Leita í fréttum mbl.is

Þar hvarf síðasta hálmstráið

Þeir sem hafa kíkt á bloggfærslur mínar undanfarin ár hafa sjálfsagt ekki farið varhluta af því að ég hef ekki sérstakt álit á þeim flokki manna sem kennir sig við sjálfstæði. Einn gildur limur í þeim flokki hefur þó jafnan notið virðingar minnar enda tel ég að þar sé gegnheil manneskja á ferðinni, með heilbrigða skynsemi og ákveðna auðmýkt gagnvart náunganum. Vissulega hafa ekki allir séð þessa kosti í fari sjálfstæðismannsins en þetta hefur verið mín tilfinning.

Í dag var viðtal við þennan sjálfstæðismann í útvarpinu. Ástæða viðtalsins var augljós, efnahagskreppan og ábyrgð stjórnmálamanna á henni. Viðkomandi komst vel frá viðtalinu, svaraði af skynsemi og með góðum og gildum rökum. Allt var barasta fínt ... alveg þangað til í lokin. Þá spurði útvarpsmaðurinn: "Af hverju ættum við að treysta Sjálfstæðisflokknum til að koma okkur út úr þeirri kreppu sem Ísland er komið í?" Það stóð ekki á svari hjá varaformanni Sjálfstæðisflokksins: "Af því að við þorum ... og við erum ekki sósíalistar!"

Arrrrggghhh ... þar fór síðasta hálmstráið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, humm mætti ég spyrja hvað þessi einstaklingur heitir sem þú talar um?  Heyrði ekki þennan útvarpsþátt sem þú talar um.  Kveðja, Jón.

Jón Þórðarson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 19:37

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Það stóð ekki á svari hjá varaformanni Sjálfstæðisflokksins: "Af því að við þorum ... og við erum ekki sósíalistar!"

Ingibjörg Hinriksdóttir, 27.10.2008 kl. 20:06

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha, góð. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2008 kl. 20:45

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Missti af þessu,hverju þora þeir? Og enginn annar.  P.S. skoðaðu nýasta hjá Kjartani Photo veit þú lumar á e.hv.

Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2008 kl. 23:27

5 Smámynd: Sigurjón

Mér hefur alla tíð verið ljóst að Þorgerður er algjör bullukollur.  Hún blaðrar endalaust um allt og ekkert og svarar engum spurningum öðruvísi en með langlokum sem koma spurningunni ekkert við.

Hún er algjör tu#@a!

Sigurjón, 28.10.2008 kl. 00:34

6 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Já, þeir þora að koma okkur á hausinn sjálfstæðismenn.  Og vilja ekki jöfnuð og lýðræði.  Þá vitum við það.

Árni Þór Sigurðsson, 28.10.2008 kl. 08:35

7 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Þeir sem hafa komið bezt út í umróti síðustu vikna hafa verið Ingibjörg Sólrún ( trúi ekki að ég sé að segja þetta :-) ) og Steingrímur J.  

Kristján Þór Gunnarsson, 28.10.2008 kl. 11:46

8 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Á leiknum í kvöld hitti ég varaformann Sjálfstæðisflokksins, sem ég hafði þessi orð eftir. Hún var aldeilis ekki á eitt sátt við mig, því eitthvað hafði mér misheyrst það sem hún sagði. Hið rétta er að Þorgerður Katrín sagði: „Af því að við þorum - og erum ekki populistar!“ Vissulega breytir þetta miklu og ég játa auðmjúk misheyrn mína!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 31.10.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband