloggurum og öðrum sem villast hingað inn á að nú er tækifæri fyrir okkur Íslendinga að sýna nokkra þjóðerniskennd og flagga. Það þarf ekki að vera á flaggstöng, það má setja lítinn íslenskan fána út í glugga, það hef ég þegar gert. Slíkir fánar fást fyrir tiltölulega lítinn pening t.d. í Söstrene Grene í Smáralind og örugglega víðar. Ég minnist þess að sjá myndir frá Bandaríkjunum eftir 9. september 2001 og það voru fánar út um allt. Um leið og það fór um mig hálfgerður kjánahrollur að sjá alla þessa fána fannst mér þessi flöggun út um víða völl sýna samstöðu þjóðar. Það er nokkuð sem við Íslendingar þurfum á að halda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

leit inn,þá var þetta blogg ekki komið,föllumst við ekki öll í faðma í vor,ekki kosningar fyrir áramót,nógur tími að "skanna"allt í vor. Fána?já geri það.

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2008 kl. 18:15

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl Helga mín,

vonandi getum við fallist í faðma fyrr en í vor, ég held við þurfum á því að halda. Breytingar á æðstu stöðum eru hins vegar óumflýjanlegar og ég mæli með því að slíkar breytingar fari fram í vor þó seðlabankastjóri mætti víkja strax. Endilega flagga ... Áfram Ísland!!!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.11.2008 kl. 18:18

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Jamm, ég vil afnám "eftirlaunalaganna" eins og þau leggja sig. - Annað er bara kattaþvottur. - Og ég skilekki afhverju núna er hægt að borga sumum "opinberum starfsmönnum" ofurlaun langt umfram aðra, á meðan ekki var hægt að borga ljósmæðrum sambærileg laun við aðra ríkisstarfsmenn. Að ég tali nú ekki um laun kennara osfrv.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 24.11.2008 kl. 01:15

4 identicon

Já, fáninn okkar. Upp með hann. Ég sé hann daglega við hún, hjá nokkrum fyrirtækjum, og hann fyllir mig stolti og gleði. Og líka því að nú verðum við að standa saman. Kosningarþð já, þær verða haldnar fyrr en seinna. en ekki byðja um þær núna fyrir jólin. Það væri glapræði. bíðum þar til eftir þrettándann.

A.m.k. helst fram á útmánuði. Vanda skal það verk.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband